Biden ber ekki vitni í eigin sakamáli Kjartan Kjartansson skrifar 10. júní 2024 14:24 Hunter Biden mætir til dóms í Wilmington í Delaware á föstudag. Hann segist saklaus af því að hafa keypt byssu ólöglega fyrir sex árum. AP/Matt Slocum Verjandi Hunters Biden, sonar Bandaríkjaforseta, segir að hann beri ekki vitni við réttarhöldin yfir honum vegna skotvopnalagabrots. Nánustu aðstandendur hans hafa borið vitni um glímu hans við fíkn við réttarhöldin. Biden er ákærður fyrir að ljúga um fíkniefnaneyslu sína á opinberu eyðublaði þegar hann keypti sér skammbyssu árið 2018. Alríkislög banna fólki í virkri neyslu að kaupa skotvopn. Biden segist saklaus af ákærunni. Saksóknarar lögðu mál sitt í dóm fyrir helgi en verjendurnir kölluðu meðal annars eiganda byssubúðarinnar þar sem Biden keypti byssuna og Naomi Biden, dóttur hans til vitnis. Hún, fyrrverandi eiginkona Biden, fyrrverandi kærasta og mágkona hafa lýst því fyrir dómi hvernig þær fundu oft fíkniefni og tól sem tengjast fíkniefnaneyslu heima hjá honum. Þær hafi haft áhyggjur af versnandi fíknivanda hans. Biden tjáði dómaranum að hann hefði verið alsgáður frá árinu 2019, árinu eftir meint brot hans. Verjandi hans sagði kviðdómi við upphaf réttarhaldanna að Biden hefði ekki ætlað sér að blekkja yfirvöld vegna þess að hann hefði ekki litið á sjálfan sig sem fíkil á þeim tíma sem hann keypti byssuna. Byssan var í vörslu Biden í ellefu daga, allt þar til ekkja bróður hans fann hana og henti henni. Refsiviðmið fyrir brot af því tagi sem Biden er ákærður fyrir hljóða upp á fimmtán til tuttugu og eins mánaðar fangelsi. Reuters-fréttastofan segir að sakborningar hljóti þó oft vægari dóma. Bandaríkin Erlend sakamál Joe Biden Tengdar fréttir Réttarhöld yfir syni Biden hafin Alríkissaksóknarar lýstu Hunter Biden, syni Bandaríkjaforseta, sem dópista þegar réttarhöld yfir honum vegna skovopnalagabrota hófust í dag. Biden er ákærður fyrir að ljúga um fíknivanda sinn þegar hann keypti sér skammbyssu fyrir sex árum. 4. júní 2024 15:44 Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira
Biden er ákærður fyrir að ljúga um fíkniefnaneyslu sína á opinberu eyðublaði þegar hann keypti sér skammbyssu árið 2018. Alríkislög banna fólki í virkri neyslu að kaupa skotvopn. Biden segist saklaus af ákærunni. Saksóknarar lögðu mál sitt í dóm fyrir helgi en verjendurnir kölluðu meðal annars eiganda byssubúðarinnar þar sem Biden keypti byssuna og Naomi Biden, dóttur hans til vitnis. Hún, fyrrverandi eiginkona Biden, fyrrverandi kærasta og mágkona hafa lýst því fyrir dómi hvernig þær fundu oft fíkniefni og tól sem tengjast fíkniefnaneyslu heima hjá honum. Þær hafi haft áhyggjur af versnandi fíknivanda hans. Biden tjáði dómaranum að hann hefði verið alsgáður frá árinu 2019, árinu eftir meint brot hans. Verjandi hans sagði kviðdómi við upphaf réttarhaldanna að Biden hefði ekki ætlað sér að blekkja yfirvöld vegna þess að hann hefði ekki litið á sjálfan sig sem fíkil á þeim tíma sem hann keypti byssuna. Byssan var í vörslu Biden í ellefu daga, allt þar til ekkja bróður hans fann hana og henti henni. Refsiviðmið fyrir brot af því tagi sem Biden er ákærður fyrir hljóða upp á fimmtán til tuttugu og eins mánaðar fangelsi. Reuters-fréttastofan segir að sakborningar hljóti þó oft vægari dóma.
Bandaríkin Erlend sakamál Joe Biden Tengdar fréttir Réttarhöld yfir syni Biden hafin Alríkissaksóknarar lýstu Hunter Biden, syni Bandaríkjaforseta, sem dópista þegar réttarhöld yfir honum vegna skovopnalagabrota hófust í dag. Biden er ákærður fyrir að ljúga um fíknivanda sinn þegar hann keypti sér skammbyssu fyrir sex árum. 4. júní 2024 15:44 Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira
Réttarhöld yfir syni Biden hafin Alríkissaksóknarar lýstu Hunter Biden, syni Bandaríkjaforseta, sem dópista þegar réttarhöld yfir honum vegna skovopnalagabrota hófust í dag. Biden er ákærður fyrir að ljúga um fíknivanda sinn þegar hann keypti sér skammbyssu fyrir sex árum. 4. júní 2024 15:44