„Verður að virða myrkraöfl knattspyrnunnar“ Atli Arason skrifar 8. júní 2024 17:12 John Andrews fannst sínir leikmenn fara full mikið út úr leikplaninu. vísir/hulda margrét John Andrews, þjálfari Víkings, var ósáttur við tap sinna kvenna á heimavelli gegn Keflavík í Bestu-deild kvenna en kvaðst þó ánægður með frammistöðuna. Hann biðlar til leikmanna sinna virða myrkaöfl knattspyrnunnar, þegar andstæðingurinn reynir að hægja á leiknum. „Keflavík er gott lið og þær eru vel þjálfaðar. Þær gerðu svosem ekkert sem kom okkur á óvart, það var frekar að við komum okkur sjálfum á óvart með spilamennskunni. Hins vegar, þegar þú ert einu marki yfir á útivelli þá er eðlilegt að liðið hægir á leiknum. Það kallast að stjórna leiknum, þessi myrkaöfl knattspyrnunnar. Maður verður að virða það. Þetta er toppfótbolti í efstu deild og stelpurnar verða að aðlagast þessu,,“ sagði Andrews í viðtali við Vísi eftir leik. „Við þjörmuðum að þeim og reyndum okkar besta, það gekk upp í síðasta leik gegn FH en það gekk ekki í dag. Við erum öll mjög stolt af frammistöðu liðsins í dag en því miður skilaði það engu.“ Aðspurður taldi Andrews að sínir leikmenn hafi gleymt á köflum hvert leikplanið fyrir leik var. „Mér fannst við setja leikinn vel upp en við fórum aðeins of langt frá leikplaninu. Við viljum almennt teygja á andstæðingum okkar og nota plássið sem myndast í kjölfarið en við gerðum það ekki vel í dag. Nú þurfum við bara að snúa okkur aftur að teikniborðinu og undirbúa okkur betur fyrir næsta leik gegn Tindastól á sunnudag,“ svaraði Andrews, sem gat þó tekið jákvæða punkta úr tapinu í dag inn í næsta leik gegn Tindastól. „Við verðum að færast aftur nær okkar eigin leik til að eiga möguleika á því að sigra Tindastól. Við trúum því að við getum unnið hvaða lið sem er í þessari deild og höfum sýnt að við getum það þegar við spilum við stærri liðin. Fyrir næsta leik verðum við þó að sýna hærra orkustig og meira sjálfstraust. Við verðum að fara norður á sunnudag og virkilega setja pressu á Tindastól. Það hefur virkað fyrir okkur til lengri tíma og við verðum að sýna það aftur,“ sagði John Andrews, þjálfari Víkinga, að endingu. Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Keflavík ÍF Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
„Keflavík er gott lið og þær eru vel þjálfaðar. Þær gerðu svosem ekkert sem kom okkur á óvart, það var frekar að við komum okkur sjálfum á óvart með spilamennskunni. Hins vegar, þegar þú ert einu marki yfir á útivelli þá er eðlilegt að liðið hægir á leiknum. Það kallast að stjórna leiknum, þessi myrkaöfl knattspyrnunnar. Maður verður að virða það. Þetta er toppfótbolti í efstu deild og stelpurnar verða að aðlagast þessu,,“ sagði Andrews í viðtali við Vísi eftir leik. „Við þjörmuðum að þeim og reyndum okkar besta, það gekk upp í síðasta leik gegn FH en það gekk ekki í dag. Við erum öll mjög stolt af frammistöðu liðsins í dag en því miður skilaði það engu.“ Aðspurður taldi Andrews að sínir leikmenn hafi gleymt á köflum hvert leikplanið fyrir leik var. „Mér fannst við setja leikinn vel upp en við fórum aðeins of langt frá leikplaninu. Við viljum almennt teygja á andstæðingum okkar og nota plássið sem myndast í kjölfarið en við gerðum það ekki vel í dag. Nú þurfum við bara að snúa okkur aftur að teikniborðinu og undirbúa okkur betur fyrir næsta leik gegn Tindastól á sunnudag,“ svaraði Andrews, sem gat þó tekið jákvæða punkta úr tapinu í dag inn í næsta leik gegn Tindastól. „Við verðum að færast aftur nær okkar eigin leik til að eiga möguleika á því að sigra Tindastól. Við trúum því að við getum unnið hvaða lið sem er í þessari deild og höfum sýnt að við getum það þegar við spilum við stærri liðin. Fyrir næsta leik verðum við þó að sýna hærra orkustig og meira sjálfstraust. Við verðum að fara norður á sunnudag og virkilega setja pressu á Tindastól. Það hefur virkað fyrir okkur til lengri tíma og við verðum að sýna það aftur,“ sagði John Andrews, þjálfari Víkinga, að endingu.
Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Keflavík ÍF Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira