Ríkisútvarpið hyggst ekki breyta fyrirkomulagi sínu Jakob Bjarnar skrifar 30. maí 2024 14:30 Heiðar Örn segir niðurstöðuna við kröfugerð frambjóðendanna vera þá að Ríkisútvarpið ætlar ekki að verða við kröfum þeirra. Fyrirkomulagið stendur. vísir/vilhelm Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri fréttastofu Ríkisútvarpsins segir niðurstöðu komna gagnvart kröfugerð forsetaframbjóðenda – RÚV mun ekki hvika frá fyrirhuguðu fyrirkomulagi. „Það er búið að svara bréfi frambjóðendanna. Niðurstaðan er sú að upplegginu verði ekki breytt enda er þessi skipting á þættinum, degi fyrir kosningar, gerð með hagsmuni áhorfenda og þar með kjósenda í huga,“ segir Heiðar Örn. Eins og Vísir greindi frá í gær sendu níu frambjóðendur af tólf útvarpsstjóra og stjórn bréf þar sem þau kröfðust þess að breytt yrði um fyrirkomulag. Að allir frambjóðendur yrðu í kappræðuþætti um kosningarnar, en ef ekki væri hægt að koma því við yrði dregið um hverjir yrðu saman. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir náði svo að fá bæði Jón Gnarr inn á þessa kröfugerð og Baldur Þórhallsson einnig. Var hún búin að stilla því þannig upp að sú eina sem ekki vildi hlutast til um ritstjórn ríkisfjölmiðilsins er Katrín Jakobsdóttir. Þá sendi sex manna hópur þeirra sem lægstir hafa verið að mælast í skoðanakönnunum einnig bréf á Stöð 2/Vísi þar sem sama kröfugerð var sett fram. Vísað var til þess að fjölmiðlasamsteypan Sýn hlyti styrk og því bæri þessum fjölmiðlum að sinna sínu „lýðræðislega“ hlutverki og hafa alla í kappræðuþættinum sem fram fer á Stöð 2 og Vísi í kvöld. Kolbeinn Tumi Daðason fréttastjóri Vísis svaraði því svo til að styrkirnir væru ekki skilyrtir og reyndar telji hann fjölmiðla sem undir hatti Sýnar starfa hafa sinnt sínu lýðræðislega hlutverki af mikilli einurð. Heiðar Örn, sem reyndar starfar hjá Ríkisútvarpinu þar sem aðrar reglur gilda, hefur áður sent frambjóðendum bréf þar sem hann útskýrir í þaula hvað býr að baki ákvörðuninni. Og vitnar þar meðal annars í álit ÖSE. Hann vill undirstrika að hann telji Ríkisútvarpið gæta jafnræðis, þrátt fyrir allt þetta. „Rétt er að undirstrika að öllum frambjóðendunum 12 er boðið í þáttinn og að gætt verður að því að þau fái sem jafnastan tíma til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Það hefur raunar verið leiðarstefið í kosningaumfjöllun RÚV hingað til,“ segir Heiðar Örn í samtali við Vísi. Forsetakosningar 2024 Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Sjá meira
„Það er búið að svara bréfi frambjóðendanna. Niðurstaðan er sú að upplegginu verði ekki breytt enda er þessi skipting á þættinum, degi fyrir kosningar, gerð með hagsmuni áhorfenda og þar með kjósenda í huga,“ segir Heiðar Örn. Eins og Vísir greindi frá í gær sendu níu frambjóðendur af tólf útvarpsstjóra og stjórn bréf þar sem þau kröfðust þess að breytt yrði um fyrirkomulag. Að allir frambjóðendur yrðu í kappræðuþætti um kosningarnar, en ef ekki væri hægt að koma því við yrði dregið um hverjir yrðu saman. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir náði svo að fá bæði Jón Gnarr inn á þessa kröfugerð og Baldur Þórhallsson einnig. Var hún búin að stilla því þannig upp að sú eina sem ekki vildi hlutast til um ritstjórn ríkisfjölmiðilsins er Katrín Jakobsdóttir. Þá sendi sex manna hópur þeirra sem lægstir hafa verið að mælast í skoðanakönnunum einnig bréf á Stöð 2/Vísi þar sem sama kröfugerð var sett fram. Vísað var til þess að fjölmiðlasamsteypan Sýn hlyti styrk og því bæri þessum fjölmiðlum að sinna sínu „lýðræðislega“ hlutverki og hafa alla í kappræðuþættinum sem fram fer á Stöð 2 og Vísi í kvöld. Kolbeinn Tumi Daðason fréttastjóri Vísis svaraði því svo til að styrkirnir væru ekki skilyrtir og reyndar telji hann fjölmiðla sem undir hatti Sýnar starfa hafa sinnt sínu lýðræðislega hlutverki af mikilli einurð. Heiðar Örn, sem reyndar starfar hjá Ríkisútvarpinu þar sem aðrar reglur gilda, hefur áður sent frambjóðendum bréf þar sem hann útskýrir í þaula hvað býr að baki ákvörðuninni. Og vitnar þar meðal annars í álit ÖSE. Hann vill undirstrika að hann telji Ríkisútvarpið gæta jafnræðis, þrátt fyrir allt þetta. „Rétt er að undirstrika að öllum frambjóðendunum 12 er boðið í þáttinn og að gætt verður að því að þau fái sem jafnastan tíma til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Það hefur raunar verið leiðarstefið í kosningaumfjöllun RÚV hingað til,“ segir Heiðar Örn í samtali við Vísi.
Forsetakosningar 2024 Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Sjá meira