Íbúar óttast nýtt hverfi og að ekki verði tekið tillit til þeirra Lovísa Arnardóttir skrifar 6. júní 2024 23:55 Nýja hverfið og fundur bæjarstjórnar í dag. Samsett Hópur íbúa í Garðabæ skoðar nú að stofna hagsmunasamtök til að mótmæla fyrirhugaðri uppbyggingu í Arnarlandi í Garðabæ. Sigurður Hólmar Jóhannesson er hluti af þeim hópi. Hann mætti á fund bæjarstjórnar í dag, ásamt um þrettán öðrum, til að mótmæla samráðsleysi við íbúa. Hann segir íbúa ekki mótfallna uppbyggingu á svæðinu en þau telji að hún ætti að vera meira í takt við það sem fyrir er. „Við mættum nokkur til að sýna þeim að okkur er ekki sama um hvað gerist í hverfinu okkar. Þau greinilega voru ekki vön því að hafa gesti. Það kom dálítið á þau,“ segir Sigurður og að fundurinn hafi litast af nærveru þeirra. Bæjarstjórinn hafi í stuttu máli farið yfir framkvæmdirnar og næstu skref. Það sé enn tími til að breyta og gera athugasemdir. „Þó við höfum ekki sagt stakt orð þá vissum þau alveg af hverju við vorum þarna.“ Eftir viku er fyrirhugað að halda kynningarfund þar sem kynnt verður tillaga að skipulagi svæðisins. Í fréttatilkynningu á vef bæjarins segir að skipulagsnefnd bæjarins hafi samþykkt að vísa tillögu að deiliskipulagi Arnarlands til auglýsingar ásamt tillögu að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar 2016 til 2030 sem nær til sama svæðis. 500 íbúðir og heilsuklasi Arnarland er nýtt svæði sem á að byggja og er skipulagssvæðið um níu hektarar að stærð. Á vefsíðu Arnarlands kemur fram að svæðið afmarkast af Hafnarfjarðarvegi til vesturs, Arnarnesvegi til suðurs, Fífuhvammsvegi til austurs og sveitarfélagsmörkum Garðabæjar og Kópavogs til norðurs. Gert er ráð fyrir 500 íbúðum og heilsuklasa á svæðinu.Arnarland Gert er ráð fyrir að á svæðinu muni rísa allt að 500 íbúðir og heilsuklasi þar sem áhersla verður lögð á aðsetur fyrir fjölbreytt fyrirtæki tengd heilsu og hátækni. „Þessi lóð er í eigu einkaaðila og það er eins og það eigi að reyna að troða eins miklu byggingarmagni og hægt er á þennan litla reit. Án þess að það komi mótvægisaðgerðir,“ segir Sigurður og að enn sé of margt óljóst um til dæmis umferð til og frá svæðisins, hvort að Borgarlína muni aka þarna gegn og svo áhrif á aðrar byggingar og hverfi hvað varðar skugga til dæmis og vind. Of mörgum spurningum ósvöruðum Sigurður telur að þetta hafi áhrif á bæði Garðabæ og Kópavog en samkvæmt skipulagi er ekið inn í hverfið frá Fífuhvammsvegi. Á teikningum er gert ráð fyrir að Borgarlína aki í gegn en Sigurður segir að hann hafi ekki getað fengið það staðfest hjá Vegagerð að Borgarlínan muni aka þarna í gegn. Þannig sé enn oft margt óljóst. „Við erum að reyna að komast að því hvaða aðili hefur rétt fyrir sér í þessu. Fyrir okkur lítur þetta út eins og það eigi að skella þarna niður nýju þorpi og aðrir eigi bara að aðlagast því. Fyrir okkur sem búum á Arnarnesi þá eru þetta blokkir sem munu rísa í bakgarðinum okkar. Við munum ekki sjá til sólar frá nóvember og til mars. Blokkirnar í hverfinu munu blokkera sólina þegar hún er lágt á lofti,“ segir Sigurður og að það megi sömuleiðis gera ráð fyrir að vindur frá turnunum í heilsuklasanum muni hafa mikil áhrif á hverfið. Nýja hverfið til vinstri og eins og það er í dag til hægri.Samsett Þá megi gera ráð fyrir því að fólk sem býr í Smárahverfi í Kópavogi missi útsýnið sem það hefur í dag. Sigurður segir að enn séu of mörg vandamál sem eigi eftir að leysa og skilur ekki af hverju þau eru ekki leyst áður en deiliskipulagið er samþykkt. „Þetta er líka svo hátt. Þetta er hæst átta hæðir en það er greinilega miklu hærra til lofts en í venjulegum hæðum. Þetta eru einhverjir 50 metrar yfir sjávarmáli sem áætlað er að þetta verði. Þá vantar bara tuttugu metra í Hallgrímskirkju.“ Ekkert tillit tekið til annarra Á svæðinu sem um ræðir er ekkert núna nema gróður. Sigurður segir á svæðinu sé varpland og líflegt fuglalíf. „Þarna er verið að búa til heilt hverfi sem tekur ekkert tillit til annarra í kringum sig. Það er eins og hugsunin sé bara að græða og byggja sem mest af fermetrum og skítt með allt annað. Okkur finnst svo skrítið að Garðabær sé að taka þátt í þessu. Þótt svo að landeigendur eigi lóðina og vilji fá sem mest fyrir landið þá skipuleggur Garðabær þetta,“ segir Sigurður. Hann segir íbúa í Garðabæ og Kópavogi hafa gert athugasemdir við uppbygginguna allt frá því í haust en hann sjái ekki á tillögunni að það hafi verið tekið tillit til þess. Það sé miður. „Það er ekki samráð ef þú segir bara hvað þú ætlar að gera. Þetta er leiðinlegt mál því það væri alveg hægt að gera fína byggð þarna sem væri í flútti við annað á svæðinu og myndi ekki búa til svona mikið af vandamálum.“ Garðabær Kópavogur Skipulag Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
„Við mættum nokkur til að sýna þeim að okkur er ekki sama um hvað gerist í hverfinu okkar. Þau greinilega voru ekki vön því að hafa gesti. Það kom dálítið á þau,“ segir Sigurður og að fundurinn hafi litast af nærveru þeirra. Bæjarstjórinn hafi í stuttu máli farið yfir framkvæmdirnar og næstu skref. Það sé enn tími til að breyta og gera athugasemdir. „Þó við höfum ekki sagt stakt orð þá vissum þau alveg af hverju við vorum þarna.“ Eftir viku er fyrirhugað að halda kynningarfund þar sem kynnt verður tillaga að skipulagi svæðisins. Í fréttatilkynningu á vef bæjarins segir að skipulagsnefnd bæjarins hafi samþykkt að vísa tillögu að deiliskipulagi Arnarlands til auglýsingar ásamt tillögu að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar 2016 til 2030 sem nær til sama svæðis. 500 íbúðir og heilsuklasi Arnarland er nýtt svæði sem á að byggja og er skipulagssvæðið um níu hektarar að stærð. Á vefsíðu Arnarlands kemur fram að svæðið afmarkast af Hafnarfjarðarvegi til vesturs, Arnarnesvegi til suðurs, Fífuhvammsvegi til austurs og sveitarfélagsmörkum Garðabæjar og Kópavogs til norðurs. Gert er ráð fyrir 500 íbúðum og heilsuklasa á svæðinu.Arnarland Gert er ráð fyrir að á svæðinu muni rísa allt að 500 íbúðir og heilsuklasi þar sem áhersla verður lögð á aðsetur fyrir fjölbreytt fyrirtæki tengd heilsu og hátækni. „Þessi lóð er í eigu einkaaðila og það er eins og það eigi að reyna að troða eins miklu byggingarmagni og hægt er á þennan litla reit. Án þess að það komi mótvægisaðgerðir,“ segir Sigurður og að enn sé of margt óljóst um til dæmis umferð til og frá svæðisins, hvort að Borgarlína muni aka þarna gegn og svo áhrif á aðrar byggingar og hverfi hvað varðar skugga til dæmis og vind. Of mörgum spurningum ósvöruðum Sigurður telur að þetta hafi áhrif á bæði Garðabæ og Kópavog en samkvæmt skipulagi er ekið inn í hverfið frá Fífuhvammsvegi. Á teikningum er gert ráð fyrir að Borgarlína aki í gegn en Sigurður segir að hann hafi ekki getað fengið það staðfest hjá Vegagerð að Borgarlínan muni aka þarna í gegn. Þannig sé enn oft margt óljóst. „Við erum að reyna að komast að því hvaða aðili hefur rétt fyrir sér í þessu. Fyrir okkur lítur þetta út eins og það eigi að skella þarna niður nýju þorpi og aðrir eigi bara að aðlagast því. Fyrir okkur sem búum á Arnarnesi þá eru þetta blokkir sem munu rísa í bakgarðinum okkar. Við munum ekki sjá til sólar frá nóvember og til mars. Blokkirnar í hverfinu munu blokkera sólina þegar hún er lágt á lofti,“ segir Sigurður og að það megi sömuleiðis gera ráð fyrir að vindur frá turnunum í heilsuklasanum muni hafa mikil áhrif á hverfið. Nýja hverfið til vinstri og eins og það er í dag til hægri.Samsett Þá megi gera ráð fyrir því að fólk sem býr í Smárahverfi í Kópavogi missi útsýnið sem það hefur í dag. Sigurður segir að enn séu of mörg vandamál sem eigi eftir að leysa og skilur ekki af hverju þau eru ekki leyst áður en deiliskipulagið er samþykkt. „Þetta er líka svo hátt. Þetta er hæst átta hæðir en það er greinilega miklu hærra til lofts en í venjulegum hæðum. Þetta eru einhverjir 50 metrar yfir sjávarmáli sem áætlað er að þetta verði. Þá vantar bara tuttugu metra í Hallgrímskirkju.“ Ekkert tillit tekið til annarra Á svæðinu sem um ræðir er ekkert núna nema gróður. Sigurður segir á svæðinu sé varpland og líflegt fuglalíf. „Þarna er verið að búa til heilt hverfi sem tekur ekkert tillit til annarra í kringum sig. Það er eins og hugsunin sé bara að græða og byggja sem mest af fermetrum og skítt með allt annað. Okkur finnst svo skrítið að Garðabær sé að taka þátt í þessu. Þótt svo að landeigendur eigi lóðina og vilji fá sem mest fyrir landið þá skipuleggur Garðabær þetta,“ segir Sigurður. Hann segir íbúa í Garðabæ og Kópavogi hafa gert athugasemdir við uppbygginguna allt frá því í haust en hann sjái ekki á tillögunni að það hafi verið tekið tillit til þess. Það sé miður. „Það er ekki samráð ef þú segir bara hvað þú ætlar að gera. Þetta er leiðinlegt mál því það væri alveg hægt að gera fína byggð þarna sem væri í flútti við annað á svæðinu og myndi ekki búa til svona mikið af vandamálum.“
Garðabær Kópavogur Skipulag Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira