„Ég hef mjög gaman af því að æsa Arnar upp“ Valur Páll Eiríksson skrifar 31. maí 2024 10:31 Ætli Óskari hafi ekki þarna tekist vel til að ná Arnari aðeins upp. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson hefur gaman af því að æsa Arnar Gunnlaugsson upp en þeir eru fínir félagar. Þetta er á meðal þess sem fram kom í upphitun fyrir leik Breiðabliks og Víkings á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Arnar og Óskar hafa eldað saman grátt silfur síðustu misseri sem stjórar Breiðabliks og Víkings sem barist hafa í toppbaráttunni hérlendis síðustu ár. Óskar Hrafn hætti sem þjálfari Blika síðasta vetur til að taka við Haugesund en er kominn aftur heim eftir stutt stopp í Noregi. Hann hitaði upp fyrir leik gærkvöldsins á Kópavogsvelli ásamt Ríkharð Óskari Guðnasyni sem spurði hann út í ríginn við Arnar. „Hefðiru heilsað honum úti á götu?“ spyr Rikki Óskar í gær og á þar við um Arnar. „Arnari? Já,“ svarar Óskar Hrafn furðu lostinn. „Þetta er bara léttur banter. Það fór í taugarnar á honum að ég benti honum á að þeir hefðu unnið eitt Evrópueinvígi. Það fór í taugarnar á mér þegar hann benti á hvað við værum búnir að tapa mörgum leikjum í sumar,“ segir Óskar léttur. „Það sem er fallegt við þetta myndskeið er að þeir eru orðnir Íslandsmeistarar þarna og það var allt í skrúfunni. Menn voru gjörsamlega brjálaðir, það er þvílík ástríða og stolt í þessum leikjum,“ bætir hann við. Klippa: Þykir gaman að pirra Arnar: „Það er ekkert sérstaklega erfitt“ Æsingurinn fylgi svona stórum og tilfinningaríkum leikjum en menn verði að kunna að skilja það eftir á vellinum þegar lokaflautið gellur. Óskar segist þó ekki alveg saklaus og finnist ekki leiðinlegt að espa Arnar upp. „Ég hef mjög gaman af því að æsa Arnar upp, það er ekkert sérstaklega erfitt að æsa hann upp. En það breytir því ekki að við erum búnir að þekkjast síðan við vorum 10 ára. Ég ber mikla virðingu fyrir honum og auðvitað myndi ég heilsa honum úti á götu og jafnvel knúsa hann jafnvel,“ „Það er mjög mikilvægt að menn sem takast á, að þeir geti skilið það eftir þar og milli leikja eru menn góðir félagar. Kannski ekkert að bjóða hvorum öðrum í afmæli eða svoleiðis, en að á milli ríki ákveðin virðing og vinskapur,“ segir Óskar Hrafn. Ummælin má sjá í spilaranum að ofan. Breiðablik Víkingur Reykjavík Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Arnar og Óskar hafa eldað saman grátt silfur síðustu misseri sem stjórar Breiðabliks og Víkings sem barist hafa í toppbaráttunni hérlendis síðustu ár. Óskar Hrafn hætti sem þjálfari Blika síðasta vetur til að taka við Haugesund en er kominn aftur heim eftir stutt stopp í Noregi. Hann hitaði upp fyrir leik gærkvöldsins á Kópavogsvelli ásamt Ríkharð Óskari Guðnasyni sem spurði hann út í ríginn við Arnar. „Hefðiru heilsað honum úti á götu?“ spyr Rikki Óskar í gær og á þar við um Arnar. „Arnari? Já,“ svarar Óskar Hrafn furðu lostinn. „Þetta er bara léttur banter. Það fór í taugarnar á honum að ég benti honum á að þeir hefðu unnið eitt Evrópueinvígi. Það fór í taugarnar á mér þegar hann benti á hvað við værum búnir að tapa mörgum leikjum í sumar,“ segir Óskar léttur. „Það sem er fallegt við þetta myndskeið er að þeir eru orðnir Íslandsmeistarar þarna og það var allt í skrúfunni. Menn voru gjörsamlega brjálaðir, það er þvílík ástríða og stolt í þessum leikjum,“ bætir hann við. Klippa: Þykir gaman að pirra Arnar: „Það er ekkert sérstaklega erfitt“ Æsingurinn fylgi svona stórum og tilfinningaríkum leikjum en menn verði að kunna að skilja það eftir á vellinum þegar lokaflautið gellur. Óskar segist þó ekki alveg saklaus og finnist ekki leiðinlegt að espa Arnar upp. „Ég hef mjög gaman af því að æsa Arnar upp, það er ekkert sérstaklega erfitt að æsa hann upp. En það breytir því ekki að við erum búnir að þekkjast síðan við vorum 10 ára. Ég ber mikla virðingu fyrir honum og auðvitað myndi ég heilsa honum úti á götu og jafnvel knúsa hann jafnvel,“ „Það er mjög mikilvægt að menn sem takast á, að þeir geti skilið það eftir þar og milli leikja eru menn góðir félagar. Kannski ekkert að bjóða hvorum öðrum í afmæli eða svoleiðis, en að á milli ríki ákveðin virðing og vinskapur,“ segir Óskar Hrafn. Ummælin má sjá í spilaranum að ofan.
Breiðablik Víkingur Reykjavík Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira