„Gott að fá sjálfstraust“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. maí 2024 20:37 Haukur Páll Sigurðsson (lengst til hægri) var að venju í stuttbuxum á hliðarlínunni. vísir/diego Haukur Páll Sigurðsson, aðstoðarþjálfari Vals, var sáttur eftir góðan 5-1 sigur á Stjörnunni í Bestu deild karla. Hann viðurkenndi að tilfinningin væri góð í samtali við Vísi eftir leik. „Fyrst og fremst ánægður með sigurinn. Mér fannst við vera aggressívir. Við vissum að þeir vildu spila sig í gegnum miðjuna og þeir eru góðir í því. Sýnir sig vel í öðru markinu þegar við vinnum boltann á þeirra vallarhelming, þar kom bara ein sending í gegn og mark. Heilt yfir mjög góð frammistaða,“ sagði Haukur Páll. Valur komst ítrekað innfyrir vörn Stjörnunnar, sérstaklega eftir skyndisóknir. Var þetta dagskipun þjálfaranna? „Klárlega, við ætluðum okkur að fara á bakvið vörnina. Þeir vilja boltann fara í gegnum miðjuna og þeir voru að taka smá sénsa. Við ákváðum að fara hátt á þá. Mér fannst það ganga vel og svo vorum við með ógn afturfyrir líka. Gott að Tryggvi skoraði og Gísli. Það var góð dreifing á mörkunum og þau voru mjög góð.“ sagði Haukur Guðmundur Andri Tryggvason lék í fyrsta sinn í byrjunarliði Vals í dag en þurfti að fara útaf meiddur eftir 25 mínútna leik. Hann virtist ekki sáttur við ákvörðunina að þurfa að fara útaf en hvernig leit þetta út fyrir þjálfurum. „Hann er búinn að vera í miklum meiðslum í vetur og sá fyrir sér að fá tækifæri í dag. Er búinn að vera að standa sig vel á æfingum og var að gera vel í leiknum. Hann fær þungt högg á mjöðmina og er haltur. Þetta var aðallega bara að hann vildi spila og var þess vegna svekktur. Hann mun fá fleiri mínútur, það er klárt.“ sagði Haukur. Aron Jóhannsson var óvænt ekki í liði Vals í dag, hver er staðan á honum? „Aron er meiddur. Hann er búinn að vera aðeins með í ökklanum og svo fékk hann smá vöðvatognun. Ekkert alvarlegt en hann gat allavega ekki verið með í dag.“ sagði Haukur og bætti við um meiðsli Gylfa Þórs Sigurðssonar. „Veit ekki stöðuna á því. Vonumst eftir því að Gylfi komi til baka eftir landsleikjahlé. Hann er byrjaður að hreyfa sig og líður betur núna. Verður bara að koma í ljós.“ Valsarar eru í þriðja sæti deildarinnar og halda í við efstu tvö liðin, Breiðablik og Víking. Hvað taka Valsarar útúr þessum leik. „Bara sjálfstraust. Við erum að fara á erfiðan völl í næsta leik að spila á móti KR. Gott að menn fá sjálfstraust í dag. Sérstaklega þeir sem skoruðu.“ Besta deild karla Valur Stjarnan Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Sjá meira
„Fyrst og fremst ánægður með sigurinn. Mér fannst við vera aggressívir. Við vissum að þeir vildu spila sig í gegnum miðjuna og þeir eru góðir í því. Sýnir sig vel í öðru markinu þegar við vinnum boltann á þeirra vallarhelming, þar kom bara ein sending í gegn og mark. Heilt yfir mjög góð frammistaða,“ sagði Haukur Páll. Valur komst ítrekað innfyrir vörn Stjörnunnar, sérstaklega eftir skyndisóknir. Var þetta dagskipun þjálfaranna? „Klárlega, við ætluðum okkur að fara á bakvið vörnina. Þeir vilja boltann fara í gegnum miðjuna og þeir voru að taka smá sénsa. Við ákváðum að fara hátt á þá. Mér fannst það ganga vel og svo vorum við með ógn afturfyrir líka. Gott að Tryggvi skoraði og Gísli. Það var góð dreifing á mörkunum og þau voru mjög góð.“ sagði Haukur Guðmundur Andri Tryggvason lék í fyrsta sinn í byrjunarliði Vals í dag en þurfti að fara útaf meiddur eftir 25 mínútna leik. Hann virtist ekki sáttur við ákvörðunina að þurfa að fara útaf en hvernig leit þetta út fyrir þjálfurum. „Hann er búinn að vera í miklum meiðslum í vetur og sá fyrir sér að fá tækifæri í dag. Er búinn að vera að standa sig vel á æfingum og var að gera vel í leiknum. Hann fær þungt högg á mjöðmina og er haltur. Þetta var aðallega bara að hann vildi spila og var þess vegna svekktur. Hann mun fá fleiri mínútur, það er klárt.“ sagði Haukur. Aron Jóhannsson var óvænt ekki í liði Vals í dag, hver er staðan á honum? „Aron er meiddur. Hann er búinn að vera aðeins með í ökklanum og svo fékk hann smá vöðvatognun. Ekkert alvarlegt en hann gat allavega ekki verið með í dag.“ sagði Haukur og bætti við um meiðsli Gylfa Þórs Sigurðssonar. „Veit ekki stöðuna á því. Vonumst eftir því að Gylfi komi til baka eftir landsleikjahlé. Hann er byrjaður að hreyfa sig og líður betur núna. Verður bara að koma í ljós.“ Valsarar eru í þriðja sæti deildarinnar og halda í við efstu tvö liðin, Breiðablik og Víking. Hvað taka Valsarar útúr þessum leik. „Bara sjálfstraust. Við erum að fara á erfiðan völl í næsta leik að spila á móti KR. Gott að menn fá sjálfstraust í dag. Sérstaklega þeir sem skoruðu.“
Besta deild karla Valur Stjarnan Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Sjá meira