Varar við þenslu á byggingamarkaði Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. júní 2024 14:01 Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri segir hagkerfið að kólna en á meðan sé byggingageirinn í örum vexti. Það geti reynst hættulegt fyrir geirann í slíku ástandi. Vísir/Berghildur Þrátt fyrir að hægt hafi á efnahagslífinu er verðbólga ekki að láta undan að sögn Seðlabankastjóra. Og það þrátt fyrir að stýrivaxtahækkanir bankans hafi sérstaklega verið beint að henni. Hann segir byggingariðnað í miklum vexti sem geti reynst varasamt á meðan hagkerfið kólnar. Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum.Lítið ber enn á vanskilum þrátt fyrir hátt vaxtastig. Vert er þó að hafa í huga að þrálát verðbólga samhliða hægari vexti efnahagsumsvifa mun skapa áskoranir fyrir fjármálakerfið á næstu misserum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Fjármálastöðugleikanefndar frá því í morgun. Hætta á meiri erfiðleikumhjaðni verðbólga ekki Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri segir að þrátt fyrir að háum stýrivöxtum sé beint að verðbólgunni sé hún ekki að láta undan. „Við munum lækka vexti um leið og verðbólga gengur niður. Síðasta verðbólgumæling var ekki nógu góð og verðbólgan jókst aðeins. Við sjáum hvernig þróunin verður í sumar. Auðvitað væri heppilegast að verðbólga væri að ganga niður samfara því sem hagkerfið kólnar, það er það sem við viljum sjá. Vonandi fer þetta að ganga í takt. Ef ekki þá getur það þýtt aðeins meiri erfiðleika,“ segir Ásgeir. Ásgeir telur síðustu kjarasamninga skýra aukna verðbólgu. „Það var verið að skrifa undir nýja kjarasamninga. Við óttuðumst að þegar launahækkanir kæmu inn samfara þeim myndi það auka verðbólgu. Og það mögulega hefur komið fram í síðust mælingu En við bindum vonir við að við séum að ná þessu niður,“ segir Ásgeir. Varar við þenslu á byggingamarkaði Þrátt fyrir að sérfræðingar HMS hafi sagt í síðustu viku að uppbygging húsnæðis væri ekki að uppfylla fyrirliggjandi þörf segir Ásgeir byggingageirann ein af fáum atvinnugreinum sem sé að vaxa hratt um þessar mundir og jafnvel of hratt. „Það hefur verið of lítið byggt síðustu tíu til fimmtán ár. Við sjáum hins vegar byggingageirann núna í örum vexti. Einu fyrirtækin sem eru að sækja um lán hjá fjármálastofnunum eru byggingafyrirtæki og fasteignafélög. Við sjáum líka að fólki í byggingariðnaði er að fjölga. Þannig að við sjáum að byggingageirinn er á fullum krafti og í miklum vexti. Það er alltaf þessi hætta sem byggingageirinn stendur frammi fyrir því ef það byrjar að hægja á öllu öðru og allir aðrir geirar að fara í vörn þá getur verið hættulegt fyrir byggingageirann að hlaupa einn fram eins og mögulega er verið að gera,“ segir Ásgeir. Seðlabankinn Fjármálafyrirtæki Byggingariðnaður Efnahagsmál Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum.Lítið ber enn á vanskilum þrátt fyrir hátt vaxtastig. Vert er þó að hafa í huga að þrálát verðbólga samhliða hægari vexti efnahagsumsvifa mun skapa áskoranir fyrir fjármálakerfið á næstu misserum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Fjármálastöðugleikanefndar frá því í morgun. Hætta á meiri erfiðleikumhjaðni verðbólga ekki Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri segir að þrátt fyrir að háum stýrivöxtum sé beint að verðbólgunni sé hún ekki að láta undan. „Við munum lækka vexti um leið og verðbólga gengur niður. Síðasta verðbólgumæling var ekki nógu góð og verðbólgan jókst aðeins. Við sjáum hvernig þróunin verður í sumar. Auðvitað væri heppilegast að verðbólga væri að ganga niður samfara því sem hagkerfið kólnar, það er það sem við viljum sjá. Vonandi fer þetta að ganga í takt. Ef ekki þá getur það þýtt aðeins meiri erfiðleika,“ segir Ásgeir. Ásgeir telur síðustu kjarasamninga skýra aukna verðbólgu. „Það var verið að skrifa undir nýja kjarasamninga. Við óttuðumst að þegar launahækkanir kæmu inn samfara þeim myndi það auka verðbólgu. Og það mögulega hefur komið fram í síðust mælingu En við bindum vonir við að við séum að ná þessu niður,“ segir Ásgeir. Varar við þenslu á byggingamarkaði Þrátt fyrir að sérfræðingar HMS hafi sagt í síðustu viku að uppbygging húsnæðis væri ekki að uppfylla fyrirliggjandi þörf segir Ásgeir byggingageirann ein af fáum atvinnugreinum sem sé að vaxa hratt um þessar mundir og jafnvel of hratt. „Það hefur verið of lítið byggt síðustu tíu til fimmtán ár. Við sjáum hins vegar byggingageirann núna í örum vexti. Einu fyrirtækin sem eru að sækja um lán hjá fjármálastofnunum eru byggingafyrirtæki og fasteignafélög. Við sjáum líka að fólki í byggingariðnaði er að fjölga. Þannig að við sjáum að byggingageirinn er á fullum krafti og í miklum vexti. Það er alltaf þessi hætta sem byggingageirinn stendur frammi fyrir því ef það byrjar að hægja á öllu öðru og allir aðrir geirar að fara í vörn þá getur verið hættulegt fyrir byggingageirann að hlaupa einn fram eins og mögulega er verið að gera,“ segir Ásgeir.
Seðlabankinn Fjármálafyrirtæki Byggingariðnaður Efnahagsmál Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira