„Af hverju er ekki peningur í HK? Það er allt fullt af milljónamæringum þarna í kring“ Íþróttadeild Vísis skrifar 7. júní 2024 09:00 HK gerir nú þriðju atlöguna að því að festa sig í sessi sem lið í efstu deild karla. vísir/diego Henry Birgir Gunnarsson botnar ekkert í því af hverju HK hefur ekki meira fjárhagslegt bolmagn en raun ber vitni. Fyrir tímabilið var HK alls staðar spáð neðsta sæti Bestu deildar karla. Liðið er sem stendur í 10. sæti með sjö stig, tveimur stigum frá fallsæti. HK-ingar styrktu sig lítið fyrir tímabilið og þeir fáu leikmenn sem komu hafa ekki styrkt liðið mikið. Á síðasta ári tapaði knattspyrnudeild HK tæplega 27 milljónum króna þrátt fyrir að vera með lægsta launakostnaðinn af liðunum í Bestu deild karla (54 milljónir). „Af hverju er ekki peningur í HK? Þetta er risa félag, það er allt fullt af milljónamæringum þarna í kring. Af hverju gengur HK svona illa að fá einhverja til að styrkja félagið? Af hverju vill fólkið sem er með krakka í félaginu ekki sjá HK, með flottustu aðstöðu á landinu, með alvöru, alvöru lið. Ég skil þetta ekki,“ sagði Henry Birgir í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar. Hann segist hafa búist við því að HK yrði á öðrum og betri stað 2024 en félagið er núna. „Ég bjó uppi í Kórahverfi í tíu ár og hef fylgst með þessu lengi. Fyrir svona tíu árum hélt ég að HK yrði topp 3-4 lið eftir áratug. Það væru komnir nógu margir í hverfið, gjörbylta öllu í kringum félagið, fullt af peningum, nóg af leikmönnum sem þeir framleiða og góð blanda; HK topplið. En því ætlar það að taka langan tíma,“ sagði Henry Birgir. Næsti leikur HK er gegn Fram í Úlfarsárdalnum 18. júní. Fjórum dögum seinna tekur liðið á móti Stjörnunni. Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum. Besta deild karla HK Besta sætið Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Sjá meira
Fyrir tímabilið var HK alls staðar spáð neðsta sæti Bestu deildar karla. Liðið er sem stendur í 10. sæti með sjö stig, tveimur stigum frá fallsæti. HK-ingar styrktu sig lítið fyrir tímabilið og þeir fáu leikmenn sem komu hafa ekki styrkt liðið mikið. Á síðasta ári tapaði knattspyrnudeild HK tæplega 27 milljónum króna þrátt fyrir að vera með lægsta launakostnaðinn af liðunum í Bestu deild karla (54 milljónir). „Af hverju er ekki peningur í HK? Þetta er risa félag, það er allt fullt af milljónamæringum þarna í kring. Af hverju gengur HK svona illa að fá einhverja til að styrkja félagið? Af hverju vill fólkið sem er með krakka í félaginu ekki sjá HK, með flottustu aðstöðu á landinu, með alvöru, alvöru lið. Ég skil þetta ekki,“ sagði Henry Birgir í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar. Hann segist hafa búist við því að HK yrði á öðrum og betri stað 2024 en félagið er núna. „Ég bjó uppi í Kórahverfi í tíu ár og hef fylgst með þessu lengi. Fyrir svona tíu árum hélt ég að HK yrði topp 3-4 lið eftir áratug. Það væru komnir nógu margir í hverfið, gjörbylta öllu í kringum félagið, fullt af peningum, nóg af leikmönnum sem þeir framleiða og góð blanda; HK topplið. En því ætlar það að taka langan tíma,“ sagði Henry Birgir. Næsti leikur HK er gegn Fram í Úlfarsárdalnum 18. júní. Fjórum dögum seinna tekur liðið á móti Stjörnunni. Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum.
Besta deild karla HK Besta sætið Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Sjá meira