Almannahagsmunir að slíkar upplýsingar séu opinberar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. júní 2024 14:01 Herdís Gunnarsdóttir forstjóri Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála segir mikilvægt að fólk viti hvað er að fara úrskeiðis í velferðarmálum og hvað er verið að gera til að vinna að umbótum. Vísir Forstjóri Gæða-og eftirlitsstofnunar velferðarmála segir úrskurð Persónuverndar um greinargerð um meðferðarheimilið Laugaland/Varpholt hafa komið á óvart. Í honum fólst að fjarlægja þurfti greinargerð af vef stofnunarinnar. Slík mál eigi erindi við almenning og eigi ekki við um úttektir sem stofnunin vinnur að í dag. Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála þurfti um síðustu áramót eftir úrskurð Persónuverndar að fjarlægja greinargerð sem gerð var um meðferðarheimili fyrir unglinga, aðallega stelpur sem var staðsett á Varpholti og Laugalandi á árunum 1997-2007. Í skýrslunni sem hafði þá verið fjórtán mánuði í birtingu kom fram að næstum allir viðmælendur sem dvöldu á heimilinu hefðu upplifað andlegt ofbeldi eins og óttastjórnun, harðræði og niðurbrot. Um helmingur sagðist hafa hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi. Þá kom fram að eftirlit barnaverndaryfirvalda brást. Kom á óvart Herdís Gunnarsdóttir forstjóri Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála segir aðspurð að úrskurður Persónuverndar hafi komið á óvart. „Þetta kom mér svolítið á óvart. Þetta var auðvitað niðurstaða Persónuverndar sem við sem stjórnvald verðum að hlýta sama hversu sammála eða ósammála við erum honum. Hins vegar hefur þessi úrskurður engin áhrif á niðurstöðu rannsóknarinnar. Þá var lögð heilmikil vinna áður en við birtum greinargerðina á sínum tíma að yfirstrika allar viðkvæmar upplýsingar úr henni. Við nutum meira að segja ráðgjafar frá Persónuvernd um hvernig væri best að hafa þessu,“ segir Herdís. Þau sem voru sem ungmenni á meðferðarheimilinu geti ekki lengur fengið skýrsluna senda til sín. „Okkur er líka óheimilt að dreifa henni,“ segir Herdís. Fyrrverandi stjórnendur meðferðarheimilisins hafi kvartað til Persónuverndar. „Mér skilst að það hafi verið stjórnendur og þeir sem ráku heimilið sem sendu inn kvörtunina,“ segir Herdís. Ekki áhrif á birtingu annarra gagna Herdís segir að önnur lög hafi gilt um Gæða- og eftirlitsstofnun þegar greinargerðin var gerð en í dag og því um lagatæknilegt atriði að ræða. „Þetta hefur ekki áhrif á birtingu annarra greinargerða sem við erum að vinna í rauntíma. Stofnunin leggur mikla áherslu á að birta allar upplýsingar um eftirlit okkar sem varðar hagsmuni almennings í landinu,“ segir Herdís. Okkur finnst mikilvægt að fólk viti hvað er að fara úrskeiðis og hvað er verið að gera til að vinna að umbótum. Sérstök lög um eldri mál Herdís telur hins vegar heppilegast að sérstök lög verði sett í framtíðinni þegar ákveðið verður að rannsaka eldri mál. Þá mál sem hafa átt sér stað yfir langan tíma þar sem grunur vaknar um ofbeldi gagnvart börnum á opinberum stofnunum. „Ekki ósvipað og gert var með vöggustofuverkefnið. Það þyrfti að skapa sérstaka umgjörð í kringum rannsókn af þessum toga þegar þetta er svona langt aftur í tímann.Þessi úrskurður hefur hins vegar ekki áhrif á eftirlitsverkefni sem við sinnum í dag og birtingu á niðurstöðum þeirra,“ segir Herdís að lokum. Vistheimili Vistheimilin Ofbeldi gegn börnum Alþingi Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála þurfti um síðustu áramót eftir úrskurð Persónuverndar að fjarlægja greinargerð sem gerð var um meðferðarheimili fyrir unglinga, aðallega stelpur sem var staðsett á Varpholti og Laugalandi á árunum 1997-2007. Í skýrslunni sem hafði þá verið fjórtán mánuði í birtingu kom fram að næstum allir viðmælendur sem dvöldu á heimilinu hefðu upplifað andlegt ofbeldi eins og óttastjórnun, harðræði og niðurbrot. Um helmingur sagðist hafa hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi. Þá kom fram að eftirlit barnaverndaryfirvalda brást. Kom á óvart Herdís Gunnarsdóttir forstjóri Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála segir aðspurð að úrskurður Persónuverndar hafi komið á óvart. „Þetta kom mér svolítið á óvart. Þetta var auðvitað niðurstaða Persónuverndar sem við sem stjórnvald verðum að hlýta sama hversu sammála eða ósammála við erum honum. Hins vegar hefur þessi úrskurður engin áhrif á niðurstöðu rannsóknarinnar. Þá var lögð heilmikil vinna áður en við birtum greinargerðina á sínum tíma að yfirstrika allar viðkvæmar upplýsingar úr henni. Við nutum meira að segja ráðgjafar frá Persónuvernd um hvernig væri best að hafa þessu,“ segir Herdís. Þau sem voru sem ungmenni á meðferðarheimilinu geti ekki lengur fengið skýrsluna senda til sín. „Okkur er líka óheimilt að dreifa henni,“ segir Herdís. Fyrrverandi stjórnendur meðferðarheimilisins hafi kvartað til Persónuverndar. „Mér skilst að það hafi verið stjórnendur og þeir sem ráku heimilið sem sendu inn kvörtunina,“ segir Herdís. Ekki áhrif á birtingu annarra gagna Herdís segir að önnur lög hafi gilt um Gæða- og eftirlitsstofnun þegar greinargerðin var gerð en í dag og því um lagatæknilegt atriði að ræða. „Þetta hefur ekki áhrif á birtingu annarra greinargerða sem við erum að vinna í rauntíma. Stofnunin leggur mikla áherslu á að birta allar upplýsingar um eftirlit okkar sem varðar hagsmuni almennings í landinu,“ segir Herdís. Okkur finnst mikilvægt að fólk viti hvað er að fara úrskeiðis og hvað er verið að gera til að vinna að umbótum. Sérstök lög um eldri mál Herdís telur hins vegar heppilegast að sérstök lög verði sett í framtíðinni þegar ákveðið verður að rannsaka eldri mál. Þá mál sem hafa átt sér stað yfir langan tíma þar sem grunur vaknar um ofbeldi gagnvart börnum á opinberum stofnunum. „Ekki ósvipað og gert var með vöggustofuverkefnið. Það þyrfti að skapa sérstaka umgjörð í kringum rannsókn af þessum toga þegar þetta er svona langt aftur í tímann.Þessi úrskurður hefur hins vegar ekki áhrif á eftirlitsverkefni sem við sinnum í dag og birtingu á niðurstöðum þeirra,“ segir Herdís að lokum.
Vistheimili Vistheimilin Ofbeldi gegn börnum Alþingi Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira