Biden virðir sakadóminn yfir syni sínum Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2024 09:01 Hunter Biden með eiginkonu sinni Marissu Cohen Biden (t.h.) og Jill Biden, stjúpmóður sinni og forsetafrú (t.v.), eftir að hann var sakfelldur í gær. Vísir/EPA Joe Biden Bandaríkjaforseti segist ætla að virða niðurstöðu kviðdóms sem sakfelldi Hunter son hans fyrir skotvopnalagabrot í gær. Hunter Biden gæti jafnvel átt yfir höfði sér fangelsisdóm. Kviðdómur í Delaware sakfelldi Hunter Biden í öllum ákæruliðum fyrir að ljúga um fíkniefnaneyslu sína á eyðublaði þegar hann keypti sér skammbyssu árið 2018. Þetta er í fyrsta skipti sem barn sitjandi Bandaríkjaforseta er sóttur til saka. Refsing Biden verður ákvörðuð síðar en ekki er útilokað að hann hljóti fangelsisdóm. Búist er við að hann áfrýi. Biden forseti flaug til Wilmington í Delaware, heimaríkis síns, eftir dóminn í gær og faðmaði son sinn á flugbrautinni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Forsetinn var ekki viðstaddur réttarhöldin en kona hans Jill sat þau. „Ég er forsetinn en ég er líka faðir. Við Jill elskum son okkar og við erum stolt af þeim manni sem hann er í dag. Það eru svo margar fjölskyldur sem hafa átt ástvin sem glímir við fíkn sem skilja stoltið að sjá einhvern sem maður elskar komast yfir hjallann og vera svona sterkur og þrautseigur í batanum,“ sagði Biden í yfirlýsingu þar sem hann hét því einnig að virða niðurstöðuna og réttarkerfið. Forsetinn hefur áður heitið því að nota ekki völd sín til þess að náða son sinn. Glíma Hunters Biden við fíknivanda er vel þekkt en hann hefur meðal annars rakið neyslu sína til áfallsins eftir að Beau, bróðir hans, lést úr krabbameini. Þegar Biden keypti sér skammbyssuna neytti hann enn fíkniefna en alríkislög banna sölu á skotvopnum til virkra fíkla. Byssuna átti hann í ellefu daga, allt þar til mágkona hans, ekkja Beau, fann hana og henti. Forsetinn með böggum hildar yfir málinu Repúblikanar, pólitískir andstæðingar Biden forseta, fögnuðu dóminum og notuðu tækifærið til þess að endurvekja ásakanir sína um meinta spillingu fjölskyldu forsetans sem þeir hafa rannsakað á Bandaríkjaþingi án sérstaks árangurs. Demókratar lofuðu réttarkerfið og sökuðu repúblikana á móti um hræsni í ljósi viðbragða þeirra við sakadómi sem Donald Trump, forsetaframbjóðandi þeirra, hlaut í New York í síðasta mánuði. Repúblikanar deildu þá hart á dómstólinn og kviðdóminn sem fann Trump sekan um skjalafals til þess að hylma yfir þagnargreiðslu til klámstjörnu. Trump gæti ekki náðað sjálfan sig í því máli þar sem það fór fram fyrir ríkis- en ekki alríkisdómstól. Aðra sögu er að segja af alríkismálum vegna misferlis með ríkisleyndarmál og tilraunir hans til þess að hnekkja úrslitum síðustu forsetakosninga. Talað hefur verið um að Trump léti dómsmálaráðuneytið fella þau mál niður næði hann kjöri sem forseti í haust. Hunter Biden á enn yfir höfði sér sakamál vegna skattalagabrota í Kaliforníu sem á að taka fyrir í september, aðeins tveimur mánuðum fyrir forsetakosningarnar. Málin gegn syni hans eru sögð íþyngja Biden forseta verulega. Hann hefur þegar mátt þola að missa tvö börn sín, annað þeirra þegar það var eins árs, og horfa upp á Hunter son sinn verða fíkniefnum að bráð. Réttarhöldin drógu aftur fram í sviðsljósið vandræðalegar stundir í lífi forsetasonarins og er Biden sagður hafa spurt fjölskyldu sína ítrekað hvernig réttarhöldin gengu. Biden forseti er jafnframt sagður kenna sjálfum sér um að Hunter sé svo mikið í sviðsljósinu. Stjórnmálaferill sinn kunni að eiga sinn þátt saksóknum á hendur syninum. Joe Biden Erlend sakamál Bandaríkin Tengdar fréttir Biden ber ekki vitni í eigin sakamáli Verjandi Hunters Biden, sonar Bandaríkjaforseta, segir að hann beri ekki vitni við réttarhöldin yfir honum vegna skotvopnalagabrots. Nánustu aðstandendur hans hafa borið vitni um glímu hans við fíkn við réttarhöldin. 10. júní 2024 14:24 Réttarhöld yfir syni Biden hafin Alríkissaksóknarar lýstu Hunter Biden, syni Bandaríkjaforseta, sem dópista þegar réttarhöld yfir honum vegna skovopnalagabrota hófust í dag. Biden er ákærður fyrir að ljúga um fíknivanda sinn þegar hann keypti sér skammbyssu fyrir sex árum. 4. júní 2024 15:44 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira
Kviðdómur í Delaware sakfelldi Hunter Biden í öllum ákæruliðum fyrir að ljúga um fíkniefnaneyslu sína á eyðublaði þegar hann keypti sér skammbyssu árið 2018. Þetta er í fyrsta skipti sem barn sitjandi Bandaríkjaforseta er sóttur til saka. Refsing Biden verður ákvörðuð síðar en ekki er útilokað að hann hljóti fangelsisdóm. Búist er við að hann áfrýi. Biden forseti flaug til Wilmington í Delaware, heimaríkis síns, eftir dóminn í gær og faðmaði son sinn á flugbrautinni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Forsetinn var ekki viðstaddur réttarhöldin en kona hans Jill sat þau. „Ég er forsetinn en ég er líka faðir. Við Jill elskum son okkar og við erum stolt af þeim manni sem hann er í dag. Það eru svo margar fjölskyldur sem hafa átt ástvin sem glímir við fíkn sem skilja stoltið að sjá einhvern sem maður elskar komast yfir hjallann og vera svona sterkur og þrautseigur í batanum,“ sagði Biden í yfirlýsingu þar sem hann hét því einnig að virða niðurstöðuna og réttarkerfið. Forsetinn hefur áður heitið því að nota ekki völd sín til þess að náða son sinn. Glíma Hunters Biden við fíknivanda er vel þekkt en hann hefur meðal annars rakið neyslu sína til áfallsins eftir að Beau, bróðir hans, lést úr krabbameini. Þegar Biden keypti sér skammbyssuna neytti hann enn fíkniefna en alríkislög banna sölu á skotvopnum til virkra fíkla. Byssuna átti hann í ellefu daga, allt þar til mágkona hans, ekkja Beau, fann hana og henti. Forsetinn með böggum hildar yfir málinu Repúblikanar, pólitískir andstæðingar Biden forseta, fögnuðu dóminum og notuðu tækifærið til þess að endurvekja ásakanir sína um meinta spillingu fjölskyldu forsetans sem þeir hafa rannsakað á Bandaríkjaþingi án sérstaks árangurs. Demókratar lofuðu réttarkerfið og sökuðu repúblikana á móti um hræsni í ljósi viðbragða þeirra við sakadómi sem Donald Trump, forsetaframbjóðandi þeirra, hlaut í New York í síðasta mánuði. Repúblikanar deildu þá hart á dómstólinn og kviðdóminn sem fann Trump sekan um skjalafals til þess að hylma yfir þagnargreiðslu til klámstjörnu. Trump gæti ekki náðað sjálfan sig í því máli þar sem það fór fram fyrir ríkis- en ekki alríkisdómstól. Aðra sögu er að segja af alríkismálum vegna misferlis með ríkisleyndarmál og tilraunir hans til þess að hnekkja úrslitum síðustu forsetakosninga. Talað hefur verið um að Trump léti dómsmálaráðuneytið fella þau mál niður næði hann kjöri sem forseti í haust. Hunter Biden á enn yfir höfði sér sakamál vegna skattalagabrota í Kaliforníu sem á að taka fyrir í september, aðeins tveimur mánuðum fyrir forsetakosningarnar. Málin gegn syni hans eru sögð íþyngja Biden forseta verulega. Hann hefur þegar mátt þola að missa tvö börn sín, annað þeirra þegar það var eins árs, og horfa upp á Hunter son sinn verða fíkniefnum að bráð. Réttarhöldin drógu aftur fram í sviðsljósið vandræðalegar stundir í lífi forsetasonarins og er Biden sagður hafa spurt fjölskyldu sína ítrekað hvernig réttarhöldin gengu. Biden forseti er jafnframt sagður kenna sjálfum sér um að Hunter sé svo mikið í sviðsljósinu. Stjórnmálaferill sinn kunni að eiga sinn þátt saksóknum á hendur syninum.
Joe Biden Erlend sakamál Bandaríkin Tengdar fréttir Biden ber ekki vitni í eigin sakamáli Verjandi Hunters Biden, sonar Bandaríkjaforseta, segir að hann beri ekki vitni við réttarhöldin yfir honum vegna skotvopnalagabrots. Nánustu aðstandendur hans hafa borið vitni um glímu hans við fíkn við réttarhöldin. 10. júní 2024 14:24 Réttarhöld yfir syni Biden hafin Alríkissaksóknarar lýstu Hunter Biden, syni Bandaríkjaforseta, sem dópista þegar réttarhöld yfir honum vegna skovopnalagabrota hófust í dag. Biden er ákærður fyrir að ljúga um fíknivanda sinn þegar hann keypti sér skammbyssu fyrir sex árum. 4. júní 2024 15:44 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira
Biden ber ekki vitni í eigin sakamáli Verjandi Hunters Biden, sonar Bandaríkjaforseta, segir að hann beri ekki vitni við réttarhöldin yfir honum vegna skotvopnalagabrots. Nánustu aðstandendur hans hafa borið vitni um glímu hans við fíkn við réttarhöldin. 10. júní 2024 14:24
Réttarhöld yfir syni Biden hafin Alríkissaksóknarar lýstu Hunter Biden, syni Bandaríkjaforseta, sem dópista þegar réttarhöld yfir honum vegna skovopnalagabrota hófust í dag. Biden er ákærður fyrir að ljúga um fíknivanda sinn þegar hann keypti sér skammbyssu fyrir sex árum. 4. júní 2024 15:44