„Við viljum stöðva þessa þróun“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. júní 2024 20:00 Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, segist líta þessa óheillaþróun alvarlegum augum. Vísir/EinarÁrnason Banaslysið í Borgarfirði í gær var það ellefta sem varð í umferðinni það sem af er ári. Samskiptastjóri hjá Samgöngustofu segir að horfa þurfi fimm ár aftur í tímann til að sjá tveggja stafa tölu yfir banaslys. Í tilkynningu frá lögreglu segir að banaslysið hafi orðið á Vesturlandsvegi skammt frá Hraunsnefi í Norðurárdal í Borgarfirði á níunda tímanum í gær. Ökumaður fólksbíls lést eftir árekstur við jeppa sem kom úr gagnstæðri átt en flytja þurfti bæði ökumann og farþega jeppans með þyrlu Landhelgisgæslunnar til aðhlynningar á Landspítala. Tildrög slyssins eru til rannsóknar. „Það hafa hræðilega margir látist í umferðinni það sem af er ári og við viljum að sjálfsögðu ekki sjá þessa þróun halda áfram. Árið byrjaði illa og hefur ekki farið batnandi,“ segir Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. Ellefu banaslys hafa nú orðið það sem af er ári. „Við erum í rauninni að horfa á afturhvarf sirka fimm ár aftur í tímann, þá vorum við með tveggja stafa tölu yfir látna í umferðinni á hverju ári í nokkur ár en þetta höfum við ekki séð síðan 2018. Við höfum bara verulegar áhyggjur af stöðunni og teljum að þurfi að skoða sérstaklega með hvaða hætti við getum brugðist við.“ Þórhildur segir áskoranirnar í umferðinni mun fjölbreyttari en áður. „Það er að sjálfsögðu þessi tækni, farsímanotkunin. Ferðafólki hefur fjölgað gríðarlega og það eru miklu fleiri á ferðinni úti á vegum, það er annað, og svo eru það fjölbreyttari ferðamátar og allt kallar þetta á enn meiri aðgát.“ Heildarfjöldi banaslysa var 18 árið 2018, en á bilinu sex til níu frá 2020-2022. Þá létust átta í umferðinni í fyrra. „Í dag er 10. júní og við vitum að ellefu manneskjur hafa látið lífið í umferðinni á Íslandi. Við viljum stöðva þessa þróun.“ Samgönguslys Umferðaröryggi Tengdar fréttir Banaslys á Vesturlandsvegi í Borgarfirði Banaslys varð á Vesturlandsvegi skammt frá Hraunsnefi í Norðurárdal í Borgarfirði á níunda tímanum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 10. júní 2024 10:25 Líta fjölda látinna í umferðinni alvarlegum augum Ellefu manns hafa látið lífið í umferðinni það sem af er ári og er þetta mikil aukning miðað við síðustu nokkur ár. Þórhildur Elínardóttir samskiptastjóri segir Samgöngustofu líta stöðuna mjög alvarlegum augum og að hún kalli á skoðun. 10. júní 2024 14:22 Fluttur á sjúkrahús eftir árekstur nærri Hvalfjarðargöngum Einn var fluttur til skoðunar á sjúkrahúsi á Akranesi eftir árekstur tveggja fólksbíla á gatnamótum Vesturlandsvegar og Hvalfjarðarvegar nú síðdegis. Fimm manns voru í bílunum sem eru sagðir mikið skemmdir. 7. júní 2024 17:32 Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins Trudeau segir af sér „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Sjá meira
Í tilkynningu frá lögreglu segir að banaslysið hafi orðið á Vesturlandsvegi skammt frá Hraunsnefi í Norðurárdal í Borgarfirði á níunda tímanum í gær. Ökumaður fólksbíls lést eftir árekstur við jeppa sem kom úr gagnstæðri átt en flytja þurfti bæði ökumann og farþega jeppans með þyrlu Landhelgisgæslunnar til aðhlynningar á Landspítala. Tildrög slyssins eru til rannsóknar. „Það hafa hræðilega margir látist í umferðinni það sem af er ári og við viljum að sjálfsögðu ekki sjá þessa þróun halda áfram. Árið byrjaði illa og hefur ekki farið batnandi,“ segir Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. Ellefu banaslys hafa nú orðið það sem af er ári. „Við erum í rauninni að horfa á afturhvarf sirka fimm ár aftur í tímann, þá vorum við með tveggja stafa tölu yfir látna í umferðinni á hverju ári í nokkur ár en þetta höfum við ekki séð síðan 2018. Við höfum bara verulegar áhyggjur af stöðunni og teljum að þurfi að skoða sérstaklega með hvaða hætti við getum brugðist við.“ Þórhildur segir áskoranirnar í umferðinni mun fjölbreyttari en áður. „Það er að sjálfsögðu þessi tækni, farsímanotkunin. Ferðafólki hefur fjölgað gríðarlega og það eru miklu fleiri á ferðinni úti á vegum, það er annað, og svo eru það fjölbreyttari ferðamátar og allt kallar þetta á enn meiri aðgát.“ Heildarfjöldi banaslysa var 18 árið 2018, en á bilinu sex til níu frá 2020-2022. Þá létust átta í umferðinni í fyrra. „Í dag er 10. júní og við vitum að ellefu manneskjur hafa látið lífið í umferðinni á Íslandi. Við viljum stöðva þessa þróun.“
Samgönguslys Umferðaröryggi Tengdar fréttir Banaslys á Vesturlandsvegi í Borgarfirði Banaslys varð á Vesturlandsvegi skammt frá Hraunsnefi í Norðurárdal í Borgarfirði á níunda tímanum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 10. júní 2024 10:25 Líta fjölda látinna í umferðinni alvarlegum augum Ellefu manns hafa látið lífið í umferðinni það sem af er ári og er þetta mikil aukning miðað við síðustu nokkur ár. Þórhildur Elínardóttir samskiptastjóri segir Samgöngustofu líta stöðuna mjög alvarlegum augum og að hún kalli á skoðun. 10. júní 2024 14:22 Fluttur á sjúkrahús eftir árekstur nærri Hvalfjarðargöngum Einn var fluttur til skoðunar á sjúkrahúsi á Akranesi eftir árekstur tveggja fólksbíla á gatnamótum Vesturlandsvegar og Hvalfjarðarvegar nú síðdegis. Fimm manns voru í bílunum sem eru sagðir mikið skemmdir. 7. júní 2024 17:32 Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins Trudeau segir af sér „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Sjá meira
Banaslys á Vesturlandsvegi í Borgarfirði Banaslys varð á Vesturlandsvegi skammt frá Hraunsnefi í Norðurárdal í Borgarfirði á níunda tímanum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 10. júní 2024 10:25
Líta fjölda látinna í umferðinni alvarlegum augum Ellefu manns hafa látið lífið í umferðinni það sem af er ári og er þetta mikil aukning miðað við síðustu nokkur ár. Þórhildur Elínardóttir samskiptastjóri segir Samgöngustofu líta stöðuna mjög alvarlegum augum og að hún kalli á skoðun. 10. júní 2024 14:22
Fluttur á sjúkrahús eftir árekstur nærri Hvalfjarðargöngum Einn var fluttur til skoðunar á sjúkrahúsi á Akranesi eftir árekstur tveggja fólksbíla á gatnamótum Vesturlandsvegar og Hvalfjarðarvegar nú síðdegis. Fimm manns voru í bílunum sem eru sagðir mikið skemmdir. 7. júní 2024 17:32