Þá heyrum við í seðlabankastjóra um horfurnar hér á landi en hann segir að þrátt fyrir að hægt hafi á efnahagslífinu sé verðbólga ekki að láta undan.
Einnig verður rætt við líffræðing sem segir ekki ólíklegt að hretið sem nú gengur yfir hafi áhrif á varpárangur hér á landi. Það komi þó ekki í ljós fyrr en síðar.
Og í íþróttapakkanum verður frækinn sigur kvennalandsliðsins á Laugardalsvelli í gærkvöldi gerður upp.