Tölum um tilfinningar Sigurþóra Bergsdóttir skrifar 3. júní 2024 15:00 „Það besta sem ég gerði við líf mitt var að finna ráðgjöf í Berginu.“ Mikið er rætt um geðeilsu unga fólksins og hversu mikilvægt sé að hlú að henni, enda sýna tölur að líðan ungs fólks fari versnandi. Oft er vísað í úrræðaleysi en svo vill til að það er til úrræði sem kemur til móts við ungt fólk á þeirra forsendum, það er Bergið headspace. Fagfólk í Berginu headspace veitir ungu fólki 12-25 ára ráðgjöf og stuðning án skilyrða og ókeypis. Við höfum sinnt þessu hlutverki í bráðum fimm ár. Setningin í fyrirsögninni er ein margra sem ungmenni hafa skrifað í þjónustukönnun Bergsins. Setningar eins og „bjargaði lífi mínu“, „veit ekki hvar ég væri hefði ég ekki komið í Bergið“, „fyrsta sinn sem virkilega var hlustað á mig“ kom líka fyrir enda er unga fólkið okkar ánægt með þjónustuna sem Bergið veitir. Bergið veitir þjónustu á nokkrum stöðum, á Suðurgötu 10 í Reykjavík, í Kópavogi, Hafnarfirði og á Akureyri. Í hverri viku koma um 100 ungmenni og hitta ráðgjafa í einkasamtali sem hlustar, hvetur og aðstoðar við að finna leiðir til betri andlegrar heilsu. Samtals hafa um 2500 ungmenni fengið aðstoð í Berginu, sum koma tvisvar, önnur koma 10 sinnum. Allir fá aðstoð, alveg sama um hvað ungmenni þurfa að ræða, hvort sem það er líðan, erfiðar aðstæður, áföll eða hvað sem þeim liggur á hjarta. Um 80% ungmenna sem til okkar koma þurfa ekki frekari aðstoð innan annarra kerfa, sú þjónusta sem Bergið veitir nægir þeim. Þjónusta Bergsins er einstök, það er aðstoð á nokkurra skilyrða, ókeypis og án biðtíma. Bergið hefur starfað á fjármagni sem komið hefur frá ári til árs frá þremur ráðuneytum og nokkrum sveitafélögum. Einnig höfum við fengið stuðning frá ýmsum góðgerðasjóðum, auk framlaga frá fjölda einstaklinga. Þar er þó ekkert fast í hendi. Þeim sem sækja þjónustu hefur fjölgað hratt undanfarið ár. Bergið hefur viljann og getuna til að taka á móti þessum ungmennum og stækka enn frekar en það kallar á aukið fjármagn í okkar starf. Því er Bergið í átaki til að safna til okkar bakhjörlum. Það er góðu fólki sem vill styðja við starfið okkar með mánaðarlegu framlagi. Það þarf ekki að vera há fjárhæð, allt skiptir máli. Markmið okkar er að eignast 5000 bakhjarla en slíkt myndi tryggja starfið til lengri tíma. Það þurfa allir einhvern tíma á aðstoð að halda og er sérstaklega mikilvægt að ungt fólk hafi aðgang að henni. Börnin okkar, barnabörn, systkini, frændsystkin, börn vina, það tengja allir við að þekkja ungmenni sem ekki líður nógu vel. Að vera með Bergið fyrir unga fólkið er ómetanlegt fyrir þau og fyrir okkur öll. Þeir sem vilja styrkja Bergið geta fara inn á heimasíðu Bergsins, www.bergid.is. Þar má líka kaupa boli og húfur sem eru hluti af herferð okkar sem ber yfirskriftina ”tölum um tilfinningar”. Þökkum ykkur fyrir stuðninginn. Höfundur er stofnandi og framkvæmdastjóri Bergsins headspace. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Sjá meira
„Það besta sem ég gerði við líf mitt var að finna ráðgjöf í Berginu.“ Mikið er rætt um geðeilsu unga fólksins og hversu mikilvægt sé að hlú að henni, enda sýna tölur að líðan ungs fólks fari versnandi. Oft er vísað í úrræðaleysi en svo vill til að það er til úrræði sem kemur til móts við ungt fólk á þeirra forsendum, það er Bergið headspace. Fagfólk í Berginu headspace veitir ungu fólki 12-25 ára ráðgjöf og stuðning án skilyrða og ókeypis. Við höfum sinnt þessu hlutverki í bráðum fimm ár. Setningin í fyrirsögninni er ein margra sem ungmenni hafa skrifað í þjónustukönnun Bergsins. Setningar eins og „bjargaði lífi mínu“, „veit ekki hvar ég væri hefði ég ekki komið í Bergið“, „fyrsta sinn sem virkilega var hlustað á mig“ kom líka fyrir enda er unga fólkið okkar ánægt með þjónustuna sem Bergið veitir. Bergið veitir þjónustu á nokkrum stöðum, á Suðurgötu 10 í Reykjavík, í Kópavogi, Hafnarfirði og á Akureyri. Í hverri viku koma um 100 ungmenni og hitta ráðgjafa í einkasamtali sem hlustar, hvetur og aðstoðar við að finna leiðir til betri andlegrar heilsu. Samtals hafa um 2500 ungmenni fengið aðstoð í Berginu, sum koma tvisvar, önnur koma 10 sinnum. Allir fá aðstoð, alveg sama um hvað ungmenni þurfa að ræða, hvort sem það er líðan, erfiðar aðstæður, áföll eða hvað sem þeim liggur á hjarta. Um 80% ungmenna sem til okkar koma þurfa ekki frekari aðstoð innan annarra kerfa, sú þjónusta sem Bergið veitir nægir þeim. Þjónusta Bergsins er einstök, það er aðstoð á nokkurra skilyrða, ókeypis og án biðtíma. Bergið hefur starfað á fjármagni sem komið hefur frá ári til árs frá þremur ráðuneytum og nokkrum sveitafélögum. Einnig höfum við fengið stuðning frá ýmsum góðgerðasjóðum, auk framlaga frá fjölda einstaklinga. Þar er þó ekkert fast í hendi. Þeim sem sækja þjónustu hefur fjölgað hratt undanfarið ár. Bergið hefur viljann og getuna til að taka á móti þessum ungmennum og stækka enn frekar en það kallar á aukið fjármagn í okkar starf. Því er Bergið í átaki til að safna til okkar bakhjörlum. Það er góðu fólki sem vill styðja við starfið okkar með mánaðarlegu framlagi. Það þarf ekki að vera há fjárhæð, allt skiptir máli. Markmið okkar er að eignast 5000 bakhjarla en slíkt myndi tryggja starfið til lengri tíma. Það þurfa allir einhvern tíma á aðstoð að halda og er sérstaklega mikilvægt að ungt fólk hafi aðgang að henni. Börnin okkar, barnabörn, systkini, frændsystkin, börn vina, það tengja allir við að þekkja ungmenni sem ekki líður nógu vel. Að vera með Bergið fyrir unga fólkið er ómetanlegt fyrir þau og fyrir okkur öll. Þeir sem vilja styrkja Bergið geta fara inn á heimasíðu Bergsins, www.bergid.is. Þar má líka kaupa boli og húfur sem eru hluti af herferð okkar sem ber yfirskriftina ”tölum um tilfinningar”. Þökkum ykkur fyrir stuðninginn. Höfundur er stofnandi og framkvæmdastjóri Bergsins headspace.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun