Í yfirlýsingu frá samtökunum þrettán er farið yfir breytingar frumvarpsins og athugasemdum samtakanna gerð ítarleg skil. Samtökin sem skrifa undir eru Ungheill, ungmennaráð Barnaheilla, Q-félag hinsegin stúdenta, Röskva- samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, Ungliðahreyfing Íslandsdeildar Amnesty International, Háskólahreyfing Amnesty, Femínistafélag Háskóla Íslands. Antirasistarnir, Ungir umhverfissinnar, Ungmennaráð UNICEF, Ungmennaráð UN women, Ungt jafnaðarfólk, Ungir píratar og Ungir sósíalistar.
„Lög um alþjóðlega vernd verða að vera gerð með mannréttindi að leiðarljósi,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu samtakanna. Þar kemur fram að sem ungmenni hafi þau „verulegar áhyggjur af áframhaldandi neikvæðri þróun núverandi ríkisstjórnar í málefnum útlendinga“.
Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögunum fer í þriðju og síðustu umræðu á Alþingi á næstu dögum. Eftir það verður það að öllum líkindum samþykkt. Í frumvarpinu er verið að gera breytingar á skilyrðum um fjölskyldusameiningar og fyrirkomulagi í kærunefnd útlendingamála sem dæmi.
„Vert er að hafa í huga að einstaklingar flýja ekki aðeins land sitt vegna stríðsátaka, heldur einnig vegna loftslagsáhrifa, ofsókna vegna trúarbragða, kynhneigðar og kyns svo eitthvað sé nefnt. Á heimsvísu neyðast stúlkur og konur til að flýja heimaland sitt vegna ótta við limlestingar, þvinguð hjónabönd og kynbundið ofbeldi. Lög um alþjóðlega vernd þurfa að taka tillit til mismunandi aðstæður einstaklinga. Hröðun málsmeðferðartíma og lækkun kostnaðar má ekkHagsmunir barna ekki „tromp spil“ og niðurstaða umboðsmanns ótæki koma niður á grundvallarréttindum einstaklinga,“ segir í yfirlýsingu samtakanna og að félögin krefjist þess að ný útlendingalög verði samin í samráði við sérfræðinga í málaflokknum, mannréttindasamtök og hagsmunaaðila.
„Lög um alþjóðlega vernd verða að vera gerð með mannréttindi að leiðarljósi.“