„Skítaskilaboð“ forsetaframbjóðenda til Úkraínumanna Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2024 09:35 Diljá Mist Einarsdóttir, formaður utanríkismálanefndar, telur fólk á Íslandi í „búbblu“ hvað varðar stuðning Íslands við Úkraínu. Vísir/Vilhelm Formaður utanríkismálanefndar Alþingis lýsir afstöðu sumra forsetaframbjóðenda að Ísland eigi ekki að styðja Úkraínumenn til vopnakaupa sem „skítaskilaboðum“. Halla Tómasdóttir, nýkjörin forseti, var einna mest afgerandi í þeirri skoðun fyrir kosningar. Hluti af fjárstuðningi íslenskra stjórnvalda til Úkraínu vegna innrásar Rússa rennur í sjóði á vegum Atlantshafsbandalagsins sem fjármagna meðal annars skotfærasendingar. Í kappræðum fyrir forsetakosningarnar lýstu nær allir frambjóðendurnir einhverjum efasemdum um beinan hernaðarstuðning á einhverjum tímapunkti. Halla og Arnar Þór Jónsson töluðu þó nokkuð afgerandi gegn því að Ísland tæki þátt í að styðja Úkraínu með vopnum eða skotfærum. Í síðustu sjónvarpskappræðum Ríkisútvarpsins á föstudag sagði Halla það stríða gegn gildum Íslands á sama tíma og aðrir frambjóðendur virtust hafa tónað verulega niður efasemdir sínar um vopnakaup frá fyrri kappræðum. „Í heimi þar sem allar stórþjóðir eru að velja stríð held ég að við leggjum mest af mörkum með því að standa fyrir og velja frið. Ég hef sagt það og ég bara endurtek það að ég tel að það sé hægt að semja um hvað sem er,“ sagði verðandi forsetinn. Í öðrum kappræðum talaði Halla um að hún vildi að Ísland væri hluti af varnarbandalagi en ekki sóknar í samhengi við tilraunir Úkraínumanna til þess að verjast innrás Rússa. Skilningsleysi á Íslandi Diljá Mist Einarsdóttir, formaður utanríkismálanefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði ákveðið skilningsleysi ríkja á Íslandi um stuðninginn við Úkraínu þegar hún var spurð út í gagnrýni á hernaðaraðstoð í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Benti hún á að sjóðirnir sem Ísland styrki kaupi meðal annars loftvarnarkerfi og skotfæri en framlag Íslands fari einnig í kaup á hlífðarbúnaði og fleiru. Spurð út í efasemdir forsetaframbjóðenda sem komu fram í kosningabaráttunni sagði Diljá Mist að sé hafi fundist ótrúlegt að heyra þá tala með þeim hætti að Ísland væri ekki friðelskandi þjóð vegna þess að hún styddi vina- og nágrannaþjóð sem sæti undir hræðilegri og ofstopafullri árás. „Mér finnst auðvitað bara skítaskilaboð til þjóðar sem er verið að sprengja í loft upp upp á hvern einasta dag, stela börnunum þeirra, nauðga konunum þeirra, að við skulum vera tilbúin að senda þeim plástra og taka við flóttamönnum. Mér finnst það skítaskilaboð,“ sagði þingmaðurinn. Utanríkismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Forsetakosningar 2024 Bítið Tengdar fréttir Ólík sýn á hvort Ísland eigi að styðja vörn Úkraínumanna Efstu frambjóðendur í skoðanakönnunum fyrir forsetakosningarnar voru ekki á einu máli um hvort rétt væri af Íslandi að styðja Úkraínumenn í vörn þeirra gegn innrás Rússa í kappræðum RÚV í kvöld. Halla Tómasdóttir lýsti einna mestum efasemdum um að styðja Úkraínu hernaðarlega. 31. maí 2024 23:04 Selenskí óskar Höllu Tómasdóttur til hamingju Forseti Úkraínu, Vólódímír Selenskí, óskaði nýkjörnum forseta Íslands Höllu Tómasdóttur til hamingju með sigurinn á samfélagsmiðlinum X í dag. 2. júní 2024 22:22 „Við erum ekki hlutlaus þjóð“ Frambjóðendur til forseta lýstu almennt andstöðu við vopnakaup fyrir Úkraínu í kappræðum á Stöð 2 í kvöld. Þeir lögðu áherslu á hlutleysis- og friðarstefnu en fyrrverandi forsætisráðherra benti á að Íslandi væri þó ekki hlutlaus þjóð. 16. maí 2024 20:52 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira
Hluti af fjárstuðningi íslenskra stjórnvalda til Úkraínu vegna innrásar Rússa rennur í sjóði á vegum Atlantshafsbandalagsins sem fjármagna meðal annars skotfærasendingar. Í kappræðum fyrir forsetakosningarnar lýstu nær allir frambjóðendurnir einhverjum efasemdum um beinan hernaðarstuðning á einhverjum tímapunkti. Halla og Arnar Þór Jónsson töluðu þó nokkuð afgerandi gegn því að Ísland tæki þátt í að styðja Úkraínu með vopnum eða skotfærum. Í síðustu sjónvarpskappræðum Ríkisútvarpsins á föstudag sagði Halla það stríða gegn gildum Íslands á sama tíma og aðrir frambjóðendur virtust hafa tónað verulega niður efasemdir sínar um vopnakaup frá fyrri kappræðum. „Í heimi þar sem allar stórþjóðir eru að velja stríð held ég að við leggjum mest af mörkum með því að standa fyrir og velja frið. Ég hef sagt það og ég bara endurtek það að ég tel að það sé hægt að semja um hvað sem er,“ sagði verðandi forsetinn. Í öðrum kappræðum talaði Halla um að hún vildi að Ísland væri hluti af varnarbandalagi en ekki sóknar í samhengi við tilraunir Úkraínumanna til þess að verjast innrás Rússa. Skilningsleysi á Íslandi Diljá Mist Einarsdóttir, formaður utanríkismálanefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði ákveðið skilningsleysi ríkja á Íslandi um stuðninginn við Úkraínu þegar hún var spurð út í gagnrýni á hernaðaraðstoð í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Benti hún á að sjóðirnir sem Ísland styrki kaupi meðal annars loftvarnarkerfi og skotfæri en framlag Íslands fari einnig í kaup á hlífðarbúnaði og fleiru. Spurð út í efasemdir forsetaframbjóðenda sem komu fram í kosningabaráttunni sagði Diljá Mist að sé hafi fundist ótrúlegt að heyra þá tala með þeim hætti að Ísland væri ekki friðelskandi þjóð vegna þess að hún styddi vina- og nágrannaþjóð sem sæti undir hræðilegri og ofstopafullri árás. „Mér finnst auðvitað bara skítaskilaboð til þjóðar sem er verið að sprengja í loft upp upp á hvern einasta dag, stela börnunum þeirra, nauðga konunum þeirra, að við skulum vera tilbúin að senda þeim plástra og taka við flóttamönnum. Mér finnst það skítaskilaboð,“ sagði þingmaðurinn.
Utanríkismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Forsetakosningar 2024 Bítið Tengdar fréttir Ólík sýn á hvort Ísland eigi að styðja vörn Úkraínumanna Efstu frambjóðendur í skoðanakönnunum fyrir forsetakosningarnar voru ekki á einu máli um hvort rétt væri af Íslandi að styðja Úkraínumenn í vörn þeirra gegn innrás Rússa í kappræðum RÚV í kvöld. Halla Tómasdóttir lýsti einna mestum efasemdum um að styðja Úkraínu hernaðarlega. 31. maí 2024 23:04 Selenskí óskar Höllu Tómasdóttur til hamingju Forseti Úkraínu, Vólódímír Selenskí, óskaði nýkjörnum forseta Íslands Höllu Tómasdóttur til hamingju með sigurinn á samfélagsmiðlinum X í dag. 2. júní 2024 22:22 „Við erum ekki hlutlaus þjóð“ Frambjóðendur til forseta lýstu almennt andstöðu við vopnakaup fyrir Úkraínu í kappræðum á Stöð 2 í kvöld. Þeir lögðu áherslu á hlutleysis- og friðarstefnu en fyrrverandi forsætisráðherra benti á að Íslandi væri þó ekki hlutlaus þjóð. 16. maí 2024 20:52 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira
Ólík sýn á hvort Ísland eigi að styðja vörn Úkraínumanna Efstu frambjóðendur í skoðanakönnunum fyrir forsetakosningarnar voru ekki á einu máli um hvort rétt væri af Íslandi að styðja Úkraínumenn í vörn þeirra gegn innrás Rússa í kappræðum RÚV í kvöld. Halla Tómasdóttir lýsti einna mestum efasemdum um að styðja Úkraínu hernaðarlega. 31. maí 2024 23:04
Selenskí óskar Höllu Tómasdóttur til hamingju Forseti Úkraínu, Vólódímír Selenskí, óskaði nýkjörnum forseta Íslands Höllu Tómasdóttur til hamingju með sigurinn á samfélagsmiðlinum X í dag. 2. júní 2024 22:22
„Við erum ekki hlutlaus þjóð“ Frambjóðendur til forseta lýstu almennt andstöðu við vopnakaup fyrir Úkraínu í kappræðum á Stöð 2 í kvöld. Þeir lögðu áherslu á hlutleysis- og friðarstefnu en fyrrverandi forsætisráðherra benti á að Íslandi væri þó ekki hlutlaus þjóð. 16. maí 2024 20:52