Ofurdúóið sá til þess að Dallas spilar til úrslita um NBA titilinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. maí 2024 06:31 Leikmenn Dallas Mavericks fagna því að Luka Doncic var valinn besti leikmaður úrslitaeinvígis Vesturdeildarinnar og fékk að launum Magic Johnson bikarinn. AP/Abbie Parr Dallas Mavericks tryggði sér í nótt sæti í úrslitaeinvíginu um NBA meistaratitilinn í körfubolta eftir stórsigur á Minnesota Timberwolves. Dallas vann leikinn 124-103 og þar með einvígið 4-1. Liðið mætir Boston Celtics í úrslitaeinvíginu. Luka Doncic og Kyrie Irving voru Úlfunum erfiðir í þessu einvígi og það var engin breyting á því í þessum fimmta leik. Luka Doncic and Kyrie Irving were outstanding in the Western Conference Finals!Luka: 32.4 PPG | 9.6 RPG | 8.2 APG | WCF MVPKyrie: 27.0 PPG | 3.6 RPG | 4.6 APGMavs will face the Celtics in the #NBAFinals presented by @YouTubeTV, beginning Thursday, 6/6 at 8:30pm/et on ABC 🍿 pic.twitter.com/DCX6Fnn983— NBA (@NBA) May 31, 2024 Báðir skoraði þeir 36 stig í leiknum en þetta ofurbakverðadúó sprengdi upp Timberwolves vörnina allt einvígið. Vörnina sem hafði gert fráfarandi meisturum Denver Nuggets svo erfitt fyrir í síðustu undanúrslitum Vesturdeildarinnar. Doncic gaf tóninn í upphafi með því að skora tólf stig á fyrstu 153 sekúndum leiksins. Hann skoraði 21 stig í fyrsta leikhlutanum eða meira en allir leikmenn Timberwolves til samans. Doncic var valinn besti leikmaður einvígsins og fékk að launum Magic Johnson bikarinn. Kyrie tók síðan yfir í öðrum leikhluta þar sem hann skoraði 15 af 36 stigum sínum. Með þá báða í ham þá var ekkert skrýtið að Dallas var búið að stinga af. Saman voru þeir með 44 stig í fyrri hálfleiknum en allt lið Timberwolves skoraði 40 stig. Luka og Kyrie áttu alls þátt í 57 af 69 stigum Mavericks í hálfleiknum með því annað hvort að skora eða gefa stoðsendinguna. "I think we have a young team, outside of Kyrie. Kyrie's getting old."Luka Doncic on this year's Mavs team 🤣 pic.twitter.com/CtgYxULS6L— NBA (@NBA) May 31, 2024 Félagarnir Anthony Edwards og Karl-Anthony Towns skoruðu báðir 28 stig fyrir Minnesota. Liðið vakti mikla athygli fyrir frábæra frammistöðu á móti Phoenix Suns og Denver en þeir áttu engin svör við einu bestu bakvarðarsveit sem hefur spilað saman í deildinni. Þetta er í þriðja skiptið sem Dallas spilar til úrslita um titilinn en í fyrsta skiptið síðan liðið vann titilinn árið 2011. Þá var Jason Kidd leikstjórnandi liðsins en nú er hann þjálfarinn. Úrslitaeinvígi Boston og Dallas hefst ekki fyrr en eftir tæpa viku eða 6. júní og það byrjar á heimavelli Boston. MAVERICKS. CELTICS. 🍿The #NBAFinals presented by @YouTubeTV are officially set!Game 1: Thursday, June 6th at 8:30pm/et on ABC pic.twitter.com/9U9ng7hAjr— NBA (@NBA) May 31, 2024 NBA Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sjá meira
Dallas vann leikinn 124-103 og þar með einvígið 4-1. Liðið mætir Boston Celtics í úrslitaeinvíginu. Luka Doncic og Kyrie Irving voru Úlfunum erfiðir í þessu einvígi og það var engin breyting á því í þessum fimmta leik. Luka Doncic and Kyrie Irving were outstanding in the Western Conference Finals!Luka: 32.4 PPG | 9.6 RPG | 8.2 APG | WCF MVPKyrie: 27.0 PPG | 3.6 RPG | 4.6 APGMavs will face the Celtics in the #NBAFinals presented by @YouTubeTV, beginning Thursday, 6/6 at 8:30pm/et on ABC 🍿 pic.twitter.com/DCX6Fnn983— NBA (@NBA) May 31, 2024 Báðir skoraði þeir 36 stig í leiknum en þetta ofurbakverðadúó sprengdi upp Timberwolves vörnina allt einvígið. Vörnina sem hafði gert fráfarandi meisturum Denver Nuggets svo erfitt fyrir í síðustu undanúrslitum Vesturdeildarinnar. Doncic gaf tóninn í upphafi með því að skora tólf stig á fyrstu 153 sekúndum leiksins. Hann skoraði 21 stig í fyrsta leikhlutanum eða meira en allir leikmenn Timberwolves til samans. Doncic var valinn besti leikmaður einvígsins og fékk að launum Magic Johnson bikarinn. Kyrie tók síðan yfir í öðrum leikhluta þar sem hann skoraði 15 af 36 stigum sínum. Með þá báða í ham þá var ekkert skrýtið að Dallas var búið að stinga af. Saman voru þeir með 44 stig í fyrri hálfleiknum en allt lið Timberwolves skoraði 40 stig. Luka og Kyrie áttu alls þátt í 57 af 69 stigum Mavericks í hálfleiknum með því annað hvort að skora eða gefa stoðsendinguna. "I think we have a young team, outside of Kyrie. Kyrie's getting old."Luka Doncic on this year's Mavs team 🤣 pic.twitter.com/CtgYxULS6L— NBA (@NBA) May 31, 2024 Félagarnir Anthony Edwards og Karl-Anthony Towns skoruðu báðir 28 stig fyrir Minnesota. Liðið vakti mikla athygli fyrir frábæra frammistöðu á móti Phoenix Suns og Denver en þeir áttu engin svör við einu bestu bakvarðarsveit sem hefur spilað saman í deildinni. Þetta er í þriðja skiptið sem Dallas spilar til úrslita um titilinn en í fyrsta skiptið síðan liðið vann titilinn árið 2011. Þá var Jason Kidd leikstjórnandi liðsins en nú er hann þjálfarinn. Úrslitaeinvígi Boston og Dallas hefst ekki fyrr en eftir tæpa viku eða 6. júní og það byrjar á heimavelli Boston. MAVERICKS. CELTICS. 🍿The #NBAFinals presented by @YouTubeTV are officially set!Game 1: Thursday, June 6th at 8:30pm/et on ABC pic.twitter.com/9U9ng7hAjr— NBA (@NBA) May 31, 2024
NBA Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sjá meira