Falinn fjársjóður fyrir atvinnulífið Ásgeir Ásgeirsson skrifar 30. maí 2024 08:00 Mikil umræða hefur skapast undanfarin misseri um svokallaðar STEM[1] greinar í námi og þá miklu eftirspurn eftir háskólamenntuðum sérfræðingum sem þörf er á í íslensku atvinnulífi. Þá eru greinar á borð við verkfræði og tölvunarfræði oft nefndar í þessu samhengi. Minna er fjallað um tæknifræði sem er rótgróið hagnýtt háskólanám á sviði verkfræði og skilar afar verðmætu vinnuafli út í atvinnulífið. Tæknifræði hefur verið kennd á Íslandi í yfir 50 ár og er starfsheitið „tæknifræðingur“ sem sækja má um að námi loknu lögverndað. En hvað er tæknifræði? Ekki aðeins fyrir iðnmenntaða Nám í tæknifræði er 3 ½ árs grunnám (BSc) á háskólastigi sem tekur mið af þörfum atvinnulífsins. Tæknifræðinám er sambærilegt grunnámi í verkfræði þar sem sterkur fræðilegur grunnur er nýttur í lausnum hagnýtra verkefna ogí nánum tengslum við atvinnulíf á hverjum tíma. Þá býðst nemendum að fara í starfsnám hjá mörgum af fremstu fyrirtækjum landsins og vinna krefjandi lokaverkefni sem gjarnan er unnið undir leiðsögn leiðbeinenda úr atvinnulífinu. Hin ríka áhersla á hagnýta verkefnavinnu og krafa um lokaverkefni lengir námið um ½ ár samanborið við grunnám í verkfræði án þess að skerða fræðilegt gildi námsins. Tæknifræðinám er frábær valkostur fyrir nemendur sem ljúka framhaldsskóla með stúdentsprófi og vilja fara hratt út á vinnumarkaðinn eftir tækninám á háskólastigi með lögverndað starfsheiti. Það er misskilningur að tæknifræðinám sé eingöngu háskólanám fyrir iðnmenntaða eða þau sem ljúka verkmenntaskóla, og að tæknifræði sé í raun framhaldsnám í iðngreinum. Það er vissulega þannig að nemendur sem hafa lokið iðnnámi og nauðsynlegum grunni í raungreinum finna sig vel í tæknifræði og verða afar dýrmætir starfskraftar að námi loknu. Tæknifræðingar eftirsóttir starfskraftar En við hvað starfa tæknifræðingar? Forskot tæknifræðinga á vinnumarkaði snýr fyrst og fremst að þeirri hagnýtu þjálfun sem fæst í náminu. Það er mín reynsla eftir áratuga störf við nýsköpun og vöruþróun í iðnfyrirtækjum, bæði á sviði hátæknilausna og í líftækni að tæknifræðingar fá oft fjölbreyttustu störfin, þeir ganga hraðar inn í þessi störf en flestir og skila fyrr verðmætum. Það er einkum innsýn í hönnun, þjálfun á helstu teikni- og hönnunartæki, ásamt verkviti sem gerir tæknifræðinga að afar eftirsóttum starfskröftum. Tæknifræðinga má finna í fyrirtækjum á sviði byggingariðnaðar, hátækniiðnaðar og í orkuiðnaði, á verkfræðistofum og í sprotafyrirtækjum svo eitthvað sé nefnt. Þar sinna þau verkefnum allt frá hönnun og þróun og til stjórnunarstarfa á öllum stigum. Þá er gjarnan auglýst samhliða eftir tæknifræðingum og verkfræðingum. Tæknifræðingafélag Íslands var stofnað árið 1960 og það sameinaðist Verkfræðingafélagi Íslands undir nafni þess síðarnefnda árið 2016. Kjör tæknifræðinga og verkfræðinga eru sambærileg og Verkfræðingfélag Íslands stendur vörð um hagsmuni beggja. Iðn- og tæknifræðideild Háskólans í Reykjavík (HR) býður upp á nám í tæknifræði, nánar tiltekið í byggingartæknifræði, orku- og véltæknifræði og í rafmagnstæknifræði. Þá býður deildin upp á sérstaka námsleið í iðnaðar- og orkutæknifræði á Norðurlandi í samstarfi við Háskólann á Akureyri. Nám sem talar beint inn í íslenskt atvinnulíf Fyrir þau sem ekki hafa lokið tilskyldum forkröfum þá býður Háskólinn í Reykjavík upp á leið inn í tæknifræðinám í gegnum Háskólagrunn HR. Iðnmenntaðir geta einnig tekið skref inn í tæknifræði með því að ljúka námi í iðnfræði í HR. Þá geta nemendur sem ljúka tæknifræði haldið áfram námi og lokið meistaranámi í verkfræði í HR eða farið í framhaldsnám erlendis. Tæknifræði er frábært nám sem talar beint inn í íslenskt atvinnulíf. Námið er góður valkostur fyrir þau sem vilja komast hratt út á vinnumarkaðinn eftir öflugt háskólanám á tæknisviði með lögverndað starfsheiti. Nú er staðan sú að ungt fólk sem er að velja sér háskólanám og framtíðarstarf veit almennt ekki af námi í tæknifræði. Því má segja að nám í tæknifræði sé falinn fjársjóður fyrir nemendur og íslenskt atvinnulíf. Höfundur er forseti iðn- og tæknifræðideildar Háskólans í Reykjavík. [1] STEM - Science, Technology, Engineering and Mathematics Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Tækni Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur skapast undanfarin misseri um svokallaðar STEM[1] greinar í námi og þá miklu eftirspurn eftir háskólamenntuðum sérfræðingum sem þörf er á í íslensku atvinnulífi. Þá eru greinar á borð við verkfræði og tölvunarfræði oft nefndar í þessu samhengi. Minna er fjallað um tæknifræði sem er rótgróið hagnýtt háskólanám á sviði verkfræði og skilar afar verðmætu vinnuafli út í atvinnulífið. Tæknifræði hefur verið kennd á Íslandi í yfir 50 ár og er starfsheitið „tæknifræðingur“ sem sækja má um að námi loknu lögverndað. En hvað er tæknifræði? Ekki aðeins fyrir iðnmenntaða Nám í tæknifræði er 3 ½ árs grunnám (BSc) á háskólastigi sem tekur mið af þörfum atvinnulífsins. Tæknifræðinám er sambærilegt grunnámi í verkfræði þar sem sterkur fræðilegur grunnur er nýttur í lausnum hagnýtra verkefna ogí nánum tengslum við atvinnulíf á hverjum tíma. Þá býðst nemendum að fara í starfsnám hjá mörgum af fremstu fyrirtækjum landsins og vinna krefjandi lokaverkefni sem gjarnan er unnið undir leiðsögn leiðbeinenda úr atvinnulífinu. Hin ríka áhersla á hagnýta verkefnavinnu og krafa um lokaverkefni lengir námið um ½ ár samanborið við grunnám í verkfræði án þess að skerða fræðilegt gildi námsins. Tæknifræðinám er frábær valkostur fyrir nemendur sem ljúka framhaldsskóla með stúdentsprófi og vilja fara hratt út á vinnumarkaðinn eftir tækninám á háskólastigi með lögverndað starfsheiti. Það er misskilningur að tæknifræðinám sé eingöngu háskólanám fyrir iðnmenntaða eða þau sem ljúka verkmenntaskóla, og að tæknifræði sé í raun framhaldsnám í iðngreinum. Það er vissulega þannig að nemendur sem hafa lokið iðnnámi og nauðsynlegum grunni í raungreinum finna sig vel í tæknifræði og verða afar dýrmætir starfskraftar að námi loknu. Tæknifræðingar eftirsóttir starfskraftar En við hvað starfa tæknifræðingar? Forskot tæknifræðinga á vinnumarkaði snýr fyrst og fremst að þeirri hagnýtu þjálfun sem fæst í náminu. Það er mín reynsla eftir áratuga störf við nýsköpun og vöruþróun í iðnfyrirtækjum, bæði á sviði hátæknilausna og í líftækni að tæknifræðingar fá oft fjölbreyttustu störfin, þeir ganga hraðar inn í þessi störf en flestir og skila fyrr verðmætum. Það er einkum innsýn í hönnun, þjálfun á helstu teikni- og hönnunartæki, ásamt verkviti sem gerir tæknifræðinga að afar eftirsóttum starfskröftum. Tæknifræðinga má finna í fyrirtækjum á sviði byggingariðnaðar, hátækniiðnaðar og í orkuiðnaði, á verkfræðistofum og í sprotafyrirtækjum svo eitthvað sé nefnt. Þar sinna þau verkefnum allt frá hönnun og þróun og til stjórnunarstarfa á öllum stigum. Þá er gjarnan auglýst samhliða eftir tæknifræðingum og verkfræðingum. Tæknifræðingafélag Íslands var stofnað árið 1960 og það sameinaðist Verkfræðingafélagi Íslands undir nafni þess síðarnefnda árið 2016. Kjör tæknifræðinga og verkfræðinga eru sambærileg og Verkfræðingfélag Íslands stendur vörð um hagsmuni beggja. Iðn- og tæknifræðideild Háskólans í Reykjavík (HR) býður upp á nám í tæknifræði, nánar tiltekið í byggingartæknifræði, orku- og véltæknifræði og í rafmagnstæknifræði. Þá býður deildin upp á sérstaka námsleið í iðnaðar- og orkutæknifræði á Norðurlandi í samstarfi við Háskólann á Akureyri. Nám sem talar beint inn í íslenskt atvinnulíf Fyrir þau sem ekki hafa lokið tilskyldum forkröfum þá býður Háskólinn í Reykjavík upp á leið inn í tæknifræðinám í gegnum Háskólagrunn HR. Iðnmenntaðir geta einnig tekið skref inn í tæknifræði með því að ljúka námi í iðnfræði í HR. Þá geta nemendur sem ljúka tæknifræði haldið áfram námi og lokið meistaranámi í verkfræði í HR eða farið í framhaldsnám erlendis. Tæknifræði er frábært nám sem talar beint inn í íslenskt atvinnulíf. Námið er góður valkostur fyrir þau sem vilja komast hratt út á vinnumarkaðinn eftir öflugt háskólanám á tæknisviði með lögverndað starfsheiti. Nú er staðan sú að ungt fólk sem er að velja sér háskólanám og framtíðarstarf veit almennt ekki af námi í tæknifræði. Því má segja að nám í tæknifræði sé falinn fjársjóður fyrir nemendur og íslenskt atvinnulíf. Höfundur er forseti iðn- og tæknifræðideildar Háskólans í Reykjavík. [1] STEM - Science, Technology, Engineering and Mathematics
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun