Endurvekjum skikkjuna strax! Samúel Karl Ólason skrifar 11. júní 2024 09:00 Ég er oftar en ekki reiður yfir einhverju og yfirleitt einhverju smávægilegu. Eitt mitt minnisstæðasta og mögulega alvarlegasta bræðiskast átti sér þó stað niður í miðbæ, seint að kvöldi og fyrir all mörgum árum. Þar sá ég nefnilega mann í einskonar skikkju, eins og ekkert væri sjálfsagðara. Ég varð fjúkandi reiður, út af því að þarna var þessi heimsfrægi tónlistarmaður bara að spjalla við vin sinn í skikkju og enginn sagði neitt! Hér er best að taka fram að ég var alls ekki reiður út í hann. Hann leit stórkostlega út. Ég var reiður út í þetta skítasamfélag okkar, því ég tel mig fullvissan um að ég kæmist aldrei upp með það að mæta í bæinn í skikkju/herðaslá, eflaust stórglæsilegur, og vera ekki litinn hornauga eða áreittur af einhverjum fávitum sem benda á mig og spyrja hvort ég ætli að reyna að sjúga blóðið úr þeim. Ef Jónsi í Sigurrós (held ég, ástandið á mér var ekkert frábært þarna) má vera í skikkju niðri í bæ, þá vil ég fá að gera það líka. Ég hef lengi ætlað mér að skrifa þessa grein en setið á mér af ótta við viðbrögð samfélagsins. Það er ekki auðvelt að stíga fram sem skikkjuunnandi en ég tel okkur vera mun fleiri en fólk áttar sig á. Skikkjur eru nefnilega klikkaðar og það sama má segja um fínar herðaslár/kápur en þrátt fyrir það þurfa ég og aðrir eins og ég að læðast um í skuggasundum samfélagsins. Skikkjur eru einhverjar heimsins bestu flíkur, á eftir kvart- og stuttbuxum, og ég kalla eftir því við Íslendingar girðum okkur loksins í brók og gerum skikkjur aftur samfélagslega gjaldgengar í daglegu amstri. Er kaldur vindur úti? Skikkja bjargar því. Er rigning eða snjókoma? Skikkjan kemur til bjargar. Þarftu að fela þig fyrir drýslum og austurmönnum? Sumar skikkjur geta reddað því. Skikkjur geta hentað við nánast hvaða tilefni sem er, enda voru þær vinsæll klæðnaður í hundruð ára. Með einu litlu, en samt risastóru, samfélagslegu átaki, getum við Íslendingar stigið fyrstu skrefin í þessari mikilvægu og heimslægu baráttu. Kynnum skikkjur/herðaslár betur fyrir börnunum okkar og skilum skikkjuskömminni þangað sem hún á heima. Saman getum við dregið skikkjur aftur í dagsljósið, breitt þær yfir herðar okkar og bætt samfélagið til muna! Höfundur er blaðamaður og stoltur unnandi skikkja. Ég á samt enga almennilega skikkju enn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tíska og hönnun Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Ég er oftar en ekki reiður yfir einhverju og yfirleitt einhverju smávægilegu. Eitt mitt minnisstæðasta og mögulega alvarlegasta bræðiskast átti sér þó stað niður í miðbæ, seint að kvöldi og fyrir all mörgum árum. Þar sá ég nefnilega mann í einskonar skikkju, eins og ekkert væri sjálfsagðara. Ég varð fjúkandi reiður, út af því að þarna var þessi heimsfrægi tónlistarmaður bara að spjalla við vin sinn í skikkju og enginn sagði neitt! Hér er best að taka fram að ég var alls ekki reiður út í hann. Hann leit stórkostlega út. Ég var reiður út í þetta skítasamfélag okkar, því ég tel mig fullvissan um að ég kæmist aldrei upp með það að mæta í bæinn í skikkju/herðaslá, eflaust stórglæsilegur, og vera ekki litinn hornauga eða áreittur af einhverjum fávitum sem benda á mig og spyrja hvort ég ætli að reyna að sjúga blóðið úr þeim. Ef Jónsi í Sigurrós (held ég, ástandið á mér var ekkert frábært þarna) má vera í skikkju niðri í bæ, þá vil ég fá að gera það líka. Ég hef lengi ætlað mér að skrifa þessa grein en setið á mér af ótta við viðbrögð samfélagsins. Það er ekki auðvelt að stíga fram sem skikkjuunnandi en ég tel okkur vera mun fleiri en fólk áttar sig á. Skikkjur eru nefnilega klikkaðar og það sama má segja um fínar herðaslár/kápur en þrátt fyrir það þurfa ég og aðrir eins og ég að læðast um í skuggasundum samfélagsins. Skikkjur eru einhverjar heimsins bestu flíkur, á eftir kvart- og stuttbuxum, og ég kalla eftir því við Íslendingar girðum okkur loksins í brók og gerum skikkjur aftur samfélagslega gjaldgengar í daglegu amstri. Er kaldur vindur úti? Skikkja bjargar því. Er rigning eða snjókoma? Skikkjan kemur til bjargar. Þarftu að fela þig fyrir drýslum og austurmönnum? Sumar skikkjur geta reddað því. Skikkjur geta hentað við nánast hvaða tilefni sem er, enda voru þær vinsæll klæðnaður í hundruð ára. Með einu litlu, en samt risastóru, samfélagslegu átaki, getum við Íslendingar stigið fyrstu skrefin í þessari mikilvægu og heimslægu baráttu. Kynnum skikkjur/herðaslár betur fyrir börnunum okkar og skilum skikkjuskömminni þangað sem hún á heima. Saman getum við dregið skikkjur aftur í dagsljósið, breitt þær yfir herðar okkar og bætt samfélagið til muna! Höfundur er blaðamaður og stoltur unnandi skikkja. Ég á samt enga almennilega skikkju enn.
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar