Tveir leikmenn utan hóps vegna klúðurs KSÍ Valur Páll Eiríksson skrifar 31. maí 2024 15:48 Selma Sól er utan hóps vegna mistaka hjá starfsfólki KSÍ og bekkurinn þunnskipaðri en yfirleitt er. Gertty Mistök hjá KSÍ gera að verkum að tveir leikmenn í landsliðshópi kvenna mega ekki taka þátt í leik dagsins við Austurríki í undankeppni EM. Sambandið sendi frá sér yfirlýsingu um málið fyrir skemmstu. Leikur liðanna hefst klukkan 16:00. Athygli vekur að Ísland er aðeins með 21 leikmann á leikskýrslu í dag. Kristín Dís Árnadóttir er utan hóps en Orri Rafn Sigurðarson greindi frá því á samfélagsmiðlinum X að eitthvað klúður hafi orðið hjá KSÍ og hún einfaldlega ekki skráð í hóp Íslands. Því sé ekki heimilt að skrá hana á skýrslu. Hér er bein textalýsing frá leik Austurríkis og Íslands. KSÍ hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem greint er frá því að Selma Sól Magnúsdóttir sé utan hóps hjá Íslandi vegna samskonar klúðurs. „Vegna tæknilegra örðugleika við skráningu í mótakerfa UEFA og afleiddra mannlegra mistaka verða þær Kristín Dís Árnadóttir og Selma Sól Magnúsdóttir ekki í leikmannahópi A kvenna gegn Austurríki í dag. Fulltrúar KSÍ hafa gert allt sem í þeirra valdi stendur til að leysa málið með fulltrúum UEFA, en án árangurs,“ segir í yfirlýsingu KSÍ. #fimmíröð #dottir pic.twitter.com/1tVVVKB8Ck— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) May 31, 2024 Sveindís Jane Jónsdóttir leiðir línu Íslands í dag en hún glímdi við meiðsli undir lok leiktíðar í Þýskalandi eftir að hafa lent í hörðu samstuði við Kathrin Hendrich, liðsfélaga hennar í Wolfsburg, í leik Íslands og Þýskalands. Guðrún Arnardóttir og Guðný Árnadóttir verða í bakvörðunum og Sandra María Jessen byrjar leikinn eftir frábæra byrjun hennar með Þór/KA í Bestu deildinni í sumar. Byrjunarlið Íslands: 1. Fanney Inga Birkisdóttir3. Sandra María Jessen4. Glódís Perla Viggósdóttir (f)6. Ingibjörg Sigurðardóttir8. Alexandra Jóhannsdóttir9. Diljá Ýr Zomers10. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir16. Hildur Antonsdóttir18. Guðrún Arnardóttir20. Guðný Árnadóttir23. Sveindís Jane Jónsdóttir Landslið kvenna í fótbolta KSÍ Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Í beinni: Valur - Stjarnan | Hvort liðið fer á Laugardalsvöllinn? Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Sjá meira
Athygli vekur að Ísland er aðeins með 21 leikmann á leikskýrslu í dag. Kristín Dís Árnadóttir er utan hóps en Orri Rafn Sigurðarson greindi frá því á samfélagsmiðlinum X að eitthvað klúður hafi orðið hjá KSÍ og hún einfaldlega ekki skráð í hóp Íslands. Því sé ekki heimilt að skrá hana á skýrslu. Hér er bein textalýsing frá leik Austurríkis og Íslands. KSÍ hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem greint er frá því að Selma Sól Magnúsdóttir sé utan hóps hjá Íslandi vegna samskonar klúðurs. „Vegna tæknilegra örðugleika við skráningu í mótakerfa UEFA og afleiddra mannlegra mistaka verða þær Kristín Dís Árnadóttir og Selma Sól Magnúsdóttir ekki í leikmannahópi A kvenna gegn Austurríki í dag. Fulltrúar KSÍ hafa gert allt sem í þeirra valdi stendur til að leysa málið með fulltrúum UEFA, en án árangurs,“ segir í yfirlýsingu KSÍ. #fimmíröð #dottir pic.twitter.com/1tVVVKB8Ck— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) May 31, 2024 Sveindís Jane Jónsdóttir leiðir línu Íslands í dag en hún glímdi við meiðsli undir lok leiktíðar í Þýskalandi eftir að hafa lent í hörðu samstuði við Kathrin Hendrich, liðsfélaga hennar í Wolfsburg, í leik Íslands og Þýskalands. Guðrún Arnardóttir og Guðný Árnadóttir verða í bakvörðunum og Sandra María Jessen byrjar leikinn eftir frábæra byrjun hennar með Þór/KA í Bestu deildinni í sumar. Byrjunarlið Íslands: 1. Fanney Inga Birkisdóttir3. Sandra María Jessen4. Glódís Perla Viggósdóttir (f)6. Ingibjörg Sigurðardóttir8. Alexandra Jóhannsdóttir9. Diljá Ýr Zomers10. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir16. Hildur Antonsdóttir18. Guðrún Arnardóttir20. Guðný Árnadóttir23. Sveindís Jane Jónsdóttir
Landslið kvenna í fótbolta KSÍ Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Í beinni: Valur - Stjarnan | Hvort liðið fer á Laugardalsvöllinn? Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Sjá meira