Skynsamlegt að loka gluggum og setja á hringrásarstillingu í bílnum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. júní 2024 13:01 Gosmengun frá eldgosinu í Sundhnúksgígaröðinni liggur yfir höfuðborginni í dag. vísir Landris er hafið á nýjan leik undir Svartsengi og má því búast við að það gjósi aftur á Reykjanesskaganum. Gosmóða mælist yfir höfuðborginni og víðar á Suðurlandi og Suðvesturlandi og er fólki ráðlagt frá því að hreyfa sig utandyra. Benedikt Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofunni segir óljóst hver staðan á landrisinu sé en það muni koma í ljós á næstu dögum. Kvikuflæði sé inn í Svartsengi og gera megi ráð fyrir öðru gosi á svæðinu í bráð. Hækkun á fína svifrykinu Gosmóða frá eldgosinu í Sundhnúksgígaröðinni liggur yfir höfuðborginni sem mun samkvæmt verkefnastjóra hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur hafa áhrif á þá sem eru viðkvæmir í öndunarfærum. „Við sjáum á loftgæðamælistöðvunum í borginni hækkun á fína svifrykinu og við sjáum líka hækkun á brennisteinsdíoxíð. Það er einkennandi fyrir þessa gosmóðu að við getum illa mælt hana beint en við sjáum vísbendingarnar þegar gildin í fína svifrykinu hækka þannig að ástandið er ekkert sérstaklega gott,“ segir Svava S. Steinarsdóttir, verkefnastjóri hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Fólki ráðlagt frá hreyfingu utandyra Þeir sem eru hraustir gætu þó fundið fyrir sviða í öndunarfærum og slímhúð. Þá er fólki ráðlagt frá því að hreyfa sig utandyra. „Það eru leiðbeiningar inni á loftgæði.is til að styðjast við með útivist þegar gosmengun er í gangi.“ Svava segir skynsamlegt að loka gluggum á meðan móðan liggur yfir svæðinu. „Og reyna, að ef fólk er að keyra í borginni í einhvern tíma, að vera með hringrásina á í bílnum, að draga ekki loft inn í bílinn.“ Til hverra ná þessar leiðbeiningar, allra á höfuðborgarsvæðinu? „Já eins og þetta lítur út á gasdreifingarspá Veðurstofunnar og í mælistöðvunum þá virðist þetta dreifast yfir allt höfuðborgarsvæðið.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Loftgæði Tengdar fréttir Gosmóða yfir höfuðborgarsvæðinu í dag Aðeins meiri virkni var í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni í nótt en daginn áður og gígurinn ansi líflegur að sögn Bjarka Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. 11. júní 2024 07:41 Börn sofi ekki úti í gosmóðunni suðvestanlands Sýnileg gosmóða frá eldgosinu á Reykjanesi liggur yfir Suðvesturlandi. Mælt er gegn því að börn sofi úti og að viðkvæmir reynir á sig utandyra þegar móðan er sýnileg jafnvel þó að mengun mælist ekki yfir mörkum á loftgæðamælum. 23. apríl 2024 15:24 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Benedikt Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofunni segir óljóst hver staðan á landrisinu sé en það muni koma í ljós á næstu dögum. Kvikuflæði sé inn í Svartsengi og gera megi ráð fyrir öðru gosi á svæðinu í bráð. Hækkun á fína svifrykinu Gosmóða frá eldgosinu í Sundhnúksgígaröðinni liggur yfir höfuðborginni sem mun samkvæmt verkefnastjóra hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur hafa áhrif á þá sem eru viðkvæmir í öndunarfærum. „Við sjáum á loftgæðamælistöðvunum í borginni hækkun á fína svifrykinu og við sjáum líka hækkun á brennisteinsdíoxíð. Það er einkennandi fyrir þessa gosmóðu að við getum illa mælt hana beint en við sjáum vísbendingarnar þegar gildin í fína svifrykinu hækka þannig að ástandið er ekkert sérstaklega gott,“ segir Svava S. Steinarsdóttir, verkefnastjóri hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Fólki ráðlagt frá hreyfingu utandyra Þeir sem eru hraustir gætu þó fundið fyrir sviða í öndunarfærum og slímhúð. Þá er fólki ráðlagt frá því að hreyfa sig utandyra. „Það eru leiðbeiningar inni á loftgæði.is til að styðjast við með útivist þegar gosmengun er í gangi.“ Svava segir skynsamlegt að loka gluggum á meðan móðan liggur yfir svæðinu. „Og reyna, að ef fólk er að keyra í borginni í einhvern tíma, að vera með hringrásina á í bílnum, að draga ekki loft inn í bílinn.“ Til hverra ná þessar leiðbeiningar, allra á höfuðborgarsvæðinu? „Já eins og þetta lítur út á gasdreifingarspá Veðurstofunnar og í mælistöðvunum þá virðist þetta dreifast yfir allt höfuðborgarsvæðið.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Loftgæði Tengdar fréttir Gosmóða yfir höfuðborgarsvæðinu í dag Aðeins meiri virkni var í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni í nótt en daginn áður og gígurinn ansi líflegur að sögn Bjarka Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. 11. júní 2024 07:41 Börn sofi ekki úti í gosmóðunni suðvestanlands Sýnileg gosmóða frá eldgosinu á Reykjanesi liggur yfir Suðvesturlandi. Mælt er gegn því að börn sofi úti og að viðkvæmir reynir á sig utandyra þegar móðan er sýnileg jafnvel þó að mengun mælist ekki yfir mörkum á loftgæðamælum. 23. apríl 2024 15:24 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Gosmóða yfir höfuðborgarsvæðinu í dag Aðeins meiri virkni var í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni í nótt en daginn áður og gígurinn ansi líflegur að sögn Bjarka Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. 11. júní 2024 07:41
Börn sofi ekki úti í gosmóðunni suðvestanlands Sýnileg gosmóða frá eldgosinu á Reykjanesi liggur yfir Suðvesturlandi. Mælt er gegn því að börn sofi úti og að viðkvæmir reynir á sig utandyra þegar móðan er sýnileg jafnvel þó að mengun mælist ekki yfir mörkum á loftgæðamælum. 23. apríl 2024 15:24