Albert lék einkar vel með nýliðum Genoa á liðinni leiktíð. Hann skoraði 14 mörk í 35 deildarleikjum og gaf fjórar stoðsendingar.
Alberti er stillt upp vinstra megin í þriggja manna framlínu í 3-4-3 leikkerfi. Er hann í liðinu ásamt leikmönnum á borð við:
- Alessandro Bastoni (Inter)
- Bremer (Juventus)
- Federico Dimarco (Inter)
- Teun Koopmeiners (Atalanta)
- Hakan Çalhanoğlu (Inter)
- Christian Pulisic (AC Milan)
- Lautaro Martínez (Inter)
XI - Here is the Serie A 2023/24 best XI based on Opta data. Charm. pic.twitter.com/dg1nZSJiwG
— OptaPaolo (@OptaPaolo) May 27, 2024
Inter vann Serie A með miklum yfirburðum, Atalanta vann Evrópudeildina og Fiorentina mætir Olympiacos í úrslitum Sambandsdeildar Evrópu á morgun, miðvikudag. Genoa endaði í 11. sæti.