Ráðherra sendir lögreglu erindi vegna netsölu áfengis Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 11. júní 2024 18:19 Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm Fjármála- og efnahagsráðherra hefur sent lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu erindi vegna netsölu áfengis til neytenda hér á landi. Málið var til umræðu á Alþingi í dag. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins líkti heimsendingu á Brennivíni eins og hún er framkvæmd í dag við nútíma sprúttsölu. Í fréttatilkynningu segir að undanfarið hefur netsala áfengis til neytenda færst nokkuð í aukana og það hafi orðið tilefni til umræðu í samfélaginu, m.a. í tengslum við markmið laga um að stýra aðgengi að áfengi, draga úr skaðlegum áhrifum áfengisneyslu og vernda ungt fólk gegn neyslu áfengi Hinn 5. júní hafi ráðuneytinu boristerindi frá heilbrigðisráðherra þar sem þróun í áfengissölu er sett í samhengi við lög um landlækni og lýðheilsu og við núverandi lýðheilsustefnu stjórnvalda. Þá hefur ráðuneytið látið vinna lögfræðiálit um lagaumhverfi smásölu áfengis á Íslandi, þar sem gerð er grein fyrir gildandi lagaumhverfi smásölu áfengis á Íslandi og þeim valkostum sem til greina koma varðandi breytingar á því. Í erindinu er bent á að smásala áfengis sé bönnuð öðrum en ÁTVR. Innflutningur til einkanota sæti ekki takmörkunum en meta þurfi hvert tilvik fyrir sig, það er hvort starfsemi seljanda fari í reynd fram erlendis og þannig sé um innflutning að ræða þegar áfengi sé selt í netsölu. Fagfélög í heilbrigðiskerfinu lýst áhyggjum Málið var til umræðu á Alþingi í dag en Jódís Skúladóttir þingmaður Vinstri grænna sagði að fjölmörg samtök, stofnanir og einstaklingar hefðu vakið máls á þeirri vegferð sem Sjálfstæðisflokkurinn hóf fyrir mörgum árum um að fá vín í búðir. Í sérstökum umræðum sem hún hóf um sölu áfengis á netinu sagði hún menn kinka kolli við lýðheilsusjónarmiðum en svo endaði umræðan alltaf á sama stað. „Að þetta sé á gráu svæði lagalega, að aukið aðgengi þýði nú ekkert endilega aukna neyslu. En lögin eru skýr. Það má ekki selja áfengi í almennum verslunum,“ sagði Jódís á Alþingi í dag. Það gilti bæði um Bónus og Netið. Þetta væri ekkert vafamál en þrátt fyrir það byðu tugi netverslana upp á áfengi. Þingflokkur Vinstri grænna hefði haft lýðheilsusjónarmið til hliðsjónar varðandi allar breytingar á áfengislöggjöfinni. Nú hefði framboð á áfengi hins vegar margfaldast. „Er ráðherra tilbúinn að grípa í taumana varðandi netsölu áfengis í ljósi þess lýðheilsuskaða sem fagfélög í heilbrigðiskerfinu hafa lýst rökstuddum áhyggjum af að muni verða ef slík viðskipti eru látin óáreitt.“ Nútíma sprúttsala Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra vísaði til lýðheilsustefnu stjórnvalda og sagði augljóst hvað aukin neysla á áfengi hefði í för með sér fyrir heilsu fólks og kostnað samfélagsins. Hann hefði því skrifað fjármálaráðherra og óskað eftir upplýsingum um hvernig hann hyggðist framfylgja eftirliti með verslun með áfengi. „Takmarkanir á aðgengi eins og einkasala, með takmörkunum á opnunartímum og auglýsingabann eru meðal þeirra öflugustu forvarnaraðgerða sem við eigum,“ sagði Willum. Ásmundur Friðriksson þingmaður sjálfstæðisflokksins tjáði sig að auki um málið. Hann líkti heimsendingu á brennivíni við nútíma sprúttsölu eins og hún er framkvæmd. „Menn hringja bara á bíl og það er komið eftir hálftíma upp í rúm til fólks. Það þarf ekki einu sinni að klæða sig til að sækja þetta. Sendibílar í nágrannabyggðum hér eru fullir af brennivíni keyrandi heim til fólks alla daga vikunnar. Aðallega eldri borgarar sem sitja heima og drekka sig fulla á hverjum einasta degi. Þetta er orðið langstærsta vandamál SÁÁ.“ Áfengi og tóbak Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Fleiri fréttir Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sjá meira
Í fréttatilkynningu segir að undanfarið hefur netsala áfengis til neytenda færst nokkuð í aukana og það hafi orðið tilefni til umræðu í samfélaginu, m.a. í tengslum við markmið laga um að stýra aðgengi að áfengi, draga úr skaðlegum áhrifum áfengisneyslu og vernda ungt fólk gegn neyslu áfengi Hinn 5. júní hafi ráðuneytinu boristerindi frá heilbrigðisráðherra þar sem þróun í áfengissölu er sett í samhengi við lög um landlækni og lýðheilsu og við núverandi lýðheilsustefnu stjórnvalda. Þá hefur ráðuneytið látið vinna lögfræðiálit um lagaumhverfi smásölu áfengis á Íslandi, þar sem gerð er grein fyrir gildandi lagaumhverfi smásölu áfengis á Íslandi og þeim valkostum sem til greina koma varðandi breytingar á því. Í erindinu er bent á að smásala áfengis sé bönnuð öðrum en ÁTVR. Innflutningur til einkanota sæti ekki takmörkunum en meta þurfi hvert tilvik fyrir sig, það er hvort starfsemi seljanda fari í reynd fram erlendis og þannig sé um innflutning að ræða þegar áfengi sé selt í netsölu. Fagfélög í heilbrigðiskerfinu lýst áhyggjum Málið var til umræðu á Alþingi í dag en Jódís Skúladóttir þingmaður Vinstri grænna sagði að fjölmörg samtök, stofnanir og einstaklingar hefðu vakið máls á þeirri vegferð sem Sjálfstæðisflokkurinn hóf fyrir mörgum árum um að fá vín í búðir. Í sérstökum umræðum sem hún hóf um sölu áfengis á netinu sagði hún menn kinka kolli við lýðheilsusjónarmiðum en svo endaði umræðan alltaf á sama stað. „Að þetta sé á gráu svæði lagalega, að aukið aðgengi þýði nú ekkert endilega aukna neyslu. En lögin eru skýr. Það má ekki selja áfengi í almennum verslunum,“ sagði Jódís á Alþingi í dag. Það gilti bæði um Bónus og Netið. Þetta væri ekkert vafamál en þrátt fyrir það byðu tugi netverslana upp á áfengi. Þingflokkur Vinstri grænna hefði haft lýðheilsusjónarmið til hliðsjónar varðandi allar breytingar á áfengislöggjöfinni. Nú hefði framboð á áfengi hins vegar margfaldast. „Er ráðherra tilbúinn að grípa í taumana varðandi netsölu áfengis í ljósi þess lýðheilsuskaða sem fagfélög í heilbrigðiskerfinu hafa lýst rökstuddum áhyggjum af að muni verða ef slík viðskipti eru látin óáreitt.“ Nútíma sprúttsala Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra vísaði til lýðheilsustefnu stjórnvalda og sagði augljóst hvað aukin neysla á áfengi hefði í för með sér fyrir heilsu fólks og kostnað samfélagsins. Hann hefði því skrifað fjármálaráðherra og óskað eftir upplýsingum um hvernig hann hyggðist framfylgja eftirliti með verslun með áfengi. „Takmarkanir á aðgengi eins og einkasala, með takmörkunum á opnunartímum og auglýsingabann eru meðal þeirra öflugustu forvarnaraðgerða sem við eigum,“ sagði Willum. Ásmundur Friðriksson þingmaður sjálfstæðisflokksins tjáði sig að auki um málið. Hann líkti heimsendingu á brennivíni við nútíma sprúttsölu eins og hún er framkvæmd. „Menn hringja bara á bíl og það er komið eftir hálftíma upp í rúm til fólks. Það þarf ekki einu sinni að klæða sig til að sækja þetta. Sendibílar í nágrannabyggðum hér eru fullir af brennivíni keyrandi heim til fólks alla daga vikunnar. Aðallega eldri borgarar sem sitja heima og drekka sig fulla á hverjum einasta degi. Þetta er orðið langstærsta vandamál SÁÁ.“
Áfengi og tóbak Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Fleiri fréttir Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sjá meira