Masters-sigurvegarinn brotnaði saman þegar hann minntist Murrays Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. júní 2024 10:01 Scottie Scheffler minntist Graysons Murray með hlýhug. getty/Tim Heitman Fjöldi kylfinga kom saman í gær til að minnast Graysons Murray sem féll fyrir eigin hendi í síðasta mánuði. Minningarathöfnin fór í á golfvelli í Ohio. Meðal þeirra sem var viðstaddur og tók til máls var Scottie Scheffler sem vann Masters-mótið í apríl. Þeim Murray var vel til vina og Scheffler talaði vel um sinn fallna félaga á minningarathöfninni. Það tók þó greinilega á Scheffler sem felldi tár þegar hann gekk úr pontu og grúfði höfuð sitt í kjölfarið í faðm eiginkonu sinnar. Jay Monahan, yfirmaður PGA-mótaraðarinnar, hélt einnig ræðu á minningarathöfninni. Murray og fleiri gagnrýndu Monahan eftir að hann gerði samninginn við LIV-mótaröðina fyrir ári og í kjölfarið fór hann í leyfi. Monahan slökkti á símanum sínum í mánuð en þegar hann kveikti á honum á ný biðu hans skilaboð frá Murray þar sem hann óskaði honum góðs bata. Monahan kvaðst þakklátur fyrir stuðninginn og vinahuginn sem Murray sýndi honum. Murray framdi sjálfsmorð laugardaginn 25. maí, degi eftir að hann dró sig úr keppni á Charles Schwab Challenge mótinu. Hann var þrítugur þegar hann lést. Murray glímdi við þunglyndi og alkahólisma. Hann lét eftir sig unnustu. Murray vann tvö PGA-mót, þar á meðal Sony Open á Hawaii í janúar. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Golf Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Minningarathöfnin fór í á golfvelli í Ohio. Meðal þeirra sem var viðstaddur og tók til máls var Scottie Scheffler sem vann Masters-mótið í apríl. Þeim Murray var vel til vina og Scheffler talaði vel um sinn fallna félaga á minningarathöfninni. Það tók þó greinilega á Scheffler sem felldi tár þegar hann gekk úr pontu og grúfði höfuð sitt í kjölfarið í faðm eiginkonu sinnar. Jay Monahan, yfirmaður PGA-mótaraðarinnar, hélt einnig ræðu á minningarathöfninni. Murray og fleiri gagnrýndu Monahan eftir að hann gerði samninginn við LIV-mótaröðina fyrir ári og í kjölfarið fór hann í leyfi. Monahan slökkti á símanum sínum í mánuð en þegar hann kveikti á honum á ný biðu hans skilaboð frá Murray þar sem hann óskaði honum góðs bata. Monahan kvaðst þakklátur fyrir stuðninginn og vinahuginn sem Murray sýndi honum. Murray framdi sjálfsmorð laugardaginn 25. maí, degi eftir að hann dró sig úr keppni á Charles Schwab Challenge mótinu. Hann var þrítugur þegar hann lést. Murray glímdi við þunglyndi og alkahólisma. Hann lét eftir sig unnustu. Murray vann tvö PGA-mót, þar á meðal Sony Open á Hawaii í janúar. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Golf Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira