Hafnarfjarðarbær semur við HS orku um rannsóknar- og nýtingarrétt í Krýsuvík Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 6. júní 2024 08:47 Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar og Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku við undirritun samnings í gær. Hafnarfjarðarbær Hafnarfjarðarbær og HS Orka hafa undirritað samkomulag um rannsóknir og nýtingu auðlindaréttinda í Krýsuvík til vinnslu á heitu vatni, ferskvatni og til raforkuframleiðslu. Markmiðið er að auka afhendingaröryggi á heitu vatni í Hafnarfirði og annars staðar á höfuðborgarsvæðinu ásamt því að mæta vaxandi raforkuþörf í landinu. Áætlað er að nýtt jarðvarmaver í Krýsuvík gæti hitað upp allt að 50.000 manna byggð. Samningurinn, sem byggir á viljayfirlýsingu frá nóvember 2022, var samþykktur af bæjarstjórn Hafnarfjarðar í gær. Í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ kemur fram að markmið samningsins sé að kanna möguleika þess að virkja jarðvarma og vinna grunnvatn í landi Krýsuvíkur á hagkvæman og umhverfisvænan hátt, samhliða uppbyggingu auðlindagarðs þar sem frekari nýting vinnslustrauma fer fram. Stefnt er að því að jarðvarmaver rýsi á Sveifluhálsi á Krýsuvíkursvæðinu. Samhliða verður unnið að hugmyndum um auðlindagarð með áherslu á útivist, vistvæna ferðaþjónustu og græna atvinnustarfsemi. Mikilvæg tímamót fyrir Hafnarfjörð Hafnarfjarðarbær er eigandi Krýsuvíkur sem er verðmætt útivistarsvæði og vinsæll áfangastaður ferðafólks. „Krýsuvík býr auk þess yfir einum vænlegasta kosti sem býðst til framtíðaruppbyggingar hitaveitu á höfuðborgarsvæðinu,“ segir í tilkynningunni. „Með auðlindanýtingu í Krýsuvík mætti bæta afhendingaröryggi á heitu vatni til höfuðborgarsvæðisins til muna, en höfuðborgarsvæðið fær nú allt heitt vatn frá svæðum sem eru staðsett austur af svæðinu, það er frá Nesjavallavirkjun og Hellisheiðarvirkjun.“ Við undirritun samnings í gær. Kynningarfundur um áformin verður haldinn kl. 17, 12. júní í Bæjarbíói.Hafnarfjarðarbær Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar, segir það mikilvæg tímamót fyrir Hafnarfjörð að samið hafi verið um framtíðaruppbyggingu í Krýsuvík. Rannsóknar og nýtingarsamningurinn eigi sér mjög langan aðdraganda. Markmiðið með honum er að tryggja Hafnfirðingum og fleirum aðgang að heitu vatni og orku til framtíðar. Samhliða verður svæðið svo gert aðgengilegra til útivistar og nátturuskoðunar. Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, segir samninginn við Hafnarfjarðarbæ mikið fagnaðarefni. „Hann leggur grunninn að áframhaldandi jarðhitarannsóknum á Krýsuvíkursvæðinu. Við erum vongóð um að rannsóknirnar leiði til þess að jarðhitinn geti nýst jafnt til framleiðslu á heitu vatni fyrir Hafnfirðinga og nágranna sem og til framleiðslu á raforku. Samhliða hugsanlegri orkuvinnslu munu skapast spennandi tækifæri til uppbyggingar á margskonar grænni atvinnustarfsemi í Krýsuvík.“ Jarðvarmaver í Krýsuvík gæti hitað upp allt að 50.000 manna byggð Í tilkynningunni kemur fram að áætlað sé að nýtt jarðvarmaver í Krýsuvík gæti hitað upp allt að 50.000 manna byggð auk aflgetu til raforkuframleiðslu, allt að 100 MW. „Þá er stefnt að því að vinna að hugmyndum um auðlindagarð í Krýsuvík með áherslu á uppbyggingu vistvænnar ferðaþjónustu sem fellur vel að umhverfi og náttúru, aðstöðu til útivistar auk grænar atvinnustarfsemi, svo sem þörungaræktunar, náttúrulegrar efnavinnslu og ræktunar í gróðurhúsum. Lögð verður áhersla á að efnisnotkun, áferð og litir mannvirkja á svæðinu falli vel að umhverfinu og að sérstaða svæðisins haldist og fái að njóta sín.“ Samtals er lóðaleigusvæðið um 200.000 fermetrar og athafnasvæði jarðhitasvæðis um tveir ferkílómetrar. Hafnarfjörður Orkumál Jarðhiti Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Samningurinn, sem byggir á viljayfirlýsingu frá nóvember 2022, var samþykktur af bæjarstjórn Hafnarfjarðar í gær. Í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ kemur fram að markmið samningsins sé að kanna möguleika þess að virkja jarðvarma og vinna grunnvatn í landi Krýsuvíkur á hagkvæman og umhverfisvænan hátt, samhliða uppbyggingu auðlindagarðs þar sem frekari nýting vinnslustrauma fer fram. Stefnt er að því að jarðvarmaver rýsi á Sveifluhálsi á Krýsuvíkursvæðinu. Samhliða verður unnið að hugmyndum um auðlindagarð með áherslu á útivist, vistvæna ferðaþjónustu og græna atvinnustarfsemi. Mikilvæg tímamót fyrir Hafnarfjörð Hafnarfjarðarbær er eigandi Krýsuvíkur sem er verðmætt útivistarsvæði og vinsæll áfangastaður ferðafólks. „Krýsuvík býr auk þess yfir einum vænlegasta kosti sem býðst til framtíðaruppbyggingar hitaveitu á höfuðborgarsvæðinu,“ segir í tilkynningunni. „Með auðlindanýtingu í Krýsuvík mætti bæta afhendingaröryggi á heitu vatni til höfuðborgarsvæðisins til muna, en höfuðborgarsvæðið fær nú allt heitt vatn frá svæðum sem eru staðsett austur af svæðinu, það er frá Nesjavallavirkjun og Hellisheiðarvirkjun.“ Við undirritun samnings í gær. Kynningarfundur um áformin verður haldinn kl. 17, 12. júní í Bæjarbíói.Hafnarfjarðarbær Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar, segir það mikilvæg tímamót fyrir Hafnarfjörð að samið hafi verið um framtíðaruppbyggingu í Krýsuvík. Rannsóknar og nýtingarsamningurinn eigi sér mjög langan aðdraganda. Markmiðið með honum er að tryggja Hafnfirðingum og fleirum aðgang að heitu vatni og orku til framtíðar. Samhliða verður svæðið svo gert aðgengilegra til útivistar og nátturuskoðunar. Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, segir samninginn við Hafnarfjarðarbæ mikið fagnaðarefni. „Hann leggur grunninn að áframhaldandi jarðhitarannsóknum á Krýsuvíkursvæðinu. Við erum vongóð um að rannsóknirnar leiði til þess að jarðhitinn geti nýst jafnt til framleiðslu á heitu vatni fyrir Hafnfirðinga og nágranna sem og til framleiðslu á raforku. Samhliða hugsanlegri orkuvinnslu munu skapast spennandi tækifæri til uppbyggingar á margskonar grænni atvinnustarfsemi í Krýsuvík.“ Jarðvarmaver í Krýsuvík gæti hitað upp allt að 50.000 manna byggð Í tilkynningunni kemur fram að áætlað sé að nýtt jarðvarmaver í Krýsuvík gæti hitað upp allt að 50.000 manna byggð auk aflgetu til raforkuframleiðslu, allt að 100 MW. „Þá er stefnt að því að vinna að hugmyndum um auðlindagarð í Krýsuvík með áherslu á uppbyggingu vistvænnar ferðaþjónustu sem fellur vel að umhverfi og náttúru, aðstöðu til útivistar auk grænar atvinnustarfsemi, svo sem þörungaræktunar, náttúrulegrar efnavinnslu og ræktunar í gróðurhúsum. Lögð verður áhersla á að efnisnotkun, áferð og litir mannvirkja á svæðinu falli vel að umhverfinu og að sérstaða svæðisins haldist og fái að njóta sín.“ Samtals er lóðaleigusvæðið um 200.000 fermetrar og athafnasvæði jarðhitasvæðis um tveir ferkílómetrar.
Hafnarfjörður Orkumál Jarðhiti Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira