Stúkan um varnarvandræði KR: „Það er ekkert sjálfstraust, menn eru farnir að efast um eigin getu“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 4. júní 2024 13:01 Það var hart barist á köflum í gær en varnarleikur KR var oft á tíðum ekki upp á marga fiska. Vísir/Anton Brink KR hefur átt í miklum varnarvandræðum að undanförnu og fengið á sig töluvert fleiri mörk en óskað var eftir. Fimm sinnum þurftu Vesturbæingar að tína boltann úr eigin neti í gær og Stúkan hefur áhyggjur af stöðu mála. „Það sem er búið að vera svolítið í gangi hjá KR-ingum er það, þeir eru bara með eitt plan og það er að pressa út um allan völl. Alveg sama hvernig staðan í leikjunum er, það er bara áfram pressa og þeim er ekkert að takast þessi pressa alltof vel upp,“ sagði Lárus Orri sérfræðingur í setti. Fyrsta markið sem KR fékk á sig var heldur klaufalegt, vörnin alltof ofarlega þegar markmaður Vals spyrnti fram, Tryggvi Hrafn fékk boltann og keyrði á illa staðsetta varnarmann og skaut í netið. „Það er þumalputtaregla í vörn að þegar maður er með bolta pressulaus, þá fellurðu niður, þeir gera það ekki. Það lítur út fyrir það, að mönnum líði illa í vörninni þarna i KR. Það er ekkert sjálfstraust, menn eru farnir að efast um eigin getu og getu liðsins til að verjast. Þetta hefur ekki litið vel út í þónokkuð langan tíma.“ Spila alltaf eins og lið sem þarf að sækja Það er einmitt ekki venjan að pressa af mikilli ákefð eftir að hafa skorað tvö mörk á skömmum tíma. Þá falla lið yfirleitt aðeins til baka og verja forystuna. „2-0 yfir á heimavelli og spila sem lið eins og það séu fimm mínútur eftir og þeir þurfi að sækja mark. Öskrað og gargað af bekknum, það verður að vera einhver skynsemi í þessu. Það má ekki bara vera einhvern ein aðferð, sem liðið virðist ekki ráða við.“ Vanir varnarmenn en illa skipulagt Varnarmenn KR eru engir aukvisar en leikplanið sem þjálfarinn leggur upp með er vandamál að mati þáttastjórnandans Guðmundar Benediktssonar. „Axel er stór og mikill hafsent en líður fáránlega illa með allt þetta pláss fyrir aftan sig. Að sama skapi færðu markmann, Guy Smit, sem að líður ekki vel að spila framarlega. Þegar þetta mætist þarna þá virðist bara verða óöryggi út um allt.“ Klippa: Stúkan ræðir varnarvandræði KR Umræðuna alla má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla KR Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Sport Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Sjá meira
„Það sem er búið að vera svolítið í gangi hjá KR-ingum er það, þeir eru bara með eitt plan og það er að pressa út um allan völl. Alveg sama hvernig staðan í leikjunum er, það er bara áfram pressa og þeim er ekkert að takast þessi pressa alltof vel upp,“ sagði Lárus Orri sérfræðingur í setti. Fyrsta markið sem KR fékk á sig var heldur klaufalegt, vörnin alltof ofarlega þegar markmaður Vals spyrnti fram, Tryggvi Hrafn fékk boltann og keyrði á illa staðsetta varnarmann og skaut í netið. „Það er þumalputtaregla í vörn að þegar maður er með bolta pressulaus, þá fellurðu niður, þeir gera það ekki. Það lítur út fyrir það, að mönnum líði illa í vörninni þarna i KR. Það er ekkert sjálfstraust, menn eru farnir að efast um eigin getu og getu liðsins til að verjast. Þetta hefur ekki litið vel út í þónokkuð langan tíma.“ Spila alltaf eins og lið sem þarf að sækja Það er einmitt ekki venjan að pressa af mikilli ákefð eftir að hafa skorað tvö mörk á skömmum tíma. Þá falla lið yfirleitt aðeins til baka og verja forystuna. „2-0 yfir á heimavelli og spila sem lið eins og það séu fimm mínútur eftir og þeir þurfi að sækja mark. Öskrað og gargað af bekknum, það verður að vera einhver skynsemi í þessu. Það má ekki bara vera einhvern ein aðferð, sem liðið virðist ekki ráða við.“ Vanir varnarmenn en illa skipulagt Varnarmenn KR eru engir aukvisar en leikplanið sem þjálfarinn leggur upp með er vandamál að mati þáttastjórnandans Guðmundar Benediktssonar. „Axel er stór og mikill hafsent en líður fáránlega illa með allt þetta pláss fyrir aftan sig. Að sama skapi færðu markmann, Guy Smit, sem að líður ekki vel að spila framarlega. Þegar þetta mætist þarna þá virðist bara verða óöryggi út um allt.“ Klippa: Stúkan ræðir varnarvandræði KR Umræðuna alla má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla KR Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Sport Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Sjá meira
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn