Freyr þakklátari fyrir ótrúlegustu hluti: „Búið að vera erfitt“ Aron Guðmundsson skrifar 1. júní 2024 08:45 Freyr Alexandersson, þjálfari knattspyrnuliðs Kortrijk með fjölskyldu sinni. Eiginkonu sinni Erlu Súsönnu Þórisdóttur og þremur börnum. Freyr tók við krefjandi starfi í Belgíu er hann var keyptur til Kortrijk frá danska liðinu Lyngby í upphafi árs. Fjölskyldan varð eftir í Danmörku og söknuðurinn hefur verið ríkjandi hjá þeim góða þjálfara og fjölskyldumanni sem Freyr er. Aðsend mynd Fjarri fjölskyldu sinni vann knattspyrnuþjálfarinn Freyr Alexandersson mikið afrek í Belgíu með liði KV Kortrijk. Það var reynsla sem kenndi honum mikið um sjálfan sig en Freyr segir þó að hefði honum ekki tekist ætlunarverk sitt, þá hefði það orðið honum mjög erfitt að horfast í augu við það sökum þess hversu mikið hann hefur verið í burtu frá fjölskyldu sinni. Freyr vann mikið þrekvirki með Kortrijk á nýafstöðnu tímabili. Hann tók við þjálfun liðsins þar sem það var í nær ómögulegri stöðu á botni deildarinnar og fall úr belgísku úrvalsdeildinni tókst við. Á ótrlúlegan hátt náði Freyr þó að blása lífi í daufa blöðru Kortrijk sem bjargaði sér frá falli með sigri í framlengdum leik gegn Lommel á dögunum. Freyr Alexandersson hefur náð frábærum árangri í starfi og unnið mikið þrekvirki með bæði danska liðinu Lyngby sem og belgíska liðinu KV KortrijkIsosport/Getty Images Starfið vann hann fjarri fjölskyldu sinni sem varð eftir í Danmörku þegar að Freyr hélt yfir til Belgíu. Frá Danaveldi var hann sóttur til þess að vinna kraftaverk. „Það er búið að vera erfitt,“ segir Freyr aðspurður hvernig það hafi verið fyrir hann að vera svona mikið fjarri fjölskyldu sinni. „Ég veit ekki hvort að allir séu svona en ég á allavegana mjög erfitt með að vera svona lengi frá fjölskyldunni minni. Ég vil bara geta verið til staðar fyrir hana. Hjálpað og þarf bara á þeim að halda líkt og þau þurfa á mér að halda. Ef mér hefði ekki tekist ætlunarverkið með Kortrijk, þá hefði ég átt mjög erfitt að höndla það sökum þess hversu mikið ég hef verið í burtu frá fjölskyldunni minni. Það er þó búið að vera mjög gaman hjá okkur þegar að þau koma í heimsókn. Við höfum átt góðar stundir. En það sé líka annað sem gerist þegar að maður er svona mikið fjarri fjölskyldunni sinni. Freyr og fjölskylda á góðri stundu í DanmörkuAðsend mynd „Maður fer allt í einu að vera þakklátari fyrir ótrúlegustu hluti. Ég hlakka til að fara aftur til Danmerkur, þar sem að fjölskyldan mín er, og fara aftur í það að elda mat á kvöldin fyrir þau. Ég hlakka til að fara í göngutúr í skóginum með börnunum mínum og konunni minni. Drekka kaffibolla á ný með konunni minni á morgnanna. Hlutir sem maður er ekkert að pæla í fyrr en að maður áttar sig á ótrúlegum smáatriðum sem við, manneskjurnar, gleymum í hversdagsleikanum að vera þakklát fyrir. Ég er búinn að læra ótrúlega mikið um sjálfan mig þessa undanfarna mánuði hér í Belgíu. Ég tek marga góða hluti út úr söknuðinum og ætla að nýta mér þá góðu hluti sem felast í því að þroskast sem manneskja.“ Belgíski boltinn Danski boltinn Tengdar fréttir „Ég er ekki kraftaverkamaður“ „Ég get ekki tekið annað svona ár,“ segir knattspyrnuþjálfarinn Freyr Alexandersson sem vann mikið afrek með liði Kortrijk í belgísku úrvalsdeildinni. Afrek sem gerir Frey að afar eftirsóttum þjálfara og á hann mikilvægan fund í dag með stjórn félagsins. Freyr segist ekki vera kraftaverkamaður eins og margir halda fram. 28. maí 2024 08:00 Mest lesið Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Sjá meira
Freyr vann mikið þrekvirki með Kortrijk á nýafstöðnu tímabili. Hann tók við þjálfun liðsins þar sem það var í nær ómögulegri stöðu á botni deildarinnar og fall úr belgísku úrvalsdeildinni tókst við. Á ótrlúlegan hátt náði Freyr þó að blása lífi í daufa blöðru Kortrijk sem bjargaði sér frá falli með sigri í framlengdum leik gegn Lommel á dögunum. Freyr Alexandersson hefur náð frábærum árangri í starfi og unnið mikið þrekvirki með bæði danska liðinu Lyngby sem og belgíska liðinu KV KortrijkIsosport/Getty Images Starfið vann hann fjarri fjölskyldu sinni sem varð eftir í Danmörku þegar að Freyr hélt yfir til Belgíu. Frá Danaveldi var hann sóttur til þess að vinna kraftaverk. „Það er búið að vera erfitt,“ segir Freyr aðspurður hvernig það hafi verið fyrir hann að vera svona mikið fjarri fjölskyldu sinni. „Ég veit ekki hvort að allir séu svona en ég á allavegana mjög erfitt með að vera svona lengi frá fjölskyldunni minni. Ég vil bara geta verið til staðar fyrir hana. Hjálpað og þarf bara á þeim að halda líkt og þau þurfa á mér að halda. Ef mér hefði ekki tekist ætlunarverkið með Kortrijk, þá hefði ég átt mjög erfitt að höndla það sökum þess hversu mikið ég hef verið í burtu frá fjölskyldunni minni. Það er þó búið að vera mjög gaman hjá okkur þegar að þau koma í heimsókn. Við höfum átt góðar stundir. En það sé líka annað sem gerist þegar að maður er svona mikið fjarri fjölskyldunni sinni. Freyr og fjölskylda á góðri stundu í DanmörkuAðsend mynd „Maður fer allt í einu að vera þakklátari fyrir ótrúlegustu hluti. Ég hlakka til að fara aftur til Danmerkur, þar sem að fjölskyldan mín er, og fara aftur í það að elda mat á kvöldin fyrir þau. Ég hlakka til að fara í göngutúr í skóginum með börnunum mínum og konunni minni. Drekka kaffibolla á ný með konunni minni á morgnanna. Hlutir sem maður er ekkert að pæla í fyrr en að maður áttar sig á ótrúlegum smáatriðum sem við, manneskjurnar, gleymum í hversdagsleikanum að vera þakklát fyrir. Ég er búinn að læra ótrúlega mikið um sjálfan mig þessa undanfarna mánuði hér í Belgíu. Ég tek marga góða hluti út úr söknuðinum og ætla að nýta mér þá góðu hluti sem felast í því að þroskast sem manneskja.“
Belgíski boltinn Danski boltinn Tengdar fréttir „Ég er ekki kraftaverkamaður“ „Ég get ekki tekið annað svona ár,“ segir knattspyrnuþjálfarinn Freyr Alexandersson sem vann mikið afrek með liði Kortrijk í belgísku úrvalsdeildinni. Afrek sem gerir Frey að afar eftirsóttum þjálfara og á hann mikilvægan fund í dag með stjórn félagsins. Freyr segist ekki vera kraftaverkamaður eins og margir halda fram. 28. maí 2024 08:00 Mest lesið Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Sjá meira
„Ég er ekki kraftaverkamaður“ „Ég get ekki tekið annað svona ár,“ segir knattspyrnuþjálfarinn Freyr Alexandersson sem vann mikið afrek með liði Kortrijk í belgísku úrvalsdeildinni. Afrek sem gerir Frey að afar eftirsóttum þjálfara og á hann mikilvægan fund í dag með stjórn félagsins. Freyr segist ekki vera kraftaverkamaður eins og margir halda fram. 28. maí 2024 08:00