Fannst yfirgefin tveggja daga gömul en lifir góða lífinu í dag Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 5. júní 2024 15:20 Það væsir ekki um kálfinn unga, sem enn á eftir að fá nafn. Hreindýragarðurinn Hálfs mánaðar gamall hreindýrskálfur er nýjasti íbúinn í Hreindýragarðinum á bænum Vínlandi á Héraði rétt við Egilsstaði. Nýliðinn hefur vakið mikla lukku þrátt fyrir að mikil vinna liggi að baki því að sjá um móðurlausan kálf. Kolbrún Edda er einn af umsjónarmönnum Hreindýragarðsins. Hún segir bænum hafa borist símtal þess efnis að lítill hreindýrskálfur hafi fundist yfirgefinn upp í fjalli nálægt Ormsstöðum utan við Egilsstaði. Björn Magnússon hreindýrabóndi og afi Eddu hafi stokkið af stað og verið meira en viðbúin þessu, en fyrir eiga þau hreindýratarfa sem fundust árið 2021, Mosa og Garp. Eftir að Mosi og Garpur fundust, aðeins nokkurra daga gamlir, gekk Björn þeim í móðurstað. Sama átti sér stað þegar nýjasti kálfurinn fannst. „Afi hefur síðustu ár verið að vinna í því að stækka og betrumbæta Hreindýragarðinn og hefur aðsóknin verið fram úr okkar væntingum. Með því að hugsa um tarfana okkar tvo hefur hann verið að byggja kofa og fleiri hólf, ef það skyldu finnast fleiri kálfar eða hreindýr í neyð, og hefur hann búið þar síðustu vikur, með litlu hreindýrabeljuna okkar,“ segir Edda. Kálfurinn var á stærð við fót fyrstu dagana. Hreindýragarðurinn Hún hafi einungis verið eins eða tveggja daga gömul þegar hún kom í Hreindýragarðinn. „Hún hefur dafnað afar vel og er um hálfs mánaða í dag. Það er brjáluð vinna að vera með móðurlausan hreindýrskálf og hefur afi verið hjá henni allan sólahringinn, dag og nótt, að hlúa að henni og passa að hún fái allt sem hún þurfi.“ Edda segir svipaða vinnu felast í því að sjá um hreindýrskálf og ungabarn. Fyrir utan að sofa þurfi með kálfinn úti og blanda nýja mjólk á tveggja tíma fresti. Hreindýragarðurinn virðist afar vinsæll áfangastaður fyrir ferðamenn sem eiga leið um Austurlandið. „Við höfum verið að fá mikið af gestum þrátt fyrir lítið af auglýsingum, en í vetur fengum við gesti hvern einasta dag, þrátt fyrir að vera ekki með opnunartíma. Og síðasta sumar voru um fjögur þúsund manns,“ segir Edda. Enn á eftir að gefa kálfinum nafn, en í færslu Hreindýragarðsins á Instagram eru fylgjendur beðnir um tillögur að nafni á kálfinn. Lumar þú á góðu nafni? Kálfurinn vex hratt úr grasi. Hreindýragarðurinn Íbúar passa vel upp á að hún sé nærð.Hreindýragarðurinn Mosi og Garpur ásamt Birni hreindýrabónda.Hreindýragarðurinn Dýr Landbúnaður Múlaþing Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Sjá meira
Kolbrún Edda er einn af umsjónarmönnum Hreindýragarðsins. Hún segir bænum hafa borist símtal þess efnis að lítill hreindýrskálfur hafi fundist yfirgefinn upp í fjalli nálægt Ormsstöðum utan við Egilsstaði. Björn Magnússon hreindýrabóndi og afi Eddu hafi stokkið af stað og verið meira en viðbúin þessu, en fyrir eiga þau hreindýratarfa sem fundust árið 2021, Mosa og Garp. Eftir að Mosi og Garpur fundust, aðeins nokkurra daga gamlir, gekk Björn þeim í móðurstað. Sama átti sér stað þegar nýjasti kálfurinn fannst. „Afi hefur síðustu ár verið að vinna í því að stækka og betrumbæta Hreindýragarðinn og hefur aðsóknin verið fram úr okkar væntingum. Með því að hugsa um tarfana okkar tvo hefur hann verið að byggja kofa og fleiri hólf, ef það skyldu finnast fleiri kálfar eða hreindýr í neyð, og hefur hann búið þar síðustu vikur, með litlu hreindýrabeljuna okkar,“ segir Edda. Kálfurinn var á stærð við fót fyrstu dagana. Hreindýragarðurinn Hún hafi einungis verið eins eða tveggja daga gömul þegar hún kom í Hreindýragarðinn. „Hún hefur dafnað afar vel og er um hálfs mánaða í dag. Það er brjáluð vinna að vera með móðurlausan hreindýrskálf og hefur afi verið hjá henni allan sólahringinn, dag og nótt, að hlúa að henni og passa að hún fái allt sem hún þurfi.“ Edda segir svipaða vinnu felast í því að sjá um hreindýrskálf og ungabarn. Fyrir utan að sofa þurfi með kálfinn úti og blanda nýja mjólk á tveggja tíma fresti. Hreindýragarðurinn virðist afar vinsæll áfangastaður fyrir ferðamenn sem eiga leið um Austurlandið. „Við höfum verið að fá mikið af gestum þrátt fyrir lítið af auglýsingum, en í vetur fengum við gesti hvern einasta dag, þrátt fyrir að vera ekki með opnunartíma. Og síðasta sumar voru um fjögur þúsund manns,“ segir Edda. Enn á eftir að gefa kálfinum nafn, en í færslu Hreindýragarðsins á Instagram eru fylgjendur beðnir um tillögur að nafni á kálfinn. Lumar þú á góðu nafni? Kálfurinn vex hratt úr grasi. Hreindýragarðurinn Íbúar passa vel upp á að hún sé nærð.Hreindýragarðurinn Mosi og Garpur ásamt Birni hreindýrabónda.Hreindýragarðurinn
Dýr Landbúnaður Múlaþing Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Sjá meira