Tryggði Íslandi sigurinn mikilvæga en nú í leit að nýju félagi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. júní 2024 22:01 Hildur Antonsdóttir við það að skora sigurmarkið gegn Austurríki. Vísir/Diego Hildur Antonsdóttir tryggði íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur á Austurríki í undankeppni EM 2025 á þriðjudag. Hildur spilaði með hollenska liðinu Fortuna Sittard á nýafstaðinni leiktíð en er í leit að nýju félagi í sumar. Hildur stóð vaktina á miðri miðju Íslands þegar liðið sótti sigur sem gæti svo gott sem hafa tryggt liðinu sæti á EM sem fram fer í Sviss á næsta ári. Hin 28 ára gamla Hildur var að spila sinn 16 A-landsleik en lék sem hún hefði spilað talsvert fleiri. Ásamt því að skora það sem reyndist sigurmark leiksins þá stóð hún fyrir sínu á miðsvæðinu og sá til þess að Austurríki ógnaði lítið sem ekkert fyrir utan mark þeirra. Hildur Antonsdóttir með frábæran skalla! 🇮🇸Íslenska liðið er búið að hóta þessu marki allan seinni hálfleikinn og loksins datt það ⚽ pic.twitter.com/YAB7V54fHU— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 4, 2024 Í viðtali við Fótbolti.net eftir leik staðfesti Hildur að hún yrði ekki lengur hjá hollenska félaginu Fortuna Sittard. Hún gekk í raðir félagsins sumarið 2022 eftir að hafa spilað með uppeldisfélagi sínu Val og Breiðabliki hér á landi. Hún er á leið í frí á Mallorca áður en hún tekur ákvörðun um næsta skref. „Ég er að fara finna mér eitthvað nýtt að gera í sumar. Ég mun æfa á fullu fyrir næsta glugga,“ sagði Hildur við Fótbolti.net eftir leik. Ísland getur tryggt sér sæti á EM í Sviss þann 16. júlí þegar liðið mætir Póllandi ytra. Fjórum dögum áður, þann 12. júlí, mætir liðið Þýskalandi á Laugardalsvelli. Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Uppgjör: Ísland-Austurríki 2-1 | Mikilvægur sigur í baráttunni um sæti á EM Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann mikilvægan, og verðskuldaðan, 2-1 sigur er liðið tók á móti Austurríki í undankeppni EM 2025 í kvöld. 4. júní 2024 21:30 Einkunnir Íslands: Karólína Lea best meðal jafningja Ísland vann Austurríki 2-1 á Laugardalsvellinum í kvöld í 4. umferð undankeppni Evrópukeppninnar 2025. Leikurinn endaði 2-1 þar sem Hlín Eiríksdóttir og Hildur Antonsdóttir skoruðu mörkin en það var Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sem var potturinn og pannan í sóknarleik liðsins. Karólína var valinn maður leiksins. 4. júní 2024 21:35 Myndasyrpa frá sigrinum mikilvæga á Laugardalsvelli Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann mikilvægan, og verðskuldaðan, 2-1 sigur er liðið tók á móti Austurríki í undankeppni EM 2025 í kvöld. 4. júní 2024 23:31 Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti Fleiri fréttir Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Sjá meira
Hildur stóð vaktina á miðri miðju Íslands þegar liðið sótti sigur sem gæti svo gott sem hafa tryggt liðinu sæti á EM sem fram fer í Sviss á næsta ári. Hin 28 ára gamla Hildur var að spila sinn 16 A-landsleik en lék sem hún hefði spilað talsvert fleiri. Ásamt því að skora það sem reyndist sigurmark leiksins þá stóð hún fyrir sínu á miðsvæðinu og sá til þess að Austurríki ógnaði lítið sem ekkert fyrir utan mark þeirra. Hildur Antonsdóttir með frábæran skalla! 🇮🇸Íslenska liðið er búið að hóta þessu marki allan seinni hálfleikinn og loksins datt það ⚽ pic.twitter.com/YAB7V54fHU— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 4, 2024 Í viðtali við Fótbolti.net eftir leik staðfesti Hildur að hún yrði ekki lengur hjá hollenska félaginu Fortuna Sittard. Hún gekk í raðir félagsins sumarið 2022 eftir að hafa spilað með uppeldisfélagi sínu Val og Breiðabliki hér á landi. Hún er á leið í frí á Mallorca áður en hún tekur ákvörðun um næsta skref. „Ég er að fara finna mér eitthvað nýtt að gera í sumar. Ég mun æfa á fullu fyrir næsta glugga,“ sagði Hildur við Fótbolti.net eftir leik. Ísland getur tryggt sér sæti á EM í Sviss þann 16. júlí þegar liðið mætir Póllandi ytra. Fjórum dögum áður, þann 12. júlí, mætir liðið Þýskalandi á Laugardalsvelli.
Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Uppgjör: Ísland-Austurríki 2-1 | Mikilvægur sigur í baráttunni um sæti á EM Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann mikilvægan, og verðskuldaðan, 2-1 sigur er liðið tók á móti Austurríki í undankeppni EM 2025 í kvöld. 4. júní 2024 21:30 Einkunnir Íslands: Karólína Lea best meðal jafningja Ísland vann Austurríki 2-1 á Laugardalsvellinum í kvöld í 4. umferð undankeppni Evrópukeppninnar 2025. Leikurinn endaði 2-1 þar sem Hlín Eiríksdóttir og Hildur Antonsdóttir skoruðu mörkin en það var Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sem var potturinn og pannan í sóknarleik liðsins. Karólína var valinn maður leiksins. 4. júní 2024 21:35 Myndasyrpa frá sigrinum mikilvæga á Laugardalsvelli Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann mikilvægan, og verðskuldaðan, 2-1 sigur er liðið tók á móti Austurríki í undankeppni EM 2025 í kvöld. 4. júní 2024 23:31 Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti Fleiri fréttir Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Sjá meira
Uppgjör: Ísland-Austurríki 2-1 | Mikilvægur sigur í baráttunni um sæti á EM Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann mikilvægan, og verðskuldaðan, 2-1 sigur er liðið tók á móti Austurríki í undankeppni EM 2025 í kvöld. 4. júní 2024 21:30
Einkunnir Íslands: Karólína Lea best meðal jafningja Ísland vann Austurríki 2-1 á Laugardalsvellinum í kvöld í 4. umferð undankeppni Evrópukeppninnar 2025. Leikurinn endaði 2-1 þar sem Hlín Eiríksdóttir og Hildur Antonsdóttir skoruðu mörkin en það var Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sem var potturinn og pannan í sóknarleik liðsins. Karólína var valinn maður leiksins. 4. júní 2024 21:35
Myndasyrpa frá sigrinum mikilvæga á Laugardalsvelli Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann mikilvægan, og verðskuldaðan, 2-1 sigur er liðið tók á móti Austurríki í undankeppni EM 2025 í kvöld. 4. júní 2024 23:31