Masters-sigurvegarinn brotnaði saman þegar hann minntist Murrays Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. júní 2024 10:01 Scottie Scheffler minntist Graysons Murray með hlýhug. getty/Tim Heitman Fjöldi kylfinga kom saman í gær til að minnast Graysons Murray sem féll fyrir eigin hendi í síðasta mánuði. Minningarathöfnin fór í á golfvelli í Ohio. Meðal þeirra sem var viðstaddur og tók til máls var Scottie Scheffler sem vann Masters-mótið í apríl. Þeim Murray var vel til vina og Scheffler talaði vel um sinn fallna félaga á minningarathöfninni. Það tók þó greinilega á Scheffler sem felldi tár þegar hann gekk úr pontu og grúfði höfuð sitt í kjölfarið í faðm eiginkonu sinnar. Jay Monahan, yfirmaður PGA-mótaraðarinnar, hélt einnig ræðu á minningarathöfninni. Murray og fleiri gagnrýndu Monahan eftir að hann gerði samninginn við LIV-mótaröðina fyrir ári og í kjölfarið fór hann í leyfi. Monahan slökkti á símanum sínum í mánuð en þegar hann kveikti á honum á ný biðu hans skilaboð frá Murray þar sem hann óskaði honum góðs bata. Monahan kvaðst þakklátur fyrir stuðninginn og vinahuginn sem Murray sýndi honum. Murray framdi sjálfsmorð laugardaginn 25. maí, degi eftir að hann dró sig úr keppni á Charles Schwab Challenge mótinu. Hann var þrítugur þegar hann lést. Murray glímdi við þunglyndi og alkahólisma. Hann lét eftir sig unnustu. Murray vann tvö PGA-mót, þar á meðal Sony Open á Hawaii í janúar. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Golf Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Körfubolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Minningarathöfnin fór í á golfvelli í Ohio. Meðal þeirra sem var viðstaddur og tók til máls var Scottie Scheffler sem vann Masters-mótið í apríl. Þeim Murray var vel til vina og Scheffler talaði vel um sinn fallna félaga á minningarathöfninni. Það tók þó greinilega á Scheffler sem felldi tár þegar hann gekk úr pontu og grúfði höfuð sitt í kjölfarið í faðm eiginkonu sinnar. Jay Monahan, yfirmaður PGA-mótaraðarinnar, hélt einnig ræðu á minningarathöfninni. Murray og fleiri gagnrýndu Monahan eftir að hann gerði samninginn við LIV-mótaröðina fyrir ári og í kjölfarið fór hann í leyfi. Monahan slökkti á símanum sínum í mánuð en þegar hann kveikti á honum á ný biðu hans skilaboð frá Murray þar sem hann óskaði honum góðs bata. Monahan kvaðst þakklátur fyrir stuðninginn og vinahuginn sem Murray sýndi honum. Murray framdi sjálfsmorð laugardaginn 25. maí, degi eftir að hann dró sig úr keppni á Charles Schwab Challenge mótinu. Hann var þrítugur þegar hann lést. Murray glímdi við þunglyndi og alkahólisma. Hann lét eftir sig unnustu. Murray vann tvö PGA-mót, þar á meðal Sony Open á Hawaii í janúar. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Golf Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Körfubolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira