Brýnt að breyta fyrirkomulagi forsetakjörs Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. júní 2024 12:15 Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor. Vísir/Vilhelm Mjög brýnt er að breyta fyrirkomulagi forsetakjörs að mati prófessors í stjórnmálafræði til að tryggja víðtækari stuðning við þann sem er kjörinn. Sigur Höllu Tómasdóttur sé augljóslega taktískur að vissu leyti. Fylgisaukning Höllu Tómasdóttur í aðdragana kosninga telst líklega söguleg en hún mældist með rúm fimm prósent hinn 8. maí. Á kjördag um þremur vikum síðar hlaut hún að lokum þrjátíu og fjögur prósent atkvæða Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir sigurinn taktískan að vissu leyti. Þrír hafi um tíma barist um að verða keppinautur Katrínar Jakobsdóttur. „Svo gerist það í rauninni síðustu tvo dagana fyrir kjörið að Halla Tómasdóttir verður augljós keppninautur. Og þá safnast stuðningurinn til hennar, til að mynda mjög augljóslega frá Höllu Hrund og Baldri Þórhallssyni,“ segir Eiríkur. Halla Tómasdóttir, Katrín Jakobsdóttir og Halla Hrund Logadóttir á kosningavöku Stöðvar 2.Eiríkur segir ljóst að fylgi hafi sópast frá Höllu Hrund til Höllu Tómasdóttur þegar sú síðarnefnda varð augljós kostur gegn Katrínu.Vísir/Silja Eírkur telur ljóst að fólk hafi að lokum valið á milli þeirra líklegustu til að ná kjöri og því megi fallast á að nokkurs konar fyrsta umferð kosninga hafi farið fram í könnunum. „Staðreynd málsins er sú að fólk vill ekki kasta atkvæði sínu á glæ þannig það er líklegra til að kjósa frambjóðenda sem það telur eiga möguleika, jafnvel þó það myndi heldur vilja einhvern annan sem ekki er talinn eiga möguleika.“ Hann telur þó ekki ástæðu til að endurskoða birtingu skoðanakannana rétt fyrir kjördag. Um sjálfsagðar upplýsingar sé að ræða. Pirrandi en ekki andlýðræðislegt „Yfirleitt eru meiri upplýsingar betri en minni þannig það er í sjálfu sér ekkert athugavert við að kjósendur fái þessar upplýsingar, eins og aðrar, til að styðjast við þegar það tekur sína ákvörðun,“ segir Eiríkur og bendir á að þeir sem mælast með mjög lítið fylgi eigi þó vissulega erfiðara með að ná eyrum fólks og taka flugið síðar meir. „Þannig ýkist kannski munurinn að einhverju leyti á milli þerira sem standa fremst og teljast eiga raunhæfan möguleika og þeirra sem lenda neðar. En það er í sjálfu sér ekkert andlýðræðislegt við það, þó að það kunni að vera pirrandi fyrir frambjóðendur.“ Breyta þarf fyrirkomulagi forsetakjörs að mati Eiríks.vísir/Vilhelm Eiríkur telur hins vegar mjög brýnt að breyta fyrirkomulagi forsetakjörs; bagalegt sé að forseti geti verið kjörinn með lítinn hluta atkvæða á bak við sig. Tvær umferðir séu þekkt fyrirkomulag en einnig sé hægt að ná sömu markmiðum með forgangsröðun, líkt og til dæmis sé gert á Írlandi. „Þá forgangsraðar kjósandi til dæmis þremur frambjóðendum og raðar í fyrsta, annað og þriðja sæti. Síðan er reikningskúnstin þannig að fyrst dettur út sá frambjóðandi sem fæst atkvæði hlýtur. Þá tekur annað val gildi hjá þeim sem greiddu honum atkvæði í fyrsta sæti, og svo koll af kolli, þar til forseti hefur verið kjörinn með forgangsröðuðu atkvæði og stuðningi meirihluta kjósenda.“ Skoðanakannanir Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Fylgisaukning Höllu Tómasdóttur í aðdragana kosninga telst líklega söguleg en hún mældist með rúm fimm prósent hinn 8. maí. Á kjördag um þremur vikum síðar hlaut hún að lokum þrjátíu og fjögur prósent atkvæða Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir sigurinn taktískan að vissu leyti. Þrír hafi um tíma barist um að verða keppinautur Katrínar Jakobsdóttur. „Svo gerist það í rauninni síðustu tvo dagana fyrir kjörið að Halla Tómasdóttir verður augljós keppninautur. Og þá safnast stuðningurinn til hennar, til að mynda mjög augljóslega frá Höllu Hrund og Baldri Þórhallssyni,“ segir Eiríkur. Halla Tómasdóttir, Katrín Jakobsdóttir og Halla Hrund Logadóttir á kosningavöku Stöðvar 2.Eiríkur segir ljóst að fylgi hafi sópast frá Höllu Hrund til Höllu Tómasdóttur þegar sú síðarnefnda varð augljós kostur gegn Katrínu.Vísir/Silja Eírkur telur ljóst að fólk hafi að lokum valið á milli þeirra líklegustu til að ná kjöri og því megi fallast á að nokkurs konar fyrsta umferð kosninga hafi farið fram í könnunum. „Staðreynd málsins er sú að fólk vill ekki kasta atkvæði sínu á glæ þannig það er líklegra til að kjósa frambjóðenda sem það telur eiga möguleika, jafnvel þó það myndi heldur vilja einhvern annan sem ekki er talinn eiga möguleika.“ Hann telur þó ekki ástæðu til að endurskoða birtingu skoðanakannana rétt fyrir kjördag. Um sjálfsagðar upplýsingar sé að ræða. Pirrandi en ekki andlýðræðislegt „Yfirleitt eru meiri upplýsingar betri en minni þannig það er í sjálfu sér ekkert athugavert við að kjósendur fái þessar upplýsingar, eins og aðrar, til að styðjast við þegar það tekur sína ákvörðun,“ segir Eiríkur og bendir á að þeir sem mælast með mjög lítið fylgi eigi þó vissulega erfiðara með að ná eyrum fólks og taka flugið síðar meir. „Þannig ýkist kannski munurinn að einhverju leyti á milli þerira sem standa fremst og teljast eiga raunhæfan möguleika og þeirra sem lenda neðar. En það er í sjálfu sér ekkert andlýðræðislegt við það, þó að það kunni að vera pirrandi fyrir frambjóðendur.“ Breyta þarf fyrirkomulagi forsetakjörs að mati Eiríks.vísir/Vilhelm Eiríkur telur hins vegar mjög brýnt að breyta fyrirkomulagi forsetakjörs; bagalegt sé að forseti geti verið kjörinn með lítinn hluta atkvæða á bak við sig. Tvær umferðir séu þekkt fyrirkomulag en einnig sé hægt að ná sömu markmiðum með forgangsröðun, líkt og til dæmis sé gert á Írlandi. „Þá forgangsraðar kjósandi til dæmis þremur frambjóðendum og raðar í fyrsta, annað og þriðja sæti. Síðan er reikningskúnstin þannig að fyrst dettur út sá frambjóðandi sem fæst atkvæði hlýtur. Þá tekur annað val gildi hjá þeim sem greiddu honum atkvæði í fyrsta sæti, og svo koll af kolli, þar til forseti hefur verið kjörinn með forgangsröðuðu atkvæði og stuðningi meirihluta kjósenda.“
Skoðanakannanir Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira