Að hitta hetjuna sína Gréta Kristín Ómarsdóttir skrifar 31. maí 2024 19:31 Hæfileikar, einir og sér, leiða mann ekki frá einum stað til annars. Hæfileikar stýra því ekki hvernig maður kemur fram við fólk, dýr og náttúru, þeir hafa engan siðferðislegan áttavita og greiða manni afar fáar götur í samskiptum og flóknum álitamálum. Það má vissulega rækta hæfileika en það er erfitt að treysta á þá sem haldreipi. Þeir eru sleipir og geta jafnvel fallið úr gildi á einni nóttu. Jón Gnarr er hæfileikaríkur maður, einn sá allra hæfileikaríkasti sem ég hef fyrirhitt um ævina og er þá mikið sagt, enda lifi ég og starfa í listum hvar hæfileikar drjúpa oftar en ekki af hverju strái einsog smjör. Ég kynntist Jóni í listinni og var satt að segja svolítið stressuð fyrir fyrsta vinnudegi mínum með honum og öllum þessum hæfileikum hans. Öllum þessum status landsþekkta listamannsins sem hefur haft mótandi áhrif á húmor nokkurra kynslóða. Hvernig myndi þessi stóri karakter eiginlega bregðast við því að hafa mig sem yfirmann sinn – mig ef mig skyldi kalla? Lítt þekkta konu sem rétt skríður yfir þrítugu? Kom á daginn að allar áhyggjurnar sem ég hafði af því að „hitta hetjuna mína“ Jón Gnarr - og ýmist verða fyrir vonbrigðum, missa kúlið eða þurfa að brjóta mér leið gegnum hæfileika hans og status til þess að geta unnið með honum - voru byggðar á sandi og óþarfar með öllu. Strax í okkar fyrstu samskiptum sýndi hann mér virðingu, hlýju og kærleika. Hann mætti mér og verkefni okkar saman af mikilli jarðtengingu og eftir því sem á leið í ferli okkar; og við mættum hindrunum og óttanum sem tilheyrir ávallt hinu skapandi ferli – þá kynntist ég heilindum hans og karakter. Hann reitti vissulega af sér brandarana, þannig að allir veltust um af hlátri, og hann sagði sögur og deildi fróðleik og þekkingu sinni með bráðsmitandi ástríðu. En það var ekki það sem reisti traustið okkar á milli, það var ekki grínið sem byggði tengslin og gerði okkur hugrökk saman í krefjandi, listrænu verkefni. Það voru ekki ótvíræðir hæfileikar Jóns Gnarr sem fengu mig til þess að þykja svo undurvænt um hann og það var ekki verðskuldaður status Jóns Gnarr í bransanum okkar sem ólu af sér þá djúpstæðu virðingu sem ég hef fyrir honum í dag. Það reyndist ein mesta gæfa í mínum ferli og lífi að „hitta hetjuna mína“ hann Jón Gnarr og fá að kynnast honum. Jón er yfirþyrmandi hæfileikaríkur maður. En það er ekki ástæða þess að ég ætla að kjósa hann. Jón er falleg manneskja, kærleiksríkur karakter sem býr yfir óbrigðulli sjálfsþekkingu og heilindum. Hann er hvetjandi, hugrakkur og samkvæmur sjálfum sér. Hann berskjaldar sig og biður um hjálp. Hann gerir sitt allra besta og hann sýnir fólki, dýrum og náttúrunni ómælda og djúpstæða virðingu. Jón er maður sem mætir vantrausti með trausti og mætir hindrunum með húmor. Jón gerir allt skemmtilegra, bjartara og betra – bara með því að vera Jón. Hæfileikar Jóns Gnarr eru óhaggandi staðreynd. En ég kýs Jón ekki vegna þess hvað hann er fyndinn eða flinkur. Ég kýs Jón ekki vegna þess að mér finnst það sniðugt eða vegna þess hve það hlakkar í mér að fá loksins hressandi og frumleg nýársávörp frá Bessastöðum. Ég kýs Jón Gnarr vegna þess að hann er manneskja sem ég treysti af öllu hjarta til þess að vera sannur, samkvæmur sjálfum sér, berskjaldaður, traustur og mennskur forseti Íslands. Ég treysti á karakter Jóns Gnarr sem haldreipi. Hann hefur karakter sem ég treysti til þess að leiða okkur frá einum stað til annars, að vera fyrirmynd okkar í góðri framkomu við fólk og dýr. Hann hefur sterkan siðferðilegan áttavita og réttlætiskennd og einlæg heilindi sem greiða honum allar götur í samskiptum og flóknum álitamálum. Ég hvet ykkur öll til þess að nýta kosningaréttinn ykkar á morgun og ég vona svo innilega að öll kjósi þá manneskju sem þið treystið fyrir embættinu, af öllu hjarta. Höfundur er leikstjóri og dósent í sviðslistum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Wybory islandzkie i sprawy polskie Maksymilian Haraldur Frach skrifar Skoðun Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun 108 ár – hverjum treystir þú? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Róluvallaráðherra Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hveitipoki á fjörutíu þúsund Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Tími til að endurvekja frelsið Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvernig metum við listir og menningu? Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fóturinn tekinn af vegna tannpínu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Á ábyrgð okkar allra Grímur Grímsson skrifar Skoðun „Þú ert þjóðinni til skammar að spyrja þessara spurninga“ Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Hin íslenska láglaunastefna Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Mikilvægasta kosningamálið Hrafnkell Guðnason skrifar Sjá meira
Hæfileikar, einir og sér, leiða mann ekki frá einum stað til annars. Hæfileikar stýra því ekki hvernig maður kemur fram við fólk, dýr og náttúru, þeir hafa engan siðferðislegan áttavita og greiða manni afar fáar götur í samskiptum og flóknum álitamálum. Það má vissulega rækta hæfileika en það er erfitt að treysta á þá sem haldreipi. Þeir eru sleipir og geta jafnvel fallið úr gildi á einni nóttu. Jón Gnarr er hæfileikaríkur maður, einn sá allra hæfileikaríkasti sem ég hef fyrirhitt um ævina og er þá mikið sagt, enda lifi ég og starfa í listum hvar hæfileikar drjúpa oftar en ekki af hverju strái einsog smjör. Ég kynntist Jóni í listinni og var satt að segja svolítið stressuð fyrir fyrsta vinnudegi mínum með honum og öllum þessum hæfileikum hans. Öllum þessum status landsþekkta listamannsins sem hefur haft mótandi áhrif á húmor nokkurra kynslóða. Hvernig myndi þessi stóri karakter eiginlega bregðast við því að hafa mig sem yfirmann sinn – mig ef mig skyldi kalla? Lítt þekkta konu sem rétt skríður yfir þrítugu? Kom á daginn að allar áhyggjurnar sem ég hafði af því að „hitta hetjuna mína“ Jón Gnarr - og ýmist verða fyrir vonbrigðum, missa kúlið eða þurfa að brjóta mér leið gegnum hæfileika hans og status til þess að geta unnið með honum - voru byggðar á sandi og óþarfar með öllu. Strax í okkar fyrstu samskiptum sýndi hann mér virðingu, hlýju og kærleika. Hann mætti mér og verkefni okkar saman af mikilli jarðtengingu og eftir því sem á leið í ferli okkar; og við mættum hindrunum og óttanum sem tilheyrir ávallt hinu skapandi ferli – þá kynntist ég heilindum hans og karakter. Hann reitti vissulega af sér brandarana, þannig að allir veltust um af hlátri, og hann sagði sögur og deildi fróðleik og þekkingu sinni með bráðsmitandi ástríðu. En það var ekki það sem reisti traustið okkar á milli, það var ekki grínið sem byggði tengslin og gerði okkur hugrökk saman í krefjandi, listrænu verkefni. Það voru ekki ótvíræðir hæfileikar Jóns Gnarr sem fengu mig til þess að þykja svo undurvænt um hann og það var ekki verðskuldaður status Jóns Gnarr í bransanum okkar sem ólu af sér þá djúpstæðu virðingu sem ég hef fyrir honum í dag. Það reyndist ein mesta gæfa í mínum ferli og lífi að „hitta hetjuna mína“ hann Jón Gnarr og fá að kynnast honum. Jón er yfirþyrmandi hæfileikaríkur maður. En það er ekki ástæða þess að ég ætla að kjósa hann. Jón er falleg manneskja, kærleiksríkur karakter sem býr yfir óbrigðulli sjálfsþekkingu og heilindum. Hann er hvetjandi, hugrakkur og samkvæmur sjálfum sér. Hann berskjaldar sig og biður um hjálp. Hann gerir sitt allra besta og hann sýnir fólki, dýrum og náttúrunni ómælda og djúpstæða virðingu. Jón er maður sem mætir vantrausti með trausti og mætir hindrunum með húmor. Jón gerir allt skemmtilegra, bjartara og betra – bara með því að vera Jón. Hæfileikar Jóns Gnarr eru óhaggandi staðreynd. En ég kýs Jón ekki vegna þess hvað hann er fyndinn eða flinkur. Ég kýs Jón ekki vegna þess að mér finnst það sniðugt eða vegna þess hve það hlakkar í mér að fá loksins hressandi og frumleg nýársávörp frá Bessastöðum. Ég kýs Jón Gnarr vegna þess að hann er manneskja sem ég treysti af öllu hjarta til þess að vera sannur, samkvæmur sjálfum sér, berskjaldaður, traustur og mennskur forseti Íslands. Ég treysti á karakter Jóns Gnarr sem haldreipi. Hann hefur karakter sem ég treysti til þess að leiða okkur frá einum stað til annars, að vera fyrirmynd okkar í góðri framkomu við fólk og dýr. Hann hefur sterkan siðferðilegan áttavita og réttlætiskennd og einlæg heilindi sem greiða honum allar götur í samskiptum og flóknum álitamálum. Ég hvet ykkur öll til þess að nýta kosningaréttinn ykkar á morgun og ég vona svo innilega að öll kjósi þá manneskju sem þið treystið fyrir embættinu, af öllu hjarta. Höfundur er leikstjóri og dósent í sviðslistum.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun