Iðnaðarnjósnir raunveruleg ógn við íslensk fyrirtæki Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. júní 2024 21:00 Sigurður Hannesson er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Vísir/Egill Svokallaðar iðnaðarnjósnir eru raunveruleg ógn við íslensk fyrirtæki að sögn framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Utanríkisráðherra lítur það alvarlegum augum að hópar netþrjóta beiti njósnum hér á landi. Netöryggissérfræðingar hafa nýverið varað við hættulegum hópum netþrjóta sem gera atlögu að íslenskum innviðum og fyrirtækjum, meðal annars í þeim tilgangi að komast yfir viðkvæmar upplýsingar, til að mynda viðskiptaleyndarmál og hugverk. „Þetta er raunveruleg ógn og þetta er vaxandi ógn og þetta er skipulögð glæpastarfsemi. Þannig að þarna eru hópar sem eru mjög færir í þessum árásum,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Hann kveðst ekki vita um staðfest dæmi um iðnaðarnjósnir sem hafa heppnast á Íslandi, en ógnin sé fjölþætt. „Það er í fjárhagslegum tilgangi, til þess að valda skaða og jafnvel til þess að komast yfir einhvers konar upplýsingar eða gögn. Þetta er stórt vandamál,“ segir Sigurður. Víða erlendis, meðal annars á Norðurlöndum, hefur það færst í aukana að stórfyrirtæki, til að mynda í lyfja- og tæknigeira séu farin að gera bakgrunnsrannsóknir á starfsfólki áður en það er ráðið inn til að gæta að öryggi. „Við höfum ekki heyrt kannski um það. En ég efast ekki um það að það hafi orðið vitundarvakning í þessum málum þannig að það eru allir meira á varðbergi og passa upp á þessa hluti. Og það er auðvitað mikið mál að hleypa einhverjum inn á tölvukerfi, hvort sem að það er starfsmaður eða einhver annar,“ segir Sigurður. Ógnin beinist einnig gegn stjórnvöldum en dæmi eru um að hópar sem ganga erinda erlendra ríkja beiti njósnum gegn íslenskri stjórnsýslu. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra segir þetta mikið áhyggjuefni. „Þetta veldur okkur áhyggjum, þetta er alvarlegt og við höfum verk að vinna þegar kemur að frekari getu og burðum hér á landi til að koma í veg fyrir slíkt. Og þessar fjölþáttaógnir ríkja eru vaxandi og við erum ekki ónæm fyrir því frekar en önnur lönd,“ segir Þórdís. Öryggis- og varnarmál Netglæpir Netöryggi Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Sjá meira
Netöryggissérfræðingar hafa nýverið varað við hættulegum hópum netþrjóta sem gera atlögu að íslenskum innviðum og fyrirtækjum, meðal annars í þeim tilgangi að komast yfir viðkvæmar upplýsingar, til að mynda viðskiptaleyndarmál og hugverk. „Þetta er raunveruleg ógn og þetta er vaxandi ógn og þetta er skipulögð glæpastarfsemi. Þannig að þarna eru hópar sem eru mjög færir í þessum árásum,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Hann kveðst ekki vita um staðfest dæmi um iðnaðarnjósnir sem hafa heppnast á Íslandi, en ógnin sé fjölþætt. „Það er í fjárhagslegum tilgangi, til þess að valda skaða og jafnvel til þess að komast yfir einhvers konar upplýsingar eða gögn. Þetta er stórt vandamál,“ segir Sigurður. Víða erlendis, meðal annars á Norðurlöndum, hefur það færst í aukana að stórfyrirtæki, til að mynda í lyfja- og tæknigeira séu farin að gera bakgrunnsrannsóknir á starfsfólki áður en það er ráðið inn til að gæta að öryggi. „Við höfum ekki heyrt kannski um það. En ég efast ekki um það að það hafi orðið vitundarvakning í þessum málum þannig að það eru allir meira á varðbergi og passa upp á þessa hluti. Og það er auðvitað mikið mál að hleypa einhverjum inn á tölvukerfi, hvort sem að það er starfsmaður eða einhver annar,“ segir Sigurður. Ógnin beinist einnig gegn stjórnvöldum en dæmi eru um að hópar sem ganga erinda erlendra ríkja beiti njósnum gegn íslenskri stjórnsýslu. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra segir þetta mikið áhyggjuefni. „Þetta veldur okkur áhyggjum, þetta er alvarlegt og við höfum verk að vinna þegar kemur að frekari getu og burðum hér á landi til að koma í veg fyrir slíkt. Og þessar fjölþáttaógnir ríkja eru vaxandi og við erum ekki ónæm fyrir því frekar en önnur lönd,“ segir Þórdís.
Öryggis- og varnarmál Netglæpir Netöryggi Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Sjá meira