Tryggði Íslandi sigurinn mikilvæga en nú í leit að nýju félagi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. júní 2024 22:01 Hildur Antonsdóttir við það að skora sigurmarkið gegn Austurríki. Vísir/Diego Hildur Antonsdóttir tryggði íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur á Austurríki í undankeppni EM 2025 á þriðjudag. Hildur spilaði með hollenska liðinu Fortuna Sittard á nýafstaðinni leiktíð en er í leit að nýju félagi í sumar. Hildur stóð vaktina á miðri miðju Íslands þegar liðið sótti sigur sem gæti svo gott sem hafa tryggt liðinu sæti á EM sem fram fer í Sviss á næsta ári. Hin 28 ára gamla Hildur var að spila sinn 16 A-landsleik en lék sem hún hefði spilað talsvert fleiri. Ásamt því að skora það sem reyndist sigurmark leiksins þá stóð hún fyrir sínu á miðsvæðinu og sá til þess að Austurríki ógnaði lítið sem ekkert fyrir utan mark þeirra. Hildur Antonsdóttir með frábæran skalla! 🇮🇸Íslenska liðið er búið að hóta þessu marki allan seinni hálfleikinn og loksins datt það ⚽ pic.twitter.com/YAB7V54fHU— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 4, 2024 Í viðtali við Fótbolti.net eftir leik staðfesti Hildur að hún yrði ekki lengur hjá hollenska félaginu Fortuna Sittard. Hún gekk í raðir félagsins sumarið 2022 eftir að hafa spilað með uppeldisfélagi sínu Val og Breiðabliki hér á landi. Hún er á leið í frí á Mallorca áður en hún tekur ákvörðun um næsta skref. „Ég er að fara finna mér eitthvað nýtt að gera í sumar. Ég mun æfa á fullu fyrir næsta glugga,“ sagði Hildur við Fótbolti.net eftir leik. Ísland getur tryggt sér sæti á EM í Sviss þann 16. júlí þegar liðið mætir Póllandi ytra. Fjórum dögum áður, þann 12. júlí, mætir liðið Þýskalandi á Laugardalsvelli. Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Uppgjör: Ísland-Austurríki 2-1 | Mikilvægur sigur í baráttunni um sæti á EM Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann mikilvægan, og verðskuldaðan, 2-1 sigur er liðið tók á móti Austurríki í undankeppni EM 2025 í kvöld. 4. júní 2024 21:30 Einkunnir Íslands: Karólína Lea best meðal jafningja Ísland vann Austurríki 2-1 á Laugardalsvellinum í kvöld í 4. umferð undankeppni Evrópukeppninnar 2025. Leikurinn endaði 2-1 þar sem Hlín Eiríksdóttir og Hildur Antonsdóttir skoruðu mörkin en það var Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sem var potturinn og pannan í sóknarleik liðsins. Karólína var valinn maður leiksins. 4. júní 2024 21:35 Myndasyrpa frá sigrinum mikilvæga á Laugardalsvelli Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann mikilvægan, og verðskuldaðan, 2-1 sigur er liðið tók á móti Austurríki í undankeppni EM 2025 í kvöld. 4. júní 2024 23:31 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Fleiri fréttir Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Sjá meira
Hildur stóð vaktina á miðri miðju Íslands þegar liðið sótti sigur sem gæti svo gott sem hafa tryggt liðinu sæti á EM sem fram fer í Sviss á næsta ári. Hin 28 ára gamla Hildur var að spila sinn 16 A-landsleik en lék sem hún hefði spilað talsvert fleiri. Ásamt því að skora það sem reyndist sigurmark leiksins þá stóð hún fyrir sínu á miðsvæðinu og sá til þess að Austurríki ógnaði lítið sem ekkert fyrir utan mark þeirra. Hildur Antonsdóttir með frábæran skalla! 🇮🇸Íslenska liðið er búið að hóta þessu marki allan seinni hálfleikinn og loksins datt það ⚽ pic.twitter.com/YAB7V54fHU— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 4, 2024 Í viðtali við Fótbolti.net eftir leik staðfesti Hildur að hún yrði ekki lengur hjá hollenska félaginu Fortuna Sittard. Hún gekk í raðir félagsins sumarið 2022 eftir að hafa spilað með uppeldisfélagi sínu Val og Breiðabliki hér á landi. Hún er á leið í frí á Mallorca áður en hún tekur ákvörðun um næsta skref. „Ég er að fara finna mér eitthvað nýtt að gera í sumar. Ég mun æfa á fullu fyrir næsta glugga,“ sagði Hildur við Fótbolti.net eftir leik. Ísland getur tryggt sér sæti á EM í Sviss þann 16. júlí þegar liðið mætir Póllandi ytra. Fjórum dögum áður, þann 12. júlí, mætir liðið Þýskalandi á Laugardalsvelli.
Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Uppgjör: Ísland-Austurríki 2-1 | Mikilvægur sigur í baráttunni um sæti á EM Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann mikilvægan, og verðskuldaðan, 2-1 sigur er liðið tók á móti Austurríki í undankeppni EM 2025 í kvöld. 4. júní 2024 21:30 Einkunnir Íslands: Karólína Lea best meðal jafningja Ísland vann Austurríki 2-1 á Laugardalsvellinum í kvöld í 4. umferð undankeppni Evrópukeppninnar 2025. Leikurinn endaði 2-1 þar sem Hlín Eiríksdóttir og Hildur Antonsdóttir skoruðu mörkin en það var Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sem var potturinn og pannan í sóknarleik liðsins. Karólína var valinn maður leiksins. 4. júní 2024 21:35 Myndasyrpa frá sigrinum mikilvæga á Laugardalsvelli Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann mikilvægan, og verðskuldaðan, 2-1 sigur er liðið tók á móti Austurríki í undankeppni EM 2025 í kvöld. 4. júní 2024 23:31 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Fleiri fréttir Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Sjá meira
Uppgjör: Ísland-Austurríki 2-1 | Mikilvægur sigur í baráttunni um sæti á EM Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann mikilvægan, og verðskuldaðan, 2-1 sigur er liðið tók á móti Austurríki í undankeppni EM 2025 í kvöld. 4. júní 2024 21:30
Einkunnir Íslands: Karólína Lea best meðal jafningja Ísland vann Austurríki 2-1 á Laugardalsvellinum í kvöld í 4. umferð undankeppni Evrópukeppninnar 2025. Leikurinn endaði 2-1 þar sem Hlín Eiríksdóttir og Hildur Antonsdóttir skoruðu mörkin en það var Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sem var potturinn og pannan í sóknarleik liðsins. Karólína var valinn maður leiksins. 4. júní 2024 21:35
Myndasyrpa frá sigrinum mikilvæga á Laugardalsvelli Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann mikilvægan, og verðskuldaðan, 2-1 sigur er liðið tók á móti Austurríki í undankeppni EM 2025 í kvöld. 4. júní 2024 23:31