„Veit ekki hvaðan þetta kom allt frá okkur“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 31. maí 2024 22:51 Tilfinningarnar voru blendnar hjá Rúnari Kristinssyni eftir leikinn í Kaplakrika. vísir/anton Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram í fótbolta, var að minnsta kosti sáttur með seinni hálfleik sinna manna þegar þeir mættu FH í kvöld. Fram lenti 3-0 undir en kom til baka og jafnaði í 3-3. „Ég veit ekki hvaðan þetta kom allt frá okkur, þessi þrjú mörk í síðari hálfleik. En við vorum arfa slakir í fyrri hálfleik og við vorum allir vondir í hálfleik, reiðir út í sjálfa okkur. Við börðumst ekki neitt og létum FH-inga valta yfir okkur á öllum sviðum,“ sagði Rúnar eftir leik. „Við höfðum engu að tapa í síðari hálfleik og ég sagði mönnum að við þyrftum að sýna úr hverju við erum gerðir og að berjast. Það var smá vindur og rigning og erfitt fyrir lið að fóta sig og spila fótbolta. Þetta var stór furðulegt en í seinni hálfleik gekk þetta miklu betur, við lögðum meiri vinnu í þetta og uppskárum mark. Þriðja markið þeirra kemur eftir skyndisókn, við komnir í dauðafæri hinum megin og þeir refsa okkur. Svo klórum við í bakkann, þeir missa mann útaf og við skorum í kjölfarið af brotinu.“ Framarar töpuðu illa á móti Breiðablik í síðasta leik en þeir sýndu karakter að koma til baka úr því sem komið var. „Við ræddum um það bæði í vikunni og fyrir leikinn að eftir síðasta leik að við getum ekki gefist upp, við getum ekki hætt. Við verðum að halda áfram sama hvað á dynur og þrátt fyrir að vera 2-0 undir í hálfleik þá sagði ég við þá að við verðum að halda áfram annars endar þetta 5-6 núll fyrir FH,“ sagði Rúnar. „Ég hélt við myndum brotna alveg niður þegar þeir skoruðu þriðja markið en þá stigum við á bensíngjöfina og komum okkur í meiri sénsa. Þetta er ótrúlega flottur karakter og það var engin uppgjöf í okkar liði, við trúðum því ekki að við getum tapað.“ Rúnar Kristinsson ræddi vítaspyrnuna sem FH fékk í fyrri hálfleik og var sammála Pétri Guðmundssyni dómara. „Þetta var pjúra víti örugglega. Ég hefði viljað víti út á þetta í nákvæmlega sömu aðstæðum,“ sagði Rúnar sem tjáði sig einnig um rauða spjaldið á Böðvar Böðvarsson. „Ég held að hann fer með takkann á undan sér, ég sé þetta ekki nógu vel en ef hann fer með takkann á undan sér og í manninn fyrst þá er þetta gult spjald. Pétur var með ágætistök á þessu og leyfði smá hörku. Mér fannst kannski halla full mikið á okkur í þessum leik í mörgum atriðum en svo veit ég ekki hvort boltinn var inni þegar að þeir björguðu á línu en það skiptir ekki máli, við skoruðum hálfri mínútu seinna,“ sagði Rúnar. Nú er komið frí og leikmenn geta hlaðið batteríin. „Við erum þvílíkt fegnir að ná í stig hérna í Hafnarfirði, við vildum fá þrjú en eins og leikurinn þróaðist að þá erum við heppnir að ná í þetta stig og það gefur okkur trú áfram. Nú komumst við í fínt frí, strákarnir geta hlaðið batteríin,“ sagði Rúnar að endingu. Besta deild karla Fram FH Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Sjá meira
„Ég veit ekki hvaðan þetta kom allt frá okkur, þessi þrjú mörk í síðari hálfleik. En við vorum arfa slakir í fyrri hálfleik og við vorum allir vondir í hálfleik, reiðir út í sjálfa okkur. Við börðumst ekki neitt og létum FH-inga valta yfir okkur á öllum sviðum,“ sagði Rúnar eftir leik. „Við höfðum engu að tapa í síðari hálfleik og ég sagði mönnum að við þyrftum að sýna úr hverju við erum gerðir og að berjast. Það var smá vindur og rigning og erfitt fyrir lið að fóta sig og spila fótbolta. Þetta var stór furðulegt en í seinni hálfleik gekk þetta miklu betur, við lögðum meiri vinnu í þetta og uppskárum mark. Þriðja markið þeirra kemur eftir skyndisókn, við komnir í dauðafæri hinum megin og þeir refsa okkur. Svo klórum við í bakkann, þeir missa mann útaf og við skorum í kjölfarið af brotinu.“ Framarar töpuðu illa á móti Breiðablik í síðasta leik en þeir sýndu karakter að koma til baka úr því sem komið var. „Við ræddum um það bæði í vikunni og fyrir leikinn að eftir síðasta leik að við getum ekki gefist upp, við getum ekki hætt. Við verðum að halda áfram sama hvað á dynur og þrátt fyrir að vera 2-0 undir í hálfleik þá sagði ég við þá að við verðum að halda áfram annars endar þetta 5-6 núll fyrir FH,“ sagði Rúnar. „Ég hélt við myndum brotna alveg niður þegar þeir skoruðu þriðja markið en þá stigum við á bensíngjöfina og komum okkur í meiri sénsa. Þetta er ótrúlega flottur karakter og það var engin uppgjöf í okkar liði, við trúðum því ekki að við getum tapað.“ Rúnar Kristinsson ræddi vítaspyrnuna sem FH fékk í fyrri hálfleik og var sammála Pétri Guðmundssyni dómara. „Þetta var pjúra víti örugglega. Ég hefði viljað víti út á þetta í nákvæmlega sömu aðstæðum,“ sagði Rúnar sem tjáði sig einnig um rauða spjaldið á Böðvar Böðvarsson. „Ég held að hann fer með takkann á undan sér, ég sé þetta ekki nógu vel en ef hann fer með takkann á undan sér og í manninn fyrst þá er þetta gult spjald. Pétur var með ágætistök á þessu og leyfði smá hörku. Mér fannst kannski halla full mikið á okkur í þessum leik í mörgum atriðum en svo veit ég ekki hvort boltinn var inni þegar að þeir björguðu á línu en það skiptir ekki máli, við skoruðum hálfri mínútu seinna,“ sagði Rúnar. Nú er komið frí og leikmenn geta hlaðið batteríin. „Við erum þvílíkt fegnir að ná í stig hérna í Hafnarfirði, við vildum fá þrjú en eins og leikurinn þróaðist að þá erum við heppnir að ná í þetta stig og það gefur okkur trú áfram. Nú komumst við í fínt frí, strákarnir geta hlaðið batteríin,“ sagði Rúnar að endingu.
Besta deild karla Fram FH Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Sjá meira