Að standa vörð um réttindi og velferð barna um allan heim frá Íslandi Edda Hermannsdóttir skrifar 3. júní 2024 11:00 Steinsnar fyrir utan iðandi mannlíf Kaupmannahafnarborgar er 20.000 fermetra húsnæði sem hýsir um 5.000 vörur. Þar vinna ótal vélmenni dag og nótt við að taka á móti vörum og skila vörum sem hafa verið unnar og pakkað inn. Þetta er birgðastöð UNICEF sem er stærsta mannúðarvöruhús í heimi. Augun stækka og hakan sígur þegar maður fylgist með tækninni í þessu gríðarlega stóra húsi sem er þó að sprengja utan af sér. Eftirspurnaraukningin nam 93% árið 2022 og ekkert útlit er fyrir að lát sé á þeirri eftirspurn. Þegar maður fylgist með vélmennum færa til kassa allar stundir sólarhringsins þá sér maður söguna sem þessi hjálpargögn eru að segja. Þarna eru boltar sem krakkar geta leikið sér með á stríðshrjáðum svæðum þar sem lítið er um leik, þarna eru fæðingartól til að hjálpa litlum börnum í heiminn á vanþróuðum svæðum, þarna eru flautur svo litlar stúlkur geti flautað ef þær þurfa að fara út fyrir þorpið sitt þar sem er mikil hætta á að ráðist sé á þær og þarna er jarðhnetumauk sem nærir litla kroppa víða um heim. Síðan eru það allar hinar 4996 vörurnar sem allar eru gerðar til þess að hjálpa börnum um allan heim. Ísland leggur heldur betur sitt af mörkum þegar kemur að starfi UNICEF og á árinu 2023 námu tekjur samtakanna 890 milljónum króna og komu tæp 70% frá Heimsforeldrum. Ísland slær öll met þegar kemur að Heimsforeldrum en það er sá hópur sem greiðir mánaðarleg gjöld til hjálpar börnum í 190 löndum. Stærstur hluti þessara framlaga er óeyrnamerktur en slík framlög eru sérstaklega mikilvæg fyrir UNICEF því þau eru nýtt til að bregðast við neyð þar sem þörfin er mest hverju sinni og huga að langtímauppbyggingu sem stuðlar að varanlegum umbótum fyrir börn um allan heim. Huga þarf vel að hverri krónu og reyna að nýta hverja krónu í sjálfbæra uppbyggingu til að tryggja framtíð barna og tækifæri þeirra til að byggja betri heim. 14 milljónir barna þurfa aðstoð Það hefur enginn farið varhluta af stöðu mála undir botni Miðjarðarhafs þar sem margir þjást og börn mest af öllum. Varnarlaus börn eru fórnarlömb í stríði og þurfa að reiða sig á hjálp sem því miður hefur ekki getað borist nema af skornum skammti. Þúsundir barna hafa verið drepin og særst í átökum og vinnur UNICEF hörðum höndum að því að hjálpa börnum og hefur ítrekað krafist vopnahlés. Stærsti hluti neyðarsafnana hér á Íslandi hefur farið til Gaza enda þörfin mikil. Mikið hefur verið um neyðarástand í heiminum af ólíkum toga. Jarðskjálfti sem skók Sýrland og Tyrkland í byrjun febrúar, mannúðarkrísan í Jemen, eftir átta ár af stríði, heldur áfram og miklir þurrkar halda áfram í Sómalíu. Í Súdan hafa yfir átta milljónir Súdana, þar af fjórar milljónir barna flúið heimili sín en aldrei hafa jafn mörg börn þurft að flýja heimili sín. Margar neyðir komast síðan aldrei í víðfeðma umfjöllun og birtast okkur ekki á tölvu- og símaskjám. Þar skipta óeyrnamerktu framlögin mjög miklu máli því ekki tekst að ná árangri í beinni neyðarsöfnun. Samtals er talið að um 14 milljónir barna þurfi á mannúðaraðstoð að halda sem UNICEF reynir eftir besta móti að tryggja. Réttindi barna á Íslandi Um leið og við horfum á heiminn og alla þá þörf sem er knýjandi þá er um leið mikilvægt að líta okkur nær og huga að börnum á Íslandi. Hvort sem það eru réttindi barna sem búa á Íslandi eða börn sem leita skjóls og að nýjum heimkynnum hér á landi. UNICEF heldur úti öflugu starfi með UNICEF Hreyfingunni sem fræðir börn um réttindi þeirra og ólíkar aðstæður barna. Ungmennaráðið heimsótti fjölmarga skóla og fræddi 6. bekkinga um Barnasáttmálann. Það er virkilega skemmtilegt að sjá ungt fólk taka þátt í starfi UNICEF af elju sem þessari og berjast fyrir hagsmunum barna. Einnig hefur málsvarastarf UNICEF á Íslandi verið öflugt um árabil og tók starfsfólk landsnefndarinnar þátt í samstarfshópi stjórnvalda og veitti umsagnir um stefnutillögur og lagabreytingar með hagsmuni barna að leiðarljósi. Réttindaskólar og Barnvæn sveitarfélög UNICEF á Íslandi studdi á árinu við innleiðingu Barnasáttmálans í 93 leikskólum, grunnskólum, frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum í sex sveitarfélögum. Þetta þýðir að í lok árs 2023 voru 18.387 börn í Réttindaskólum og-frístund og um 500 stjórnendur og starfsmenn sömu stofnana sóttu barnaréttindafræðslu UNICEF. Til viðbótar sóttu yfir 1.000 manns rafræna barnaréttindafræðslu á UNICEF Akademíunni þar sem við sjáum mikil tækifæri. Yfir helmingur barna á Íslandi býr í dag í sveitarfélagi sem innleiðir Barnasáttmálann í starf sitt og stjórnsýslu í verkefninu Barnvæn sveitarfélög. Sífellt bætast sveitarfélög í þann hóp og eru þau í dag 23 talsins en betur má ef duga skal. Horft er til Íslands í þessum efnum og hvernig sveitarfélög geta með áhrifamiklum hætti tekið þátt í því að gæta réttinda og hags barna á öllum aldri. Þakkir til stuðningsaðila og starfsfólks Upptalningin hér að ofan er langt frá því tæmandi. Verkefnin eru ærin og hefur landsnefnd UNICEF á Íslandi svo sannarlega staðið vaktina í því að bæta hag barna um heim allan. Ekkert af þessum verkefnum væru gerleg nema vegna stuðnings Heimsforeldra, fyrirtækja og annarra stuðningsaðila sem leggja samtökunum lið. Fyrir það erum við þakklát! Hjá UNICEF á Íslandi starfar einvala og kraftmikið lið og einnig eru fjölmargir sjálfboðaliðar sem leggja sitt af mörkum. Þar á meðal er ungmennaráð, fyrirtækjaráð og stjórn samtakanna sem gefa vinnu sína og vilja leggja sitt af mörkum. Fyrir hönd stjórnar vil ég sérstaklega og innilega þakka starfsfólki UNICEF á Íslandi og fyrir metnað þeirra, kraft og umhyggju í þágu barna. Höfundur er stjórnarformaður landsnefndar UNICEF á Íslandi. Greinin birtist í tilefni ársfundar UNICEF á Íslandi sem fram fór 29. maí síðastliðinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Edda Hermannsdóttir Réttindi barna Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Steinsnar fyrir utan iðandi mannlíf Kaupmannahafnarborgar er 20.000 fermetra húsnæði sem hýsir um 5.000 vörur. Þar vinna ótal vélmenni dag og nótt við að taka á móti vörum og skila vörum sem hafa verið unnar og pakkað inn. Þetta er birgðastöð UNICEF sem er stærsta mannúðarvöruhús í heimi. Augun stækka og hakan sígur þegar maður fylgist með tækninni í þessu gríðarlega stóra húsi sem er þó að sprengja utan af sér. Eftirspurnaraukningin nam 93% árið 2022 og ekkert útlit er fyrir að lát sé á þeirri eftirspurn. Þegar maður fylgist með vélmennum færa til kassa allar stundir sólarhringsins þá sér maður söguna sem þessi hjálpargögn eru að segja. Þarna eru boltar sem krakkar geta leikið sér með á stríðshrjáðum svæðum þar sem lítið er um leik, þarna eru fæðingartól til að hjálpa litlum börnum í heiminn á vanþróuðum svæðum, þarna eru flautur svo litlar stúlkur geti flautað ef þær þurfa að fara út fyrir þorpið sitt þar sem er mikil hætta á að ráðist sé á þær og þarna er jarðhnetumauk sem nærir litla kroppa víða um heim. Síðan eru það allar hinar 4996 vörurnar sem allar eru gerðar til þess að hjálpa börnum um allan heim. Ísland leggur heldur betur sitt af mörkum þegar kemur að starfi UNICEF og á árinu 2023 námu tekjur samtakanna 890 milljónum króna og komu tæp 70% frá Heimsforeldrum. Ísland slær öll met þegar kemur að Heimsforeldrum en það er sá hópur sem greiðir mánaðarleg gjöld til hjálpar börnum í 190 löndum. Stærstur hluti þessara framlaga er óeyrnamerktur en slík framlög eru sérstaklega mikilvæg fyrir UNICEF því þau eru nýtt til að bregðast við neyð þar sem þörfin er mest hverju sinni og huga að langtímauppbyggingu sem stuðlar að varanlegum umbótum fyrir börn um allan heim. Huga þarf vel að hverri krónu og reyna að nýta hverja krónu í sjálfbæra uppbyggingu til að tryggja framtíð barna og tækifæri þeirra til að byggja betri heim. 14 milljónir barna þurfa aðstoð Það hefur enginn farið varhluta af stöðu mála undir botni Miðjarðarhafs þar sem margir þjást og börn mest af öllum. Varnarlaus börn eru fórnarlömb í stríði og þurfa að reiða sig á hjálp sem því miður hefur ekki getað borist nema af skornum skammti. Þúsundir barna hafa verið drepin og særst í átökum og vinnur UNICEF hörðum höndum að því að hjálpa börnum og hefur ítrekað krafist vopnahlés. Stærsti hluti neyðarsafnana hér á Íslandi hefur farið til Gaza enda þörfin mikil. Mikið hefur verið um neyðarástand í heiminum af ólíkum toga. Jarðskjálfti sem skók Sýrland og Tyrkland í byrjun febrúar, mannúðarkrísan í Jemen, eftir átta ár af stríði, heldur áfram og miklir þurrkar halda áfram í Sómalíu. Í Súdan hafa yfir átta milljónir Súdana, þar af fjórar milljónir barna flúið heimili sín en aldrei hafa jafn mörg börn þurft að flýja heimili sín. Margar neyðir komast síðan aldrei í víðfeðma umfjöllun og birtast okkur ekki á tölvu- og símaskjám. Þar skipta óeyrnamerktu framlögin mjög miklu máli því ekki tekst að ná árangri í beinni neyðarsöfnun. Samtals er talið að um 14 milljónir barna þurfi á mannúðaraðstoð að halda sem UNICEF reynir eftir besta móti að tryggja. Réttindi barna á Íslandi Um leið og við horfum á heiminn og alla þá þörf sem er knýjandi þá er um leið mikilvægt að líta okkur nær og huga að börnum á Íslandi. Hvort sem það eru réttindi barna sem búa á Íslandi eða börn sem leita skjóls og að nýjum heimkynnum hér á landi. UNICEF heldur úti öflugu starfi með UNICEF Hreyfingunni sem fræðir börn um réttindi þeirra og ólíkar aðstæður barna. Ungmennaráðið heimsótti fjölmarga skóla og fræddi 6. bekkinga um Barnasáttmálann. Það er virkilega skemmtilegt að sjá ungt fólk taka þátt í starfi UNICEF af elju sem þessari og berjast fyrir hagsmunum barna. Einnig hefur málsvarastarf UNICEF á Íslandi verið öflugt um árabil og tók starfsfólk landsnefndarinnar þátt í samstarfshópi stjórnvalda og veitti umsagnir um stefnutillögur og lagabreytingar með hagsmuni barna að leiðarljósi. Réttindaskólar og Barnvæn sveitarfélög UNICEF á Íslandi studdi á árinu við innleiðingu Barnasáttmálans í 93 leikskólum, grunnskólum, frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum í sex sveitarfélögum. Þetta þýðir að í lok árs 2023 voru 18.387 börn í Réttindaskólum og-frístund og um 500 stjórnendur og starfsmenn sömu stofnana sóttu barnaréttindafræðslu UNICEF. Til viðbótar sóttu yfir 1.000 manns rafræna barnaréttindafræðslu á UNICEF Akademíunni þar sem við sjáum mikil tækifæri. Yfir helmingur barna á Íslandi býr í dag í sveitarfélagi sem innleiðir Barnasáttmálann í starf sitt og stjórnsýslu í verkefninu Barnvæn sveitarfélög. Sífellt bætast sveitarfélög í þann hóp og eru þau í dag 23 talsins en betur má ef duga skal. Horft er til Íslands í þessum efnum og hvernig sveitarfélög geta með áhrifamiklum hætti tekið þátt í því að gæta réttinda og hags barna á öllum aldri. Þakkir til stuðningsaðila og starfsfólks Upptalningin hér að ofan er langt frá því tæmandi. Verkefnin eru ærin og hefur landsnefnd UNICEF á Íslandi svo sannarlega staðið vaktina í því að bæta hag barna um heim allan. Ekkert af þessum verkefnum væru gerleg nema vegna stuðnings Heimsforeldra, fyrirtækja og annarra stuðningsaðila sem leggja samtökunum lið. Fyrir það erum við þakklát! Hjá UNICEF á Íslandi starfar einvala og kraftmikið lið og einnig eru fjölmargir sjálfboðaliðar sem leggja sitt af mörkum. Þar á meðal er ungmennaráð, fyrirtækjaráð og stjórn samtakanna sem gefa vinnu sína og vilja leggja sitt af mörkum. Fyrir hönd stjórnar vil ég sérstaklega og innilega þakka starfsfólki UNICEF á Íslandi og fyrir metnað þeirra, kraft og umhyggju í þágu barna. Höfundur er stjórnarformaður landsnefndar UNICEF á Íslandi. Greinin birtist í tilefni ársfundar UNICEF á Íslandi sem fram fór 29. maí síðastliðinn.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun