Ræddi ekki við aðra flokka og segir skilið við Sjálfstæðisflokk Tómas Arnar Þorláksson skrifar 26. október 2024 20:34 Einar Bárðarson Vísir/Vilhelm „Ég hef verið flokksbundinn Sjálfstæðismaður frá því að ég var sextán ára og síðustu ár hefur hjartað mitt ekki alveg slegið í takt sem almennur flokksmaður. Á fimmtudaginn var haft samband við mig og mér var boðið þessa stöðu. Ég hef aðstoðað Ásmund Einar Daðason og Lilju Dögg í góðum málum og eftir snarpa ígrundun gaf ég kost á mér gagnvart þessari bón og mér var boðið þetta formlega í gærkvöldi.“ Þetta segir Einar Þór Bárðarson, sjálfstætt starfandi ráðgjafi sem skipar annað sæti lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, spurður hvort að hann hafi sóst eftir sæti á lista hjá öðrum flokki en Framsókn eða hvort að aðrir flokkar hafi komið að tali við hann áður en hann ákvað að láta slag standa með Framsókn. „Ég ræddi þetta við mína konu og börnin mín við kvöldmat í gær og fékk samþykki þeirra og þá hugsaði ég með mér að ef fólk vill nýta mig til góðra verka þá er ég klár.“ Einar hefur verið skráður í Sjálfstæðisflokkinn í fjölmörg ár og gegnt ýmsum störfum fyrir flokkinn. Hann segir nú skilið við flokkinn og lítur fram á veg með Framsókn. Hann tekur fram að hann hafi ekki átt í neinum viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn um sæti á lista fyrir komandi alþingiskosningar sem verða þann 30. nóvember. Ekki jafn róttækur til hægri og margir Sjálfstæðismenn „Ég hef lengi starfað með Sjálfstæðisflokknum og var á tímabili í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. Ég var síðast í umhverfis- og samgöngunefnd hjá flokknum. Mér bauðst að taka sæti með Lilju og ég hef verið að vinna með henni í skapandi greinum og hafði áhuga á að leggja henni lið í þeirri vinnu og í öðrum góðum málum,“ segir Einar. Hann bætir við að undanfarið hafi leiðir hans og Sjálfstæðisflokksins farið í ólíkar áttir. „Ég hef kannski ekki verið jafn róttækur til hægri eins og margir Sjálfstæðismenn. Þannig hef ég kannski eins og margir aðrir ekki náð að staðsetja mig almennilega í Sjálfstæðisflokknum. Ég finn mig mjög vel í því sem að Lilja hefur verið að gera, að finna skapandi greinum rými. Ég hef mjög mikinn áhuga á að taka þátt í þeirri vinnu og öðrum störfum og öðrum ákvörðunum sem þarf að taka inn á þingi.“ Lilja hafði samband á fimmtudaginn Hann segir framboð sitt hafa komið til með þeim hætti að hann hafði samband við Lilju Dögg Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, þegar að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra tilkynnti að þing yrði rofið og boðaði til kosninga 13. október. „Ég hef mikinn áhuga á því að ryðja Lilju brautargengi, því hún er hálfnuð með þessa vinnu í kringum skapandi greinar og ég bauð henni aðstoð í þeirri vinnu. Hún hafði síðan samband við mig á fimmtudaginn og spurði hvort hún mætti setja nafnið mitt inn. Síðan var það kjördæmisráðið sem fór yfir það. Þegar maður fær svona tækifæri og er boðið að taka sæti sem trúnaðarmaður við flokkinn ofarlega og leggja sitt að mörkum til þess að gera samfélagið betra þá er ég er tilbúinn til þess.“ Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
Þetta segir Einar Þór Bárðarson, sjálfstætt starfandi ráðgjafi sem skipar annað sæti lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, spurður hvort að hann hafi sóst eftir sæti á lista hjá öðrum flokki en Framsókn eða hvort að aðrir flokkar hafi komið að tali við hann áður en hann ákvað að láta slag standa með Framsókn. „Ég ræddi þetta við mína konu og börnin mín við kvöldmat í gær og fékk samþykki þeirra og þá hugsaði ég með mér að ef fólk vill nýta mig til góðra verka þá er ég klár.“ Einar hefur verið skráður í Sjálfstæðisflokkinn í fjölmörg ár og gegnt ýmsum störfum fyrir flokkinn. Hann segir nú skilið við flokkinn og lítur fram á veg með Framsókn. Hann tekur fram að hann hafi ekki átt í neinum viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn um sæti á lista fyrir komandi alþingiskosningar sem verða þann 30. nóvember. Ekki jafn róttækur til hægri og margir Sjálfstæðismenn „Ég hef lengi starfað með Sjálfstæðisflokknum og var á tímabili í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. Ég var síðast í umhverfis- og samgöngunefnd hjá flokknum. Mér bauðst að taka sæti með Lilju og ég hef verið að vinna með henni í skapandi greinum og hafði áhuga á að leggja henni lið í þeirri vinnu og í öðrum góðum málum,“ segir Einar. Hann bætir við að undanfarið hafi leiðir hans og Sjálfstæðisflokksins farið í ólíkar áttir. „Ég hef kannski ekki verið jafn róttækur til hægri eins og margir Sjálfstæðismenn. Þannig hef ég kannski eins og margir aðrir ekki náð að staðsetja mig almennilega í Sjálfstæðisflokknum. Ég finn mig mjög vel í því sem að Lilja hefur verið að gera, að finna skapandi greinum rými. Ég hef mjög mikinn áhuga á að taka þátt í þeirri vinnu og öðrum störfum og öðrum ákvörðunum sem þarf að taka inn á þingi.“ Lilja hafði samband á fimmtudaginn Hann segir framboð sitt hafa komið til með þeim hætti að hann hafði samband við Lilju Dögg Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, þegar að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra tilkynnti að þing yrði rofið og boðaði til kosninga 13. október. „Ég hef mikinn áhuga á því að ryðja Lilju brautargengi, því hún er hálfnuð með þessa vinnu í kringum skapandi greinar og ég bauð henni aðstoð í þeirri vinnu. Hún hafði síðan samband við mig á fimmtudaginn og spurði hvort hún mætti setja nafnið mitt inn. Síðan var það kjördæmisráðið sem fór yfir það. Þegar maður fær svona tækifæri og er boðið að taka sæti sem trúnaðarmaður við flokkinn ofarlega og leggja sitt að mörkum til þess að gera samfélagið betra þá er ég er tilbúinn til þess.“
Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira