Aðgerðirnar voru gerðar í þeim tilgangi að kanna hvort um mögulegt mansal væri að ræða og eftir atvikum koma þolendum til hjálpar væri þess óskað. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er enginn í haldi vegna málsins vegna gruns um mansal.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðist í aðgerðir á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku í tengslum við vændisrannsókn. Höfð voru afskipti af og rætt við nokkurn fjölda einstaklinga sem tengjast auglýsingum fyrir vændi.
Aðgerðirnar voru gerðar í þeim tilgangi að kanna hvort um mögulegt mansal væri að ræða og eftir atvikum koma þolendum til hjálpar væri þess óskað. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er enginn í haldi vegna málsins vegna gruns um mansal.