19 ára stelpa á Selfossi útskrifuð sem vélvirki Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. júní 2024 08:04 Vigdís Jóna Árnadóttir vélvirki á Selfossi en hún var að útskrifast úr því námi við Fjölbrautaskóla Suðurlands. Magnús Hlynur Hreiðarsson 19 ára stelpa á Selfossi kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að því að sjóða saman hluti eða berja saman ýmsa hluti, en hún er fyrsti kvenkynsnemandinn við Fjölbrautaskóla Suðurlands til að útskrifast sem vélvirki. Fjölbrautaskóli Suðurlands á Selfossi var stofnaður 1981 og er því 43 ára gamall en það var gaman að segja frá því að við brautskráningu frá skólanum nýlega var fyrsta stelpan útskrifuð, sem vélvirki, eða Vigdís Jóna Árnadóttir, sem býr á bænum Ljónsstöðum rétt við Selfoss. Hún er á vinna hjá Blikk á Selfossi og stendur sig þar vel. „Ég er búin að vera umkringd vélum síðan ég fæddist. Þetta hefur alltaf verið áhugamál mitt. Núna er ég að sjóða saman veðurhlíf, sem fer á útvegg á sumarbústað og svo hef ég verð að setja upp loftræstikerfi og smíða hitt og þetta og klippa og beygja og ýmislegt annað”, segir Vigdís Jóna. Og er þetta ekki bara skemmtilegt? „Mjög, skemmtilegt og mjög gefandi. Það að geta skapað og gert eitthvað, sem maður sér afraksturinn af er það skemmtilegasta við vinnuna og það skemmir ekki hvað maður er með skemmtilega vinnufélaga,” segir Vigdís Jóna hlæjandi. „Það er ekki oft sem maður lendir á svona ungum einstaklingi, sem er bara rosalega viljugur til að koma sér í verkið og hún er líka rosalega frumstæði í vinnu, sýnir rosalega mikið frumkvæði,” segir Ómar Þór Arnar Gunnarsson stál- og blikksmiður og vinnufélagi Vigdísar Jónu. Ómar Þór Arnar Gunnarsson stál- og blikksmiður og vinnufélagi Vigdísar Jónu er mjög ánægður með hana í vinnu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvetur þú konur og stelpur til að læra vélvirkjun? „Já, allan daginn, mér finnst kynjahlutfallið aðeins of bjagað í þessum geira, það er bara svolítið þannig,” bætir Ómar við. Vigdís Jóna með vinnufélögum sínum, frá vinstri, Brynjar Atli Hafþórsson, Ómar þór Arndal Gunnarsson, hún sjálf, Björn Örlygsson og Sturla Hilmarsson.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað finnst vinkonum Vigdísar Jónu að hún hafi ákveðið að læra vélvirkjun? „Þeim finnst það mjög kúl, biðja mig um hjálp við bílana sína og eitthvað þannig.” Fjölbrautaskóli Suðurlands á Selfossi var stofnaður 1981 og er því 43 ára gamall en við brautskráningu frá skólanum nýlega var fyrsta stelpan útskrifuð, sem vélvirki, sem er Vigdís Jóna Árnadóttir, sem býr á bænum Ljónsstöðum rétt við Selfoss. Hún er á vinna hjá Blikk á Selfossi og stendur sig þar vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Skóla- og menntamál Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Fjölbrautaskóli Suðurlands á Selfossi var stofnaður 1981 og er því 43 ára gamall en það var gaman að segja frá því að við brautskráningu frá skólanum nýlega var fyrsta stelpan útskrifuð, sem vélvirki, eða Vigdís Jóna Árnadóttir, sem býr á bænum Ljónsstöðum rétt við Selfoss. Hún er á vinna hjá Blikk á Selfossi og stendur sig þar vel. „Ég er búin að vera umkringd vélum síðan ég fæddist. Þetta hefur alltaf verið áhugamál mitt. Núna er ég að sjóða saman veðurhlíf, sem fer á útvegg á sumarbústað og svo hef ég verð að setja upp loftræstikerfi og smíða hitt og þetta og klippa og beygja og ýmislegt annað”, segir Vigdís Jóna. Og er þetta ekki bara skemmtilegt? „Mjög, skemmtilegt og mjög gefandi. Það að geta skapað og gert eitthvað, sem maður sér afraksturinn af er það skemmtilegasta við vinnuna og það skemmir ekki hvað maður er með skemmtilega vinnufélaga,” segir Vigdís Jóna hlæjandi. „Það er ekki oft sem maður lendir á svona ungum einstaklingi, sem er bara rosalega viljugur til að koma sér í verkið og hún er líka rosalega frumstæði í vinnu, sýnir rosalega mikið frumkvæði,” segir Ómar Þór Arnar Gunnarsson stál- og blikksmiður og vinnufélagi Vigdísar Jónu. Ómar Þór Arnar Gunnarsson stál- og blikksmiður og vinnufélagi Vigdísar Jónu er mjög ánægður með hana í vinnu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvetur þú konur og stelpur til að læra vélvirkjun? „Já, allan daginn, mér finnst kynjahlutfallið aðeins of bjagað í þessum geira, það er bara svolítið þannig,” bætir Ómar við. Vigdís Jóna með vinnufélögum sínum, frá vinstri, Brynjar Atli Hafþórsson, Ómar þór Arndal Gunnarsson, hún sjálf, Björn Örlygsson og Sturla Hilmarsson.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað finnst vinkonum Vigdísar Jónu að hún hafi ákveðið að læra vélvirkjun? „Þeim finnst það mjög kúl, biðja mig um hjálp við bílana sína og eitthvað þannig.” Fjölbrautaskóli Suðurlands á Selfossi var stofnaður 1981 og er því 43 ára gamall en við brautskráningu frá skólanum nýlega var fyrsta stelpan útskrifuð, sem vélvirki, sem er Vigdís Jóna Árnadóttir, sem býr á bænum Ljónsstöðum rétt við Selfoss. Hún er á vinna hjá Blikk á Selfossi og stendur sig þar vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Skóla- og menntamál Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira