Friðartillaga Ísraela sem Biden kynnti virðist fá hljómgrunn Kjartan Kjartansson skrifar 31. maí 2024 23:44 Joe Biden Bandaríkjaforseti þegar hann kynnti friðartillögur Ísraela í Hvíta húsinu í dag. AP/Evan Vucci Joe Biden Bandaríkjaforseti kynnti nýja friðaráætlun Ísraela sem felur í sér vopnahlé gegn því að Hamas-samtökin frelsi alla gísla í haldi þeirra. Hamas-liðar eru sagðir hafa tekið vel í tillögurnar. „Það er kominn tími til þess að þessu stríði ljúki og að dagurinn á eftir hefjist,“ sagði Biden þegar hann kynnti tillöguna í dag. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, er sagður hafa heimilað samninganefnd sinni að leggja tillöguna fram. Stríðinu ljúki þó ekki fyrr en Ísraelar ná öllum markmiðum sínum um endurheimt gíslanna og fullnaðarsigri á Hamas. Friðartillögurnar eru í þremur áföngum. Sá fyrsti felst í sex vikna vopnahléi þar sem Ísraelsher væri dreginn til baka frá öllum „byggðum svæðum“ Gasastrandarinnar. Palestínumenn gætu snúið heim til sín og neyðaraðstoð yrði leyft að flæða inn. Þá hefðu Ísraelar og Hamas skipti á einhverjum gíslanna sem Hamas-liðar tóku í árás sinni 7. október, þar á meðal eldra fólki og konum, og hundruðum palestínskra fanga. Annar áfangi áætlunarinnar felur í sér að Hamas og ísraelsk stjórnvöld setjist niður og semji um varanlegan frið. Vopnahléð yrði framlengt svo lengi sem viðræðurnar héldu áfram. Þriðji áfanginn felur í sér meiriháttar endurbyggingu Gasa með aðstoð Bandaríkjastjórnar og alþjóðasamfélagsins. Erfitt að komast úr áfanga eitt yfir í tvö Hamas sendu frá sér yfirlýsingu og lýstu sig tilbúin til þess að taka þátt á uppbyggilegan hátt í viðræðum um varanlegt vopnahlé, brotthvarf Ísraelshers, endurreisn Gasa, endurkomu íbúa þar og fangaskiptum ef Ísraelar gæfu sig í þær af fullri alvöru, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Þetta er virkileg örlagastund. Hamas segist vilja vopnahlé. Þessi samningur er tækifæri til þess að sanna að þeim sé alvara,“ sagði Biden í dag. Hann viðurkenndi þó að það gæti reynst þrautinni þyngra að komast úr áfanga eitt yfir í tvö með viðræðum stríðandi fylkinga. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Ísraelsmenn taka yfir landamærin að Egyptalandi Ísraelsmenn hafa nú stjórn á öllum landamærum Gasa eftir að þeir tóku yfir þann kafla sem liggur að Egyptalandi. Hætta er á að þetta muni flækja samskipti stjórnvalda í Ísrael og Egyptalandi. 30. maí 2024 07:20 Segja árásir og aðgerðir Ísrael enn innan „rauðu línanna“ Bandaríkjastjórn er ekki á því að full innrás Ísraelsmanna sé hafin í Rafah í suðurhluta Gasa og því hafi Ísraelsmenn ekki farið yfir svokallaðar „rauðar línur“ sem Bandaríkjamenn hafa dregið. 29. maí 2024 07:05 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Sjá meira
„Það er kominn tími til þess að þessu stríði ljúki og að dagurinn á eftir hefjist,“ sagði Biden þegar hann kynnti tillöguna í dag. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, er sagður hafa heimilað samninganefnd sinni að leggja tillöguna fram. Stríðinu ljúki þó ekki fyrr en Ísraelar ná öllum markmiðum sínum um endurheimt gíslanna og fullnaðarsigri á Hamas. Friðartillögurnar eru í þremur áföngum. Sá fyrsti felst í sex vikna vopnahléi þar sem Ísraelsher væri dreginn til baka frá öllum „byggðum svæðum“ Gasastrandarinnar. Palestínumenn gætu snúið heim til sín og neyðaraðstoð yrði leyft að flæða inn. Þá hefðu Ísraelar og Hamas skipti á einhverjum gíslanna sem Hamas-liðar tóku í árás sinni 7. október, þar á meðal eldra fólki og konum, og hundruðum palestínskra fanga. Annar áfangi áætlunarinnar felur í sér að Hamas og ísraelsk stjórnvöld setjist niður og semji um varanlegan frið. Vopnahléð yrði framlengt svo lengi sem viðræðurnar héldu áfram. Þriðji áfanginn felur í sér meiriháttar endurbyggingu Gasa með aðstoð Bandaríkjastjórnar og alþjóðasamfélagsins. Erfitt að komast úr áfanga eitt yfir í tvö Hamas sendu frá sér yfirlýsingu og lýstu sig tilbúin til þess að taka þátt á uppbyggilegan hátt í viðræðum um varanlegt vopnahlé, brotthvarf Ísraelshers, endurreisn Gasa, endurkomu íbúa þar og fangaskiptum ef Ísraelar gæfu sig í þær af fullri alvöru, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Þetta er virkileg örlagastund. Hamas segist vilja vopnahlé. Þessi samningur er tækifæri til þess að sanna að þeim sé alvara,“ sagði Biden í dag. Hann viðurkenndi þó að það gæti reynst þrautinni þyngra að komast úr áfanga eitt yfir í tvö með viðræðum stríðandi fylkinga.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Ísraelsmenn taka yfir landamærin að Egyptalandi Ísraelsmenn hafa nú stjórn á öllum landamærum Gasa eftir að þeir tóku yfir þann kafla sem liggur að Egyptalandi. Hætta er á að þetta muni flækja samskipti stjórnvalda í Ísrael og Egyptalandi. 30. maí 2024 07:20 Segja árásir og aðgerðir Ísrael enn innan „rauðu línanna“ Bandaríkjastjórn er ekki á því að full innrás Ísraelsmanna sé hafin í Rafah í suðurhluta Gasa og því hafi Ísraelsmenn ekki farið yfir svokallaðar „rauðar línur“ sem Bandaríkjamenn hafa dregið. 29. maí 2024 07:05 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Sjá meira
Ísraelsmenn taka yfir landamærin að Egyptalandi Ísraelsmenn hafa nú stjórn á öllum landamærum Gasa eftir að þeir tóku yfir þann kafla sem liggur að Egyptalandi. Hætta er á að þetta muni flækja samskipti stjórnvalda í Ísrael og Egyptalandi. 30. maí 2024 07:20
Segja árásir og aðgerðir Ísrael enn innan „rauðu línanna“ Bandaríkjastjórn er ekki á því að full innrás Ísraelsmanna sé hafin í Rafah í suðurhluta Gasa og því hafi Ísraelsmenn ekki farið yfir svokallaðar „rauðar línur“ sem Bandaríkjamenn hafa dregið. 29. maí 2024 07:05