„Verður að virða myrkraöfl knattspyrnunnar“ Atli Arason skrifar 8. júní 2024 17:12 John Andrews fannst sínir leikmenn fara full mikið út úr leikplaninu. vísir/hulda margrét John Andrews, þjálfari Víkings, var ósáttur við tap sinna kvenna á heimavelli gegn Keflavík í Bestu-deild kvenna en kvaðst þó ánægður með frammistöðuna. Hann biðlar til leikmanna sinna virða myrkaöfl knattspyrnunnar, þegar andstæðingurinn reynir að hægja á leiknum. „Keflavík er gott lið og þær eru vel þjálfaðar. Þær gerðu svosem ekkert sem kom okkur á óvart, það var frekar að við komum okkur sjálfum á óvart með spilamennskunni. Hins vegar, þegar þú ert einu marki yfir á útivelli þá er eðlilegt að liðið hægir á leiknum. Það kallast að stjórna leiknum, þessi myrkaöfl knattspyrnunnar. Maður verður að virða það. Þetta er toppfótbolti í efstu deild og stelpurnar verða að aðlagast þessu,,“ sagði Andrews í viðtali við Vísi eftir leik. „Við þjörmuðum að þeim og reyndum okkar besta, það gekk upp í síðasta leik gegn FH en það gekk ekki í dag. Við erum öll mjög stolt af frammistöðu liðsins í dag en því miður skilaði það engu.“ Aðspurður taldi Andrews að sínir leikmenn hafi gleymt á köflum hvert leikplanið fyrir leik var. „Mér fannst við setja leikinn vel upp en við fórum aðeins of langt frá leikplaninu. Við viljum almennt teygja á andstæðingum okkar og nota plássið sem myndast í kjölfarið en við gerðum það ekki vel í dag. Nú þurfum við bara að snúa okkur aftur að teikniborðinu og undirbúa okkur betur fyrir næsta leik gegn Tindastól á sunnudag,“ svaraði Andrews, sem gat þó tekið jákvæða punkta úr tapinu í dag inn í næsta leik gegn Tindastól. „Við verðum að færast aftur nær okkar eigin leik til að eiga möguleika á því að sigra Tindastól. Við trúum því að við getum unnið hvaða lið sem er í þessari deild og höfum sýnt að við getum það þegar við spilum við stærri liðin. Fyrir næsta leik verðum við þó að sýna hærra orkustig og meira sjálfstraust. Við verðum að fara norður á sunnudag og virkilega setja pressu á Tindastól. Það hefur virkað fyrir okkur til lengri tíma og við verðum að sýna það aftur,“ sagði John Andrews, þjálfari Víkinga, að endingu. Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Keflavík ÍF Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Fótbolti Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira
„Keflavík er gott lið og þær eru vel þjálfaðar. Þær gerðu svosem ekkert sem kom okkur á óvart, það var frekar að við komum okkur sjálfum á óvart með spilamennskunni. Hins vegar, þegar þú ert einu marki yfir á útivelli þá er eðlilegt að liðið hægir á leiknum. Það kallast að stjórna leiknum, þessi myrkaöfl knattspyrnunnar. Maður verður að virða það. Þetta er toppfótbolti í efstu deild og stelpurnar verða að aðlagast þessu,,“ sagði Andrews í viðtali við Vísi eftir leik. „Við þjörmuðum að þeim og reyndum okkar besta, það gekk upp í síðasta leik gegn FH en það gekk ekki í dag. Við erum öll mjög stolt af frammistöðu liðsins í dag en því miður skilaði það engu.“ Aðspurður taldi Andrews að sínir leikmenn hafi gleymt á köflum hvert leikplanið fyrir leik var. „Mér fannst við setja leikinn vel upp en við fórum aðeins of langt frá leikplaninu. Við viljum almennt teygja á andstæðingum okkar og nota plássið sem myndast í kjölfarið en við gerðum það ekki vel í dag. Nú þurfum við bara að snúa okkur aftur að teikniborðinu og undirbúa okkur betur fyrir næsta leik gegn Tindastól á sunnudag,“ svaraði Andrews, sem gat þó tekið jákvæða punkta úr tapinu í dag inn í næsta leik gegn Tindastól. „Við verðum að færast aftur nær okkar eigin leik til að eiga möguleika á því að sigra Tindastól. Við trúum því að við getum unnið hvaða lið sem er í þessari deild og höfum sýnt að við getum það þegar við spilum við stærri liðin. Fyrir næsta leik verðum við þó að sýna hærra orkustig og meira sjálfstraust. Við verðum að fara norður á sunnudag og virkilega setja pressu á Tindastól. Það hefur virkað fyrir okkur til lengri tíma og við verðum að sýna það aftur,“ sagði John Andrews, þjálfari Víkinga, að endingu.
Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Keflavík ÍF Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Fótbolti Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira