Guðmundur orðlaus Aron Guðmundsson skrifar 30. maí 2024 11:30 Guðmundur Guðmundsson hefur afrekað frábæra hluti með lið Fredericia á tímabilinu. Liðið jafnaði úrslitaeinvígið gegn Álaborg í dönsku úrvalsdeildinni og knúði fram hreinan úrslitaleik um danska meistaratitilinn Mynd: Fredericia Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska úrvalsdeildarfélagsins Frederica, var að vonum gífurlega stoltur af leikmönnum sínum sem þvinguðu fram hreinan úrslitaleik gegn Álaborg í úrslitaeinvígi dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í gær með eins marks sigri á heimavelli. Guðmundur var nær orðlaus í viðtali við Fredericia Dagbladet eftir leik. Eitthvað sem er til marks um stolt hans af því hvernig lið Frederica tókst á við þessa prófraun. „Stuðningurinn og andrúmsloftið hér. Ég hef aldrei upplifað þetta áður,“ sagði nær orðlaus Guðmundur Guðmundsson í viðtali við Fredericia Dagbladet eftir kyngi magnaðan sigur í öðrum leik liðsins gegn Álaborg í gær. Sigur sem þvingar fram hreinan oddaleik um danska meistaratitilinn í handbolta. „Ég hef nú upplifað margt á mínum ferli. Til að mynda leiki í stóru höllunum í Þýskalandi en ekkert kemst í líkingu við þetta. Það er svo mikið hjarta og sál í þessu félagi. Stuðningsmennirnir frábærir.“ Hann segir liðið hafa haft fulla trú á sigri þrátt fyrir tap í fyrsta leik úrslitaeinvígisins gegn Álaborg. „Það voru margir jákvæðir punktar sem við gátum tekið út úr fyrsta leiknum og tilfinningin fyrir leik tvö í þessu einvígi var því góð. Við ætluðum okkur að ná í úrslit og vorum vel skipulagðir, bæði varnar- og sóknarlega. Trúin þarf bara að vera til staðar. Það er lykillinn að þessu öllu.“ Á síðasta tímabili var þannig komist að orði að Guðmundur hefði vakið upp björn sem hafði verið sofandi í 43 ár. Það tímabil vann Frederica til bronsverðlauna í dönsku deildinni, fyrsta medalía liðsins í þessi 43 ár. Getur liðið sótt gullið í ár? „Það er allt mögulegt. Ég ætla ekki að láta draga okkur upp í skýjaborgir núna,“ svaraði Guðmundur. „Liðið er undir pressu og við verðum að sjá hvernig okkur líður á morgun.“ Úrslitaleikurinn sjálfur í einvíginu mun fara fram á Sparekassen Danmark Arena, heimavelli Álaborgar á laugardaginn kemur. Sigurliðið þar verður Danmerkurmeistari. Danski handboltinn Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sjá meira
„Stuðningurinn og andrúmsloftið hér. Ég hef aldrei upplifað þetta áður,“ sagði nær orðlaus Guðmundur Guðmundsson í viðtali við Fredericia Dagbladet eftir kyngi magnaðan sigur í öðrum leik liðsins gegn Álaborg í gær. Sigur sem þvingar fram hreinan oddaleik um danska meistaratitilinn í handbolta. „Ég hef nú upplifað margt á mínum ferli. Til að mynda leiki í stóru höllunum í Þýskalandi en ekkert kemst í líkingu við þetta. Það er svo mikið hjarta og sál í þessu félagi. Stuðningsmennirnir frábærir.“ Hann segir liðið hafa haft fulla trú á sigri þrátt fyrir tap í fyrsta leik úrslitaeinvígisins gegn Álaborg. „Það voru margir jákvæðir punktar sem við gátum tekið út úr fyrsta leiknum og tilfinningin fyrir leik tvö í þessu einvígi var því góð. Við ætluðum okkur að ná í úrslit og vorum vel skipulagðir, bæði varnar- og sóknarlega. Trúin þarf bara að vera til staðar. Það er lykillinn að þessu öllu.“ Á síðasta tímabili var þannig komist að orði að Guðmundur hefði vakið upp björn sem hafði verið sofandi í 43 ár. Það tímabil vann Frederica til bronsverðlauna í dönsku deildinni, fyrsta medalía liðsins í þessi 43 ár. Getur liðið sótt gullið í ár? „Það er allt mögulegt. Ég ætla ekki að láta draga okkur upp í skýjaborgir núna,“ svaraði Guðmundur. „Liðið er undir pressu og við verðum að sjá hvernig okkur líður á morgun.“ Úrslitaleikurinn sjálfur í einvíginu mun fara fram á Sparekassen Danmark Arena, heimavelli Álaborgar á laugardaginn kemur. Sigurliðið þar verður Danmerkurmeistari.
Danski handboltinn Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sjá meira