Napoli átti erfitt nýliðið tímabil og lauk keppni í 10. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar eftir að hafa fagnað meistaratitlinum árið áður. Alls stýrðu þrír knattspyrnustjórar félaginu á leiktíðinu og nú síðast Francesco Calzona sem tók við liðinu í febrúar af Walter Mazzari.
Nú virðist félagið hins vegar vera búið að finna nýjan knattspyrnustjóra til næstu þriggja ára. Sky Italia segir frá því að Antonio Conte sé við það að skrifa undir samning við Napoli og verði launahæsti knattspyrnustjóri félagsins frá upphafi með 6 milljónir evra í árslaun.
Síðasta starf Conte var hjá Tottenham í ensku úrvalsdeildinni en hann var látinn fara hjá Lundúnafélaginu í mars á síðasta ári.
Conte hefur unnið ítölsku úrvalsdeildina sem knattspyrnustjóri bæði Juventus og Inter auk þess að vinna ensku úrvalsdeildina sem stjóri Chelsea.