Vinstri græn geti farið í sögubækurnar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. júní 2024 13:01 Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor. Vísir/Vilhelm Það er raunveruleg hætta á að Vinstri græn kveðji íslensk stjórnmál og fari í sögubækurnar, nái flokkurinn sér ekki á strik fyrir næstu kosningar. Þetta segir stjórnmálafræðingur sem segir einnig athyglisvert að landsfundur verði ekki haldinn fyrr en í október. Stjórn Vinstri Grænna ákvaðí gær að flýta landsfundi sínum sem annars hefði ekki átt að fara fram fyrr en á næsta ári. Ákvörðunin er viðbragð við brotthvarfi Katrínar Jakobsdóttur úr stjórnmálum, og hríðfallandi fylgi við flokkinn í skoðanakönnunum. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir athyglisvert að landsfundur verði ekki fyrr en í október, úr því að honum verður á annað borð flýtt.„Það er í það minnsta ekki verið að gera neitt áhlaup að því að klára þetta fyrr og skipta um forystu og stilla sér upp strax. Það er nú töluvert langt í október og ríkisstjórnin mun væntanlega sitja þá óhreyfð svona aðþví er virðist á meðan nema eitthvað sérstakt komi upp,“ segir Eiríkur.Flokksmenn hafa sagt nauðsynlegt að leita aftur í ræturnar og auka róttækni til vinstri, og á sama tíma halda ríkisstjórnarsamstarfi áfram með Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki. „Það getur verið flókinn jafnvægisleikur að reyna að endurnýja sig en sitja áfram í ríkisstjórn,“ segir Eiríkur. Þá sé það liðin tíð að rótgrónir flokkar gangi að fylgi sínu vísu. „Vinstri grænir teljast til þessa fjórflokks í gegnum forvera sína en það landslag er einfaldlega bara breytt og í rauninni það umhverfi bara algjörlega horfið.“Lífvænleiki eldri flokka sé engu meiri en annarra yngri flokka. „Það er raunveruleg hætta á því að vinstri grænir bara kveðji íslensk stjórnmál og fari í sögubækurnar ef að ekkert yrði að gert,“ segir Eiríkur Bergmann sem er stjórnmálafræðiprófessor við Háskólann á Bifröst. Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira
Stjórn Vinstri Grænna ákvaðí gær að flýta landsfundi sínum sem annars hefði ekki átt að fara fram fyrr en á næsta ári. Ákvörðunin er viðbragð við brotthvarfi Katrínar Jakobsdóttur úr stjórnmálum, og hríðfallandi fylgi við flokkinn í skoðanakönnunum. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir athyglisvert að landsfundur verði ekki fyrr en í október, úr því að honum verður á annað borð flýtt.„Það er í það minnsta ekki verið að gera neitt áhlaup að því að klára þetta fyrr og skipta um forystu og stilla sér upp strax. Það er nú töluvert langt í október og ríkisstjórnin mun væntanlega sitja þá óhreyfð svona aðþví er virðist á meðan nema eitthvað sérstakt komi upp,“ segir Eiríkur.Flokksmenn hafa sagt nauðsynlegt að leita aftur í ræturnar og auka róttækni til vinstri, og á sama tíma halda ríkisstjórnarsamstarfi áfram með Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki. „Það getur verið flókinn jafnvægisleikur að reyna að endurnýja sig en sitja áfram í ríkisstjórn,“ segir Eiríkur. Þá sé það liðin tíð að rótgrónir flokkar gangi að fylgi sínu vísu. „Vinstri grænir teljast til þessa fjórflokks í gegnum forvera sína en það landslag er einfaldlega bara breytt og í rauninni það umhverfi bara algjörlega horfið.“Lífvænleiki eldri flokka sé engu meiri en annarra yngri flokka. „Það er raunveruleg hætta á því að vinstri grænir bara kveðji íslensk stjórnmál og fari í sögubækurnar ef að ekkert yrði að gert,“ segir Eiríkur Bergmann sem er stjórnmálafræðiprófessor við Háskólann á Bifröst.
Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira