Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur | Valskonur í undanúrslit eftir sex marka sigur Stefán Marteinn skrifar 11. júní 2024 18:33 Valskonur fóru létt með Lengjudeildarliðið Vísir / Anton Brink Íslandsmeistarar Vals unnu afskaplega öruggan 6-0 sigur gegn Lengjudeildarliði Grindavíkur í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna. Valsliðið byrjaði leikinn af krafti og pressaði Grindavíkurliðið hátt á vellinum strax á fyrstu mínútum leiksins. Valur leitaði mikið af sendingum á bakvið vörn Grindavíkur í svæði sem Ísabella Sara var dugleg að elta uppi. Það dró til tíðinda á 14. mínútu leiksins þegar umrædd Ísabella Sara Tryggvadóttir kom Val á bragðið. Nadía Atladóttir átti flottan bolta fyrir markið úti hægra meginn sem féll af varnarlínu Grindavíkur rétt út fyrir teig þar sem Ísabella Sara var mætt og kom sér í gott skotfæri og koma Val yfir. Valsliðið stýrði leiknum og komst Grindavíkurliðið lítið áleiðis. Dröfn Einarsdóttir komst næst því að valda ursla fyrir Grindavík í fyrri hálfleik þegar hún pressaði Fanney Ingu vel og hirti af henni boltann. Færið var hinsvegar mjög þröngt og Dröfn náði ekki að koma boltanum á markið. Valur tvöfaldaði forystu sína stuttu fyrir hálfleikinn. Það kom langur bolti fram sem Katie Cousins skallaði niður fyrir Nadíu Atladóttur og hún lét vaða í slánna og inn. Einhverjir vildu draga í efa að boltinn hafi farið allur inn en Bríet Bragadóttir og hennar teymi var fljótt að benda á miðlínuna og merki um mark og þar við sat þegar liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik. Grindavík kom grimmari út í síðari hálfleikinn en vantaði örlítið upp á gæðin framar á vellinum. Þrátt fyrir flotta byrjun á síðari hálfleiknum var það Valur sem náðu inn marki. Nadía Atladóttir skoraði og kom Val í 3-0 þegar rétt um tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum. Valur þjarmaði að marki Grindavíkur og fengu heldur betur færin til þess að bæta enn frekar við en varnarlína Grindavíkur og Katelyn Kellogg héldu vel. Á 74. mínútu skoraði Jasmín Erla Ingadóttir fjórða mark Vals eftir vandræðagang í vörn Grindavíkur. Snyrtilega klárað hjá varamanninum. Á 82. mínútu slapp Ragnheiður Tinna í gegnum vörn Vals og átti bara eftir að fara framhjá Fanney Ingu en Fanney Inga gerði vel og stökk á boltann. Valur keyrði upp völlinn og aftur var það Jasmín Erla sem náði að reka smiðshöggið á flotta skyndisókn Vals. Berglind Rós Ágústsdóttir skoraði sjötta mark Vals á 88. mínútu eftir frábæra fyrirgjöf. Valur sigraði með sex mörkum gegn engu og verða í pottinum þegar dregið verður í undanúrslit. Atvik leiksins Markið hjá Nadíu Atladóttur var mjög fallegt. Smellhitti boltann í slánna og inn. Má einnig nefna þriðja markið sem kýlir Grindavíkurliðið svolítið niður en mark Stjörnur og skúrkar Nadía Atladóttir skapaði ursla í fremstu víglínu Vals og skoraði tvö mörk. Ísabella Sara Tryggvadóttir var einnig öflug og áttu varnarmenn Grindavíkur í stökustu vandræðum með að halda í við hana. Innkoma Jasmín Erlu Ingadóttur var einnig stórkostleg en hún setti tvö mörk í kvöld. Dómarar Bríet Bragadóttir dæmdi þennan leik og henni til aðstoðar voru Jakub Marcin Róg og Sigurður Schram. Guðmundur Páll Friðbertsson var fjórði dómari og Ólafur Ingi Guðmundsson var eftirlitsdómari. Ekkert út á teymið að setja í dag. Engar furðulega ákvarðanir og tiltölulega auðveldur leikur að dæma. Virkilega vel að þessum leik staðið. Stemning og umgjörð Stemningin var þokkaleg og ágætlega mætt. Samheldni virðist fylgja Grindvíkingum sem hafa verið dugleg við að fjölmenna á kappleiki Grindavíkur. Það voru nokkrir Valsarar sem létu sig ekki heldur vanta. Umgjörðin var flott og búið að kynda upp í grillinu og sjoppan var opin svo það var eitthvað fyrir alla í stúkunni. „Komnar í undanúrslit þannig bara eitt skref í einu“ Nadía Atladóttir skoraði mark og gaf stoðsendingu í leik kvöldsins. „Alltaf gaman að vinna og hvað þá í bikar,“ sagði Nadía Atladóttir eftir sigurinn í dag. Nadía Atladóttir átti frábæran leik í liði Vals í dag en hún skoraði tvö mörk og var sífellt ógnandi í liði Vals. „Við vissum að við þyrftum að vera þolinmóðar, halda vel í boltann og hreyfa boltann hratt. Við gerðum það frekar vel í dag og skoruðum sex mörk þannig þetta var bara frekar fínt.“ Valur leiddi með tveimur mörkum í hálfleik en settu svo fjögur í síðari hálfleiknum. „Mér fannst þær bara svolítið þreytast í seinni hálfleik og við áttum auka orku inni og það var kannski bara svolítið staðan.“ Nadía Atladóttir varð bikarmeistari á síðasta ári með Víkingi R en er þó ekkert farinn að huga að því að mögulega vinna bikarinn aftur. „Við erum ekki komin svo langt. Það er bara einn leikur í einu. Við erum bara komnar í undanúrslit þannig bara eitt skref í einu.“ Aðspurð um óska mótherja hefur Nadía Atladóttir engan slíkan en var þó til í heimaleik. „Nei ég er bara til í hvað sem er. Bara hvað sem kemur upp úr skálinni. Alltaf gaman að spila á Valsvelli þannig ég vil heimaleik.“ Anton Ingi: Hefðum viljað skora og ná að fagna allavega einu sinni Anton Ingi er á sínu öðru tímabili sem þjálfari GrindavíkurVíkurfrétt „Fínn leikur fram að fyrri hálfleik. Erum að spila við besta lið landsins og það er krefjandi en við lögðum vel í þetta en hefði viljað hafa þetta tveimur, þremur mörkum minna.“ Sagði Anton Ingi Rúnarsson þjálfari Grindavíkur. Grindavík sem spilar í Lengjudeild kvenna mátuðu sig við eitt besta lið landsins í kvöld. „Það er mjög gaman og gott fyrir stelpurnar að sjá og meta hvar þær standa gangvart svona liðum og leikja prógrammið okkar er þétt. Við eigum leik aftur á föstudaginn þannig við þurftum að draga aðeins úr í seinni hálfleiknum og það kostaði svolítið af mörkum.“ Grindavík fékk færi til þess að skora í leiknum og Anton Ingi hefði viljað sjá sínar stelpur ná inn marki í leiknum. „Já við hefðum viljað skorað. Allavega náð að fagna einu sinni. Það hefði verið mjög gott og við fengum alveg færin til þess, sérstaklega í seinni hálfleik.“ Valur leiddi með tveimur mörkum í fyrri hálfleik og bættu svo við fjórum mörkum í þeim síðari en hvað gerðist þar? „Við ákváðum að fara aðeins út úr skelinni í hálfleik. Við vorum varnarsinnaðari í fyrri hálfleik og ætluðum að setja á þær í seinni. Pressuðum þær svolítið þarna fyrstu tíu, fimmtán mínúturnar og þá fáum við þriðja markið á okkur og þá svolítið deyr stemningin með þessu og þá fylgja oft mörk í kjölfarið eins og í dag. “ Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar kvenna UMF Grindavík Valur
Íslandsmeistarar Vals unnu afskaplega öruggan 6-0 sigur gegn Lengjudeildarliði Grindavíkur í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna. Valsliðið byrjaði leikinn af krafti og pressaði Grindavíkurliðið hátt á vellinum strax á fyrstu mínútum leiksins. Valur leitaði mikið af sendingum á bakvið vörn Grindavíkur í svæði sem Ísabella Sara var dugleg að elta uppi. Það dró til tíðinda á 14. mínútu leiksins þegar umrædd Ísabella Sara Tryggvadóttir kom Val á bragðið. Nadía Atladóttir átti flottan bolta fyrir markið úti hægra meginn sem féll af varnarlínu Grindavíkur rétt út fyrir teig þar sem Ísabella Sara var mætt og kom sér í gott skotfæri og koma Val yfir. Valsliðið stýrði leiknum og komst Grindavíkurliðið lítið áleiðis. Dröfn Einarsdóttir komst næst því að valda ursla fyrir Grindavík í fyrri hálfleik þegar hún pressaði Fanney Ingu vel og hirti af henni boltann. Færið var hinsvegar mjög þröngt og Dröfn náði ekki að koma boltanum á markið. Valur tvöfaldaði forystu sína stuttu fyrir hálfleikinn. Það kom langur bolti fram sem Katie Cousins skallaði niður fyrir Nadíu Atladóttur og hún lét vaða í slánna og inn. Einhverjir vildu draga í efa að boltinn hafi farið allur inn en Bríet Bragadóttir og hennar teymi var fljótt að benda á miðlínuna og merki um mark og þar við sat þegar liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik. Grindavík kom grimmari út í síðari hálfleikinn en vantaði örlítið upp á gæðin framar á vellinum. Þrátt fyrir flotta byrjun á síðari hálfleiknum var það Valur sem náðu inn marki. Nadía Atladóttir skoraði og kom Val í 3-0 þegar rétt um tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum. Valur þjarmaði að marki Grindavíkur og fengu heldur betur færin til þess að bæta enn frekar við en varnarlína Grindavíkur og Katelyn Kellogg héldu vel. Á 74. mínútu skoraði Jasmín Erla Ingadóttir fjórða mark Vals eftir vandræðagang í vörn Grindavíkur. Snyrtilega klárað hjá varamanninum. Á 82. mínútu slapp Ragnheiður Tinna í gegnum vörn Vals og átti bara eftir að fara framhjá Fanney Ingu en Fanney Inga gerði vel og stökk á boltann. Valur keyrði upp völlinn og aftur var það Jasmín Erla sem náði að reka smiðshöggið á flotta skyndisókn Vals. Berglind Rós Ágústsdóttir skoraði sjötta mark Vals á 88. mínútu eftir frábæra fyrirgjöf. Valur sigraði með sex mörkum gegn engu og verða í pottinum þegar dregið verður í undanúrslit. Atvik leiksins Markið hjá Nadíu Atladóttur var mjög fallegt. Smellhitti boltann í slánna og inn. Má einnig nefna þriðja markið sem kýlir Grindavíkurliðið svolítið niður en mark Stjörnur og skúrkar Nadía Atladóttir skapaði ursla í fremstu víglínu Vals og skoraði tvö mörk. Ísabella Sara Tryggvadóttir var einnig öflug og áttu varnarmenn Grindavíkur í stökustu vandræðum með að halda í við hana. Innkoma Jasmín Erlu Ingadóttur var einnig stórkostleg en hún setti tvö mörk í kvöld. Dómarar Bríet Bragadóttir dæmdi þennan leik og henni til aðstoðar voru Jakub Marcin Róg og Sigurður Schram. Guðmundur Páll Friðbertsson var fjórði dómari og Ólafur Ingi Guðmundsson var eftirlitsdómari. Ekkert út á teymið að setja í dag. Engar furðulega ákvarðanir og tiltölulega auðveldur leikur að dæma. Virkilega vel að þessum leik staðið. Stemning og umgjörð Stemningin var þokkaleg og ágætlega mætt. Samheldni virðist fylgja Grindvíkingum sem hafa verið dugleg við að fjölmenna á kappleiki Grindavíkur. Það voru nokkrir Valsarar sem létu sig ekki heldur vanta. Umgjörðin var flott og búið að kynda upp í grillinu og sjoppan var opin svo það var eitthvað fyrir alla í stúkunni. „Komnar í undanúrslit þannig bara eitt skref í einu“ Nadía Atladóttir skoraði mark og gaf stoðsendingu í leik kvöldsins. „Alltaf gaman að vinna og hvað þá í bikar,“ sagði Nadía Atladóttir eftir sigurinn í dag. Nadía Atladóttir átti frábæran leik í liði Vals í dag en hún skoraði tvö mörk og var sífellt ógnandi í liði Vals. „Við vissum að við þyrftum að vera þolinmóðar, halda vel í boltann og hreyfa boltann hratt. Við gerðum það frekar vel í dag og skoruðum sex mörk þannig þetta var bara frekar fínt.“ Valur leiddi með tveimur mörkum í hálfleik en settu svo fjögur í síðari hálfleiknum. „Mér fannst þær bara svolítið þreytast í seinni hálfleik og við áttum auka orku inni og það var kannski bara svolítið staðan.“ Nadía Atladóttir varð bikarmeistari á síðasta ári með Víkingi R en er þó ekkert farinn að huga að því að mögulega vinna bikarinn aftur. „Við erum ekki komin svo langt. Það er bara einn leikur í einu. Við erum bara komnar í undanúrslit þannig bara eitt skref í einu.“ Aðspurð um óska mótherja hefur Nadía Atladóttir engan slíkan en var þó til í heimaleik. „Nei ég er bara til í hvað sem er. Bara hvað sem kemur upp úr skálinni. Alltaf gaman að spila á Valsvelli þannig ég vil heimaleik.“ Anton Ingi: Hefðum viljað skora og ná að fagna allavega einu sinni Anton Ingi er á sínu öðru tímabili sem þjálfari GrindavíkurVíkurfrétt „Fínn leikur fram að fyrri hálfleik. Erum að spila við besta lið landsins og það er krefjandi en við lögðum vel í þetta en hefði viljað hafa þetta tveimur, þremur mörkum minna.“ Sagði Anton Ingi Rúnarsson þjálfari Grindavíkur. Grindavík sem spilar í Lengjudeild kvenna mátuðu sig við eitt besta lið landsins í kvöld. „Það er mjög gaman og gott fyrir stelpurnar að sjá og meta hvar þær standa gangvart svona liðum og leikja prógrammið okkar er þétt. Við eigum leik aftur á föstudaginn þannig við þurftum að draga aðeins úr í seinni hálfleiknum og það kostaði svolítið af mörkum.“ Grindavík fékk færi til þess að skora í leiknum og Anton Ingi hefði viljað sjá sínar stelpur ná inn marki í leiknum. „Já við hefðum viljað skorað. Allavega náð að fagna einu sinni. Það hefði verið mjög gott og við fengum alveg færin til þess, sérstaklega í seinni hálfleik.“ Valur leiddi með tveimur mörkum í fyrri hálfleik og bættu svo við fjórum mörkum í þeim síðari en hvað gerðist þar? „Við ákváðum að fara aðeins út úr skelinni í hálfleik. Við vorum varnarsinnaðari í fyrri hálfleik og ætluðum að setja á þær í seinni. Pressuðum þær svolítið þarna fyrstu tíu, fimmtán mínúturnar og þá fáum við þriðja markið á okkur og þá svolítið deyr stemningin með þessu og þá fylgja oft mörk í kjölfarið eins og í dag. “
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti