Littler vann frumraun sína í Bandaríkjunum á undir tíu mínútum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2024 14:45 Luke Littler er magnaður pílukastari þrátt fyrir að vera enn bara sautján ára gamall. Hann er líka í miklu stuði þessa dagana. Getty/ Justin Setterfield Það tók táninginn Luke Littler minna en tíu mínútur að vinna fyrsta leik sinn á US Darts Masters mótinu í New York í Bandaríkjunum. Hinn sautján ára gamli Littler vann úrvalsdeildina í pílu á dögunum en hann sló fyrst í gegn með því að komast í úrslitaleikinn á heimsmeistaramótinu í desember. Luke Littler wasn't messing about ⚡ pic.twitter.com/TcTYD5W4Wd— BBC Sport (@BBCSport) June 1, 2024 Littler mætti sjóðandi heitur til Bandaríkjanna og fór afar létt með Matt Campbell, sem er besti kanadíski pílukastarinn. Littler vann leikinn 6-0 og það tók hann aðeins níu mínútur og 52 sekúndur að klára leikinn. Hann var með meðalskor upp á 103.66. Keppnin fór fram í Madison Square Garden og var hans fyrsta síðan hann vann úrvalsdeildartitilinn í London 23. maí síðastliðinn. Einnig var þetta í fyrsta sinn sem hann keppir í Bandaríkjunum og það er óhætt að segja að bandarískt píluáhugafólk hafi fengið flott fyrstu kynni af þessum frábæra pílukastara. „Ég gat ekki beðið eftir að komast upp á sviðið í kvöld. Mér leið mjög þægilega og allt gekk upp. Ég get ekki beðið eftir að spila aftur á morgun“ sagði Luke Littler sem mætir Jeff Smith í dag. Smith vann sinn leik á móti Michael Smith 6-1. LITTLER OBLITERATES CAMPBELL! ☢️Luke Littler beats Matt Campbell 6-0 in under ten minutes! 🤯A 103.66 average from The Nuke! 👏📺 https://t.co/JqDVmWfQC5#USDarts | R1 pic.twitter.com/dCnNwV3DTC— PDC Darts (@OfficialPDC) June 1, 2024 Pílukast Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Sjá meira
Hinn sautján ára gamli Littler vann úrvalsdeildina í pílu á dögunum en hann sló fyrst í gegn með því að komast í úrslitaleikinn á heimsmeistaramótinu í desember. Luke Littler wasn't messing about ⚡ pic.twitter.com/TcTYD5W4Wd— BBC Sport (@BBCSport) June 1, 2024 Littler mætti sjóðandi heitur til Bandaríkjanna og fór afar létt með Matt Campbell, sem er besti kanadíski pílukastarinn. Littler vann leikinn 6-0 og það tók hann aðeins níu mínútur og 52 sekúndur að klára leikinn. Hann var með meðalskor upp á 103.66. Keppnin fór fram í Madison Square Garden og var hans fyrsta síðan hann vann úrvalsdeildartitilinn í London 23. maí síðastliðinn. Einnig var þetta í fyrsta sinn sem hann keppir í Bandaríkjunum og það er óhætt að segja að bandarískt píluáhugafólk hafi fengið flott fyrstu kynni af þessum frábæra pílukastara. „Ég gat ekki beðið eftir að komast upp á sviðið í kvöld. Mér leið mjög þægilega og allt gekk upp. Ég get ekki beðið eftir að spila aftur á morgun“ sagði Luke Littler sem mætir Jeff Smith í dag. Smith vann sinn leik á móti Michael Smith 6-1. LITTLER OBLITERATES CAMPBELL! ☢️Luke Littler beats Matt Campbell 6-0 in under ten minutes! 🤯A 103.66 average from The Nuke! 👏📺 https://t.co/JqDVmWfQC5#USDarts | R1 pic.twitter.com/dCnNwV3DTC— PDC Darts (@OfficialPDC) June 1, 2024
Pílukast Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Sjá meira