Hræðist að íslenskan hljóti sömu örlög og geirfuglinn Tómas Arnar Þorláksson skrifar 4. júní 2024 10:50 Sigríður Hagalín Björnsdóttir, fréttamaður og rithöfundur, varar við því að of mikil áhersla á að viðhalda tungumálinu gæti haft öfug áhrif. Samsett mynd „Mér dettur ekki í hug að líkja íslenskri tungu við íslenska geirfuglinn. Hún er hvorki stór né klunnaleg, og þaðan af síður ófleyg eða ósjálfbjarga. En ég óttast að sumir einlægir velunnarar hennar skapi henni sömu örlög og geirfuglinum; að varðveisla hennar ríði henni á endanum að fullu.“ Þetta segir Sigríður Hagalín Björnsdóttir, fréttamaður og rithöfundur, um möguleg örlög íslenskunnar í skoðanapistli sem var birtur á Vísi í morgun. Hún hefur pistilinn á að minna á að fyrir 180 árum síðan voru síðustu geirfuglarnir ráðnir af dögunum hér á landi í þeim tilgangi að varðveita þá á söfnum. Hún spyr í kjölfarið hvað megi læra af þessu. Notar geirfuglinn sem dæmisögu „Eflaust eitthvað um heimsku og skammsýni allra þeirra sem komu að máli, en ég held að enginn þeirra hafi verið knúinn áfram af illum hvötum. Þetta voru sennilega allt góðir menn og velmeinandi, og ég dreg fyrst og fremst þessa ályktun af atburðinum: of einstrengingsleg varðveisla tegundanna getur hreinlega útrýmt þeim.“ Sigríður notar síðan söguna um afdrif Geirfuglsins sem dæmisögu fyrir mögulega framtíð íslenskrar tungu. Hún teiknar upp þá mynd að ef fólk beitir sér um of fyrir því að viðhalda gömlum reglum og leyfi ekki tungumálinu að þróast eðlilega að þá eigi það á hættu að þurrkast út. Sigríður fagnar því að íslenskan sé enn sprelllifandi og í daglegri notkun hjá alls konar fólki, ungum og gömlum, lærðum og ólærðum og hjá innfæddum og aðfluttum. Hún minnir á að aldrei hafi eins margir talað íslensku og í dag og að það sé aðeins eðlilegt að tungumálið taki breytingum og lagi sig að hverjum þeim sem notar það. Svarar fyrir gagnrýni gegn RÚV Í kjölfarið svarar hún fyrir þá gagnrýni sem Ríkisútvarpið hefur sætt undanfarið en eins og greint hefur verið frá hefur RÚV verið sakað um að ætla venja þjóðina á kynhlutlaust mál. „Netheimar loga, formaður Miðflokksins skrifar ógnarlanga grein um málið í Morgunblaðið og menningarmálaráðherra hefur kallað útvarpsstjóra á teppið. Engu máli virðist skipta að Ríkisútvarpið beri af sér sakir og bendi á að þar innandyra sé fólk bara að reyna að vanda sig, því sé frjálst að nota það orðalag sem því þykir eðlilegt, svo lengi sem það teljist ekki beinlínis rangt,“ skrifar Sigríður. Hún ítrekar að engin hætta stafi að íslenskunni þó að sumir tali um fólk frekar en menn og þau frekar en þá. Hún áréttar jafnframt að hún hafi aldrei fundið fyrir neinum þrýstingi vegna íhaldsamrar máltilfinningu hennar. Íslenskan vissulega í útrýmingarhættu Sigríður tekur fram að þrátt fyrir þetta sé íslensk tunga vissulega í útrýmingarhættu og að helsta ógnin stafi frá ágangi nýrra miðla sem íslenskan hefur ekki fengið að aðlagast. Að hennar mati veldur þetta því að athygli okkar og fjármagn beinist frá efni á íslensku. „Framlög til rannsókna og kennslu á íslenskri tungu, bókmenntum og öðrum hugvísindum við Háskóla Íslands hafa verið skorin niður við trog, almenningsbókasöfnum er lokað í sparnaðarskyni á sumrin, frjálsir fjölmiðlar rorra í andarslitrunum og fyrirtæki eins og Storytel hefur fengið að stunda rányrkju í íslenska bókmenntahagkerfinu“. Hún minnir því aftur á örlög Geirfuglsins og bendir á að ef fólk hefði á sínum tíma lagt fjármagn, alúð og vinnu í að hjálpa geirfuglinum að lifa og fjölga sér í stað þess að varðveita hann þá væri hann mögulega ekki útrýmdur. „Mig langar til að stinga þeirri hugmynd að þeim góðu, velmeinandi mönnum sem ganga harðast fram við að vernda íslenska tungu, að þeir eyði ekki verðmætri orku og púðri í að reyna að koma í veg fyrir að hún lagi sig að samtíma sínum,“ segir Sigríður að lokum og ítrekar að það þurfi að beina sjónum okkar að því að rækta tungumálið og efla íslenskukennslu á öllum skólastigum. Grein Sigríðar má lesa í heild sinni hér. Íslensk tunga Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Fuglar Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira
Þetta segir Sigríður Hagalín Björnsdóttir, fréttamaður og rithöfundur, um möguleg örlög íslenskunnar í skoðanapistli sem var birtur á Vísi í morgun. Hún hefur pistilinn á að minna á að fyrir 180 árum síðan voru síðustu geirfuglarnir ráðnir af dögunum hér á landi í þeim tilgangi að varðveita þá á söfnum. Hún spyr í kjölfarið hvað megi læra af þessu. Notar geirfuglinn sem dæmisögu „Eflaust eitthvað um heimsku og skammsýni allra þeirra sem komu að máli, en ég held að enginn þeirra hafi verið knúinn áfram af illum hvötum. Þetta voru sennilega allt góðir menn og velmeinandi, og ég dreg fyrst og fremst þessa ályktun af atburðinum: of einstrengingsleg varðveisla tegundanna getur hreinlega útrýmt þeim.“ Sigríður notar síðan söguna um afdrif Geirfuglsins sem dæmisögu fyrir mögulega framtíð íslenskrar tungu. Hún teiknar upp þá mynd að ef fólk beitir sér um of fyrir því að viðhalda gömlum reglum og leyfi ekki tungumálinu að þróast eðlilega að þá eigi það á hættu að þurrkast út. Sigríður fagnar því að íslenskan sé enn sprelllifandi og í daglegri notkun hjá alls konar fólki, ungum og gömlum, lærðum og ólærðum og hjá innfæddum og aðfluttum. Hún minnir á að aldrei hafi eins margir talað íslensku og í dag og að það sé aðeins eðlilegt að tungumálið taki breytingum og lagi sig að hverjum þeim sem notar það. Svarar fyrir gagnrýni gegn RÚV Í kjölfarið svarar hún fyrir þá gagnrýni sem Ríkisútvarpið hefur sætt undanfarið en eins og greint hefur verið frá hefur RÚV verið sakað um að ætla venja þjóðina á kynhlutlaust mál. „Netheimar loga, formaður Miðflokksins skrifar ógnarlanga grein um málið í Morgunblaðið og menningarmálaráðherra hefur kallað útvarpsstjóra á teppið. Engu máli virðist skipta að Ríkisútvarpið beri af sér sakir og bendi á að þar innandyra sé fólk bara að reyna að vanda sig, því sé frjálst að nota það orðalag sem því þykir eðlilegt, svo lengi sem það teljist ekki beinlínis rangt,“ skrifar Sigríður. Hún ítrekar að engin hætta stafi að íslenskunni þó að sumir tali um fólk frekar en menn og þau frekar en þá. Hún áréttar jafnframt að hún hafi aldrei fundið fyrir neinum þrýstingi vegna íhaldsamrar máltilfinningu hennar. Íslenskan vissulega í útrýmingarhættu Sigríður tekur fram að þrátt fyrir þetta sé íslensk tunga vissulega í útrýmingarhættu og að helsta ógnin stafi frá ágangi nýrra miðla sem íslenskan hefur ekki fengið að aðlagast. Að hennar mati veldur þetta því að athygli okkar og fjármagn beinist frá efni á íslensku. „Framlög til rannsókna og kennslu á íslenskri tungu, bókmenntum og öðrum hugvísindum við Háskóla Íslands hafa verið skorin niður við trog, almenningsbókasöfnum er lokað í sparnaðarskyni á sumrin, frjálsir fjölmiðlar rorra í andarslitrunum og fyrirtæki eins og Storytel hefur fengið að stunda rányrkju í íslenska bókmenntahagkerfinu“. Hún minnir því aftur á örlög Geirfuglsins og bendir á að ef fólk hefði á sínum tíma lagt fjármagn, alúð og vinnu í að hjálpa geirfuglinum að lifa og fjölga sér í stað þess að varðveita hann þá væri hann mögulega ekki útrýmdur. „Mig langar til að stinga þeirri hugmynd að þeim góðu, velmeinandi mönnum sem ganga harðast fram við að vernda íslenska tungu, að þeir eyði ekki verðmætri orku og púðri í að reyna að koma í veg fyrir að hún lagi sig að samtíma sínum,“ segir Sigríður að lokum og ítrekar að það þurfi að beina sjónum okkar að því að rækta tungumálið og efla íslenskukennslu á öllum skólastigum. Grein Sigríðar má lesa í heild sinni hér.
Íslensk tunga Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Fuglar Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira