Reykjavík Marketing sektað vegna fullyrðinga um vörur frá Lifewave Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. júní 2024 13:26 Vörurnar frá Lifewave voru sagðar geta læknað hin ýmsu vandamál og yngt fólk til muna. Lifewave Neytendastofa hefur sektað fyrirtækið Reykjavík Marketing fyrir ósannaðar fullyrðingar um vörur seldar undir merkinu Lifewave, að því er fram kemur á vefsíðu stofnunarinnar. Samkvæmt ákvörðun Neytendastofu rak Reykjavík Marketing ehf. vefsíðuna healthi.is, þar sem umræddar vörur voru auglýstar og seldar. Neytendastofa gerði athugasemdir við sautján fullyrðingar um vörurnar og benti einnig á að svo virtist sem allar upplýsingar vantaði um þjónustuveitanda. Fullyrt var á vefsíðunni að virkja mætti eigin stofnfrumur með notkun plástra frá Lifewave, að „4.000 gen“ myndu byrja að „endurstillast“ innan 24 klukkustunda og jafnvel þótt notandinn finndi ekki fyrir því myndu stofnfrumurnar endurnýja innri líffæri og vef. Um kremið Alavida sagði, svo dæmi sé tekið: „Alavida er bylting til að viðhalda unglegri og fallegri húð og nýtur algjörar sérstöðu því árangurinn kemur innan frá. Alavida eykur framleiðslu lífsnauðsynlegra peptíða og öflugustu andoxunarefna líkamans sem minnka verulega með aldrinum. Eykur Epithelamine sem heilaköngullinn framleiðir, eykur m.a. glútaþíón (afeitrari líkamans) og SOD (Sindurefna fangari líkamans), þar af leiðir bætir Alavida heilsuna almennt sem kemur vel fram á húðinni, styrkir ónæmiskerfið og dregur verulega úr öldrunareinkennum. 3ja mánaða reynslutími þ.e.a.s. 100% endurgreiðslutrygging (Áskrift / Preferred Customer).“ Lokuðu síðunni en brotið sagt alvarlegt Forsvarsmenn Reykjavík Marketing svöruðu fyrirspurn Neytendastofu um sannanir fyrir fullyrðingunum með því að senda stofnuninni fjölda skráa sem innihéldu þær rannsóknir sem Lifewave byggir fullyrðingar sínar á. Þá var áréttað að engin sala færi fram á síðunni heldur ætti hún sér stað beint af Lifewave. Neytendastofa ítrekaði hins vegar að það væri mat stofnunarinnar að sjónarmið um að healthi.is væri upplýsingavefur en ekki sölusíða gerðu það ekki að verkum að hún þyrfti ekki að uppfylla skilyrði laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Þá þyrfti fyrirtækið að geta vísað beint á sannanir fyrir fullyrðingunum; þannig þyrfti að koma fram hvar og í hvaða rannsókn sannanir væri að finna fyrir hverri fullyrðingu fyrir sig. Reykjavík Marketing tilkynnti í kjölfarið að tekin hefði verið ákvörðun um að stöðva verkefnið og taka síðuna niður. Stofnunin ætti því ekki að gera ráð fyrir frekari svörum af hálfu þess. Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að fullyrðingarnar um Lifewave-vörurnar veittu rangar upplýsingar um helstu einkenni varanna og að þær væru líklegar til að valda því að neytendur tækju ákvarðanir sem þeir hefðu annars ekki tekið. Þá væru þær líklegar til að raska verulega fjárhagslegri hegðun neytandans. Félagið hefði með fullyrðingum sínum haldið því ranglega fram að vörurnar gætu læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi. Brot Reykjavík Marketing væri alvarlegt en að teknu tilliti til allra þátta, meðal annars þess að síðunni hefði verið lokað, væri hæfileg sekt 100 þúsund krónur. Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Fleiri fréttir Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Samkvæmt ákvörðun Neytendastofu rak Reykjavík Marketing ehf. vefsíðuna healthi.is, þar sem umræddar vörur voru auglýstar og seldar. Neytendastofa gerði athugasemdir við sautján fullyrðingar um vörurnar og benti einnig á að svo virtist sem allar upplýsingar vantaði um þjónustuveitanda. Fullyrt var á vefsíðunni að virkja mætti eigin stofnfrumur með notkun plástra frá Lifewave, að „4.000 gen“ myndu byrja að „endurstillast“ innan 24 klukkustunda og jafnvel þótt notandinn finndi ekki fyrir því myndu stofnfrumurnar endurnýja innri líffæri og vef. Um kremið Alavida sagði, svo dæmi sé tekið: „Alavida er bylting til að viðhalda unglegri og fallegri húð og nýtur algjörar sérstöðu því árangurinn kemur innan frá. Alavida eykur framleiðslu lífsnauðsynlegra peptíða og öflugustu andoxunarefna líkamans sem minnka verulega með aldrinum. Eykur Epithelamine sem heilaköngullinn framleiðir, eykur m.a. glútaþíón (afeitrari líkamans) og SOD (Sindurefna fangari líkamans), þar af leiðir bætir Alavida heilsuna almennt sem kemur vel fram á húðinni, styrkir ónæmiskerfið og dregur verulega úr öldrunareinkennum. 3ja mánaða reynslutími þ.e.a.s. 100% endurgreiðslutrygging (Áskrift / Preferred Customer).“ Lokuðu síðunni en brotið sagt alvarlegt Forsvarsmenn Reykjavík Marketing svöruðu fyrirspurn Neytendastofu um sannanir fyrir fullyrðingunum með því að senda stofnuninni fjölda skráa sem innihéldu þær rannsóknir sem Lifewave byggir fullyrðingar sínar á. Þá var áréttað að engin sala færi fram á síðunni heldur ætti hún sér stað beint af Lifewave. Neytendastofa ítrekaði hins vegar að það væri mat stofnunarinnar að sjónarmið um að healthi.is væri upplýsingavefur en ekki sölusíða gerðu það ekki að verkum að hún þyrfti ekki að uppfylla skilyrði laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Þá þyrfti fyrirtækið að geta vísað beint á sannanir fyrir fullyrðingunum; þannig þyrfti að koma fram hvar og í hvaða rannsókn sannanir væri að finna fyrir hverri fullyrðingu fyrir sig. Reykjavík Marketing tilkynnti í kjölfarið að tekin hefði verið ákvörðun um að stöðva verkefnið og taka síðuna niður. Stofnunin ætti því ekki að gera ráð fyrir frekari svörum af hálfu þess. Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að fullyrðingarnar um Lifewave-vörurnar veittu rangar upplýsingar um helstu einkenni varanna og að þær væru líklegar til að valda því að neytendur tækju ákvarðanir sem þeir hefðu annars ekki tekið. Þá væru þær líklegar til að raska verulega fjárhagslegri hegðun neytandans. Félagið hefði með fullyrðingum sínum haldið því ranglega fram að vörurnar gætu læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi. Brot Reykjavík Marketing væri alvarlegt en að teknu tilliti til allra þátta, meðal annars þess að síðunni hefði verið lokað, væri hæfileg sekt 100 þúsund krónur.
Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Fleiri fréttir Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira