Undanfarna mánuði hafa orðið nokkrar vendingar í stríðinu í Úkraínu. Rússar sækja enn hægt fram á austurhluta Úkraínu og hafa opnað nýja víglínu í norðausturhluta landsins. Úkraínumenn hafa þar að auki áhyggjur af nýrri hernaðaruppbyggingu norðar á landamærunum eða jafnvel í Belarús. Útlit er fyrir að mesti krafturinn sé farinn úr sókn Rússa í Karkív-héraði í norðausturhluta Úkraínu. Í það minnsta í bili. Eftir að þeir sóttu fram upphaflega, hefur hægt verulega á framgöngu þeirra. Hörð átök eiga sér þó enn stað víða í Karkívhéraði, eins og annarsstaðar í austurhluta Úkraínu. The face of the russian world. These are the footage of Vovchansk in the Kharkiv region. Our warriors continue the fight for the city.📹: 501st Marine Battalion pic.twitter.com/1349j2dYdB— Defense of Ukraine (@DefenceU) May 28, 2024 Þó framsókn Rússa í austri hafi verið stöðug undanfarna mánuði hefur hún verið mjög hæg og er talin hafa verið mjög kostnaðarsöm hvað varðar hermenn og hergögn. Rússar leggja mikla áherslu á að reyna að ná borg sem kallast Chasiv Yar. Hún er mikilvæg vegna staðsetningar hennar vestur af Bakmút og myndi hernám hennar opna leiðir fyrir Rússa lengra inn í Úkraínu og þá sérstaklega að fleiri borgum Dónetsk-héraðs. Með Luhanskhéraði mynda þau Donbas-svæðið svokallaða sem Rússar vilja innlima að fullu. Russia fully destroyed the “Channel” quarter of #ChassivYar – and is still unable to control it on the ground. Bombings continue ... pic.twitter.com/8rSuuQUjiM— Julian Röpcke🇺🇦 (@JulianRoepcke) May 30, 2024 Mest hafa Rússar sótt fram vestur af Avdíka, sunnar í Dónetskhéraði. Sjá má helstu átakasvæðin í Úkraínu á meðfylgjandi kortum frá bandarísku hugveitunni Institute for the study of war. pic.twitter.com/qM5OcqBSrU— Institute for the Study of War (@TheStudyofWar) May 30, 2024 Staðan fyrir Úkraínumenn er að mörgu leyti erfið. Úkraínskir hermenn segjast verulega þreyttir og hafa áhyggjur stöðunni. Þeir sögðust þó ekki ætla að hætta að berjast, því nauðsynlegt væri að stöðva Rússa. Bandaríkjamenn birtu í desember greiningu leyniþjónustusamfélagsins þar í landi þar sem áætlað var að um 315 þúsund rússneskir hermenn hefðu fallið eða særst í Úkraínu. Úkraínumenn telja að þrátt fyrir það hafi Rússar um hálfa milljón manna manna í Úkraínu. Áætlað er að úkraínskir hermenn séu um átta hundruð þúsund talsins en eins og í öllum herjum heims tekur einungis hluti þeirra beinan þátt í átökum á víglínunni. Rússar hafa gert umfangnsmiklar árásir á Karkívborg úr lofti á undanförnum vikum.EPA/SERGEY KOZLOV „Verra en helvíti“ Blaðamenn Reuters fóru víða um víglínuna og ræddu við marga hermenn, fótgönguliða, stórskotalið og drónaflugmenn, og flestir þeirra sögðust þreyttir eftir langvarandi átök. Mannekla í úkraínska hernum hefur gert leiðtogum hans erfitt með að hvíla hermenn í þó nokkra mánuði. Hermennirnir sögðust enn skorta skotfæri og að gífurlega mikilvægt væri að fylla í raðir herdeilda þeirra. Ráðamenn í Úkraínu samþykktu á árinu nýtt frumvarp um herkvaðningu þar sem lágmarksaldur herkvaðningar var lækkaður úr 27 árum í 25 og var yfirvöldum einnig gert auðveldar að kveðja menn í herinn. Sjá einnig: Samþykktu loks frumvarp um herkvaðningu Samþykkt frumvarpsins hafði tafist um langt skeið og er óljóst hvenær það mun skila árangri í formi nýrra hermanna á víglínunni. Það veltur að miklu leyti á því hve mikla þjálfun þeir munu fá. Frá þjálfun úkraínskra hermanna á skriðdreka.Getty/Diego Herrera Carcedo Viktor, einn hermannanna sem Reuters ræddi við, sagði frá því hvernig hann endaði á víglínunni í Dónetsk skömmu eftir innrás Rússa með litla sem enga þjálfun. Frá því hefur hann tekið þátt í hörðum bardögum, við mjög erfiðar aðstæður. „Þetta er ekki eins og þetta lítur út á korti, með allar þessar fallegu línur og örvar. Ég sé vini mína, hvað hefur komið fyrir þá, hverju við erum að berjast gegn,“ sagði Viktor. „Þetta er helvíti. Þetta er verra en helvíti.“ Viktor hefur varið mánuðum á víglínunni, án mikillar hvíldar. Þegar hann vaknaði einn daginn í febrúar fékk hann möguelga taugaáfall og gat ekki hreyft sig úr rekkju. Þrátt fyrir mikla manneklu sendi yfirmaður Viktors hann af víglínunni og gaf honum tíma til að ræða við sálfræðing. Viktor segir það hafa bjargað sér og gert honum kleift að sætta sig betur við hættuna sem hann er í. Sjá einnig: Hafa engin varnarvirki til að hörfa í Hann hafi fyrir stríðið hugsað um dauðann sem fjarstætt hugtak. „En í stríði ertu algerlega óvarinn. Dauðinn getur komið hvenær sem er,“ sagði Viktor. Í miðju viðtali lenda tvær sprengikúlur skammt frá Viktori og blaðamanni Reuters, svo þeir þurfa að skutla sér ofan í skotgröf. Nokkru síðar heyra þau hermann kalla eftir hjálp í talstöðinni. Varðstöð hans var nokkur hundruð metra frá skotgröf Viktors og hermennirnir þar höfðu orðið fyrir rússneskum sjálfsprengidróna. Einn hermaður féll og þrír særðust en ekki var hægt að koma þeim til bjargar fyrr en sólin hafði sest, átta klukkustundum síðar. Í millitíðinni gerðu Rússar áfram drónaárásir á hermennina. Dónar eru mikið notaðir af bæði Rússum og Úkraínumönnum.Getty/Yan Dobronosov Drónar verða sífellt mikilvægari Drónar skipta sífellt meira máli í stríðinu í Úkraínu, bæði í lofti og á sjó, og hefur notkun dróna af öllum stærðum og gerðum aukist stöðugt frá því stríðið hófst. Bæði Úkraínumenn og Rússar keppast við að þróa og framleiða nýja dróna í massavís. Sjá einnig: Sökktu enn einu herskipinu Drónar þessir geta verið margskonar. Sumir eru smáir og hraðskreiðir og eru hannaðir þannig að hægt sé að fljúga þeim á bryn- og skriðdreka, eða inn í skotgrafir og neðanjarðarbyrgi. Aðrir eru hannaðir til eftirlits eða til þess að varpa sprengjum úr lofti. Drone pilots from the 92nd Assauld Brigade continue their hunt. This time, they destroyed a tank, an artillery system, and other weapons of the russian army. pic.twitter.com/tLwyh1hMBO— Defense of Ukraine (@DefenceU) May 30, 2024 Ráðamenn í Úkraínu segjast vonasst til þess að framleiða milljón smáa sjálfsprengidróna á þessu ári en hermenn segjast þurfa að minnsta kosti tvöfallt fleiri en það til að halda í við notkun Rússa á drónum. Hér að neðan má sjá myndband sem sýnir hvernig rússneskir hermenn reyndu að skjóta niður eftirlitsdróna Úkraínumanna. Strax í kjölfarið flaug annar drónaflugmaður sjálfsprengidróna á staðinn og grandaði loftvarnarkerfinu. Destruction of a Russian short-range air defense system "Strela-10" in the Donetsk region by units of the 10th Mountain Assault Brigade. The Strela-10 tried to hit the drone observing it, but failed. An FPV finished the job. pic.twitter.com/JtjKGhQtyQ— NOELREPORTS 🇪🇺 🇺🇦 (@NOELreports) May 30, 2024 Svo eru stærri sjálfsprengidrónar eins og Shaded-drónarnir sem Rússar fengu frá Íran og drónar sem Úkraínumenn hafa notað til árása í Rússlandi. Ein slík árás Úkraínumanna beindist að staðnum þar sem Rússar framleiða Shaded-dróna og hafa lagt mikið á sig til að auka framleiðslu þeirra til muna. Sú árás var gerð í byrjun Apríl, á heimavist háskóla í Alabuga í Rússlandi. Þar vinna nemendur og aðrir að því að setja saman Shahed-dróna sem notaðir eru til árása í Úkraínu. Samkvæmt úkraínska hernum hafa Rússar notað rúmlega fjögur þúsund slíka dróna í Úkraínu. ⚡️Unknown drones have targeted the special economic zone "Alabuga" in #Tatarstan, where Russia has established production of drones.Alleged videos and photos are circulating on Telegram channels. Local authorities claim that the technological process was purportedly unaffected. pic.twitter.com/OjkNfsYTQg— KyivPost (@KyivPost) April 2, 2024 Rússar kaupa íhluti í drónanna frá Kína og Íran og hafa ráðið fjölda fólks frá Austur-Afríku til að setja drónana saman, samkvæmt frétt Wall Street Journal þar sem kafað var í saumana á framleiðslunni. Shahed-drónar eru tiltölulega ódýrir í framleiðslu og þurfa Úkraínumenn oft að skjóta þá niður með mun dýrari flugskeytum. Myndaðar hafa verið sérstakar sveitir manna sem fara um að hraðskreiðum farartækjum búnum loftvarnarbyssum, vélbyssum og ljóskösturum, sem hafa eingöngu það hlutverk að skjóta niður þessa dróna. Í fyrstu fengu Rússar drónana frá Íran en í lok árs 2022, flugu rússneskir auðjöfrar til Teheran og gerðu þar samkomulag um að greiða 1,7 milljarð dala, að hluta til í gullstöngum, fyrir leyfi til að reisa verksmiðju í suðurhluta Rússlands þar sem Rússar gætu framleitt sína eigin dróna. Sú verksmiðja reis í Alabuga við Dóná og ætla Rússar sé að framleiða um sex þúsund Shahed-dróna á ári, auk sambærilegra eftirlitsdróna. Ukrainian FPV drone chases and targets Russian reconnaissance UAVhttps://t.co/XHvlcOcz2u pic.twitter.com/qrttAdaPlx— Special Kherson Cat 🐈🇺🇦 (@bayraktar_1love) May 30, 2024 Til að framleiða alla þessa dróna þurfti fólk og beindu áðurnefndir auðjöfrar sjónum sínum að Austur-Afríku. Hópur þeirra fór til Úganda þar sem þær ræddu við ungar konur í háskólum þar. Þeir buðu þrefallt hærri laun en þær fá í heimalandi sínu, frítt húsnæði og háskólagráðu, í skiptum fyrir nám í Alabuga og vinnu við að setja saman dróna. Embættismenn í Úganda segja að rúmlega þúsund konur frá Austur-Afríku hafi farið til Rússlands. Þurftu leyfi til árása í Rússlandi Úkraínumenn hafa lagt mikla áherslu á að reyna að fá leyfi frá bakhjörlum sínum til að nota vopn frá þeim til árása í Rússlandi að undanförnu. Þær kröfur hafa að miklu leyti beinst að Bandaríkjunum sem hafa útvegað Úkraínumönnum langdræg vopn eins og HIMARS-eldflaugakerfi eða ATACMS eldflaugar. Þeim vopnum hafa Úkraínumenn ekki fengið að beita innan landamæra Rússlands en fregnir bárust af því í gær að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hafi á dögunum hljóðlega veitt Úkraínumönnum leyfi til að nota bandarísk vopn í Rússlandi en þó eingöngu í nærri Karkív. Úkraínumenn segja Rússa hafa hagnast á þessum takmörkunum sem þeir hafa verið beittir og þá sérstaklega í átökunum í Karkív. Karkívborg, sú næst stærsta í Úkraínu, er einungis þrjátíu kílómetra frá landamærum Rússlands og Rússar hafa komið vopnum fyrir þeirra megin við landamærin og notað þau til að gera árásir á Úkraínumenn. Rustem Umerov, varnarmálráðherra Úkraínu, sagði frá því í vikunni að hann hefði rætt við Lloyd Austin, kollega sinn í Bandaríkjunum, og hann hafi meðal annars ítrekað við Austin að Úkraínumenn hefðu rétt á því að gera árásir í Rússlandi. Today, I had my weekly phone conversation with US @SecDef Lloyd Austin.We discussed the current situation at the front.Commander-in-Chief Syrskyi reported in detail about the situation on the battlefield.I separately informed my American colleague about the mobilization…— Rustem Umerov (@rustem_umerov) May 29, 2024 Úkraínumenn vilja einnig nota bandarísk vopn til árása á rússneskar hernaðarinnviði og olíuvinnslur. Fregnir hafa borist af því að ráðamenn í Bandaríkjunum hafi það til skoðunar að leyfa Úkraínumönnum að nota vopnin hömlulaust en fregnir gærdagsins gefa til kynna að það verði ekki leyft að svo stöddu. Einn heimildarmaður Politico í Bandaríkjunum sagði stefnuna um langdræg vopn frá Bandaríkjunum og árásir í Rússlandi vera óbreytta. Sjá einnig: Skoða að leyfa árásir í Rússlandi með bandarískum vopnum Bandaríkjamenn hafa áhyggjur af drónaárásum Úkraínumanna gegn ratsjám sem eru hluti af vörnum Rússa gegn kjarnorkuárásum. Þær eru einnig hluti af hefðbundnu loftvarna- og eftirlitskerfi Rússa. Minnst tvær slíkar árásir hafa verið reyndar á undandförnum dögum. Úkraínskur hermaður með sprengikúlu.Getty/Diego Herrera Carcedo Samkvæmt frétt Washington Post óttast ráðamenn í Bandaríkjunum að Rússar telji að verið sé að grafa undan vörnum þeirra gegn kjarnorkuárásum. Embættismenn í Úkraínu segja hins vegar að ratsjárnar séu notaðar af Rússum til að vakta lofthelgi Úkraínu og fylgjast með notkun þeirra á drónum og eld- og stýriflaugum. Þeir segja markmið árásanna vera að draga úr getu Rússa til að vakta aðgerðir Úkraínumanna í suðri. Good step in the right direction. Hopefully the lifting of the sanctuary around Kharkiv is the first in a series of changes to allow Ukraine to strike all substantial military targets supporting Russia's invasion of Ukraine.Many airfields & known military objects are in range. pic.twitter.com/m4gBa6I2Zz— George Barros (@georgewbarros) May 30, 2024 Töluverður þrýstingur Þrýstingurinn um að leyfa Úkraínumönnum að gera árásir í Rússlandi hefur verið nokkuð mikill að undanförnu. Aðrir bakhjarlar Úkraínu en Bandaríkjamenn höfðu fyrir gærdaginn margir tekið það skref að heimila Úkraínumönnum að nota vopn þeirra til árása í Rússlandi. Bretar, Svíar, Finnar, Danir, Eystrasaltsríkin, Pólverjar, Tékkar og Frakkar eru meðal þeirra. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði á blaðamannafundi í Þýskalandi í vikunni, þar sem hann var með Olaf Scholz, kanslara Þýkalands, að eðlilegt væri að heimila Úkraínumönnum að ráðast á staði þar sem Rússar væru að skjóta eldflaugum og jafnvel sprengikúlum að Úkraínu. Hann sagði þó að þeir mættu ekki ráðast á önnur skotmörk í Rússlandi. Macron kallaði eftir því að aðrir bakhjarlar Úkraínu hefðu sama viðhorf. Scholz gekk ekki eins langt, samkvæmt frétt DW, en sagðist ekki mótfallinn því sem Macron sagði. Hann hefur þó ekki heimilað notkun á þýskum vopnum innan Rússlands. Uppfært: Ríkisstjórn Þýskalands heimilaði notkun á vopnum frá þeim í Rússlandi í morgun. Ukraine should be allowed to "neutralize" Russian military bases from where Moscow is firing missiles, says France's President Emmanuel Macron. pic.twitter.com/jZ8RMJ6BT7— DW Politics (@dw_politics) May 28, 2024 Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, sagði í gær að nú þyrftu ráðamenn þeirra aðildarríkja sem heimila Úkraínumönnum ekki árásir í Rússlandi með vopnum þeirra að endurskoða þá stefnu. Reyna að bæta loftvarnir Úkraínumenn hafa lagt mikla áherslu á að bæta loftvarnir sínar undanfarna mánuði. Þannig vilja þeir draga úr langtímaáhrifum af ítrekuðum eld- og stýriflaugaárásum Rússa og jafnvel reyna að stöðva svifsprengjuárásir. Yfirvöld í Svíþjóð tilkynntu í vikunni umfangsmikinn hergagnapakka til Úkraínu en hann inniheldur meðal annars skotfæri fyrir loftvarnarkerfi og tvær eftirlitsvélar sem búnar eru ratsjám og annars konar eftirlitsbúnaði. Sjá einnig: Gefa Úkraínumönnum eftirlitsflugvélar Þessar flugvélar eiga að veita Úkraínumönnum mun betri getu til að fylgjast með háloftunum yfir víglínunni og er hægt að nota þær í samfloti með F-16 orrustuþotum sem Úkraínumenn eiga von á á árinu. Úkraínumenn eiga einnig von á fleiri loftvarnarkerfum á næstunni. Fá margar F-16 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, og Alexander De Croo, forsætisráðherra Belgíu, skrifuðu á dögunum undir öryggissamkomulag sem felur meðal annars í sér að Belgar ætla að senda þrjátíu F-16 orrustuþotur til Úkraínu og þær fyrstu eiga að berast á þessu ári. Orrustuþotunum munu þó fylgja þær takmarkanir að úkraínskir flugmenn megi ekki fljúga þeim inn fyrir landamæri Rússlands, samkvæmt frétt Politico. Selenskí og Croo skoðuðu í vikunni F-16 þotur í Belgíu. Ukranians continue to be killed by the Russian invader every day.Dear @ZelenskyyUa, these F-16 will be yours to help you protect your citizens.Ukraine can only push back Russia with more and better arms, delivered at a faster pace. pic.twitter.com/YVHydmTGPw— Alexander De Croo 🇧🇪🇪🇺 (@alexanderdecroo) May 28, 2024 Ráðamenn annarra ríkja hafa ákveðið að senda Úkraínumönnum F-16 orrustuþotur. Þær hafa lengi verið í notkun víða um heim og eru taldar mikilvægur liður í því að bæta loftvarnir Úkraínumanna Umfangsmikil notkun svifsprengja veldur enn usla í Úkraínu. Þar er um að ræða gamlar og stórar „heimskar“ sprengjur sem Rússar hafa sett vængi á og staðsetningarbúnað. Sprengjunum er svo varpað frá herþotum úr mikilli hæð, þar sem þoturnar eru öruggar frá loftvörnum á jörðu niðri. Sprengjurnar geta svo svifið allt að hundrað kílómetra í átt að skotmörkum sínum. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði nýverið að Rússar vörpuðu um 3.200 slíkum sprengjum í á Úkraínu í hverjum mánuði. Hér má sjá myndband af fjórum slíkum sprengjum lenda við skotgrafir úkraínskra hermanna í Karkívhéraði á dögunum. Hermennirnir eru sagðir hafa staðið af sér árás rússneskra hermanna sem fylgdi loftárásunum. Video of four accurate Russian UMPK glide bombs hitting a Ukrainian position in a tree line near Liptsi. Butusov says the Ukrainian soldiers then withstood a Russian assault supported by UAVs dropping grenades. https://t.co/vRnvw6t2Oghttps://t.co/vo1NBnL1s8 pic.twitter.com/PVfypgzMzz— Rob Lee (@RALee85) May 27, 2024 Rússar eiga mikið magn sprengja sem þeir geta breytt í svifsprengjur frá tímum Sovétríkjanna. Skoða að senda evrópska hermenn til Úkraínu Olexander Sirskí, yfirmaður herafla Úkraínu, lýsti því yfir fyrr í vikunni að franskir hermenn væru á leið til Úkraínu. Hann sagðist hafa skrifað undir reglugerð sem sneri að því að franskir hermenn megi nú fara til Úkraínu og virða fyrir sér aðstæður þar. Sjá einnig: Segja Frakka ætla að senda hermenn til Úkraínu Óljóst er hvort franskir hermenn séu í raun á leið til Úkraínu en það hefur verið til umræðu í Frakklandi og líka í Bandaríkjunum. Sú umræða snýr að því að senda hermenn til vesturhluta Úkraínu þar sem þeir eiga að koma að því að þjálfa úkraínska sjálfboðaliða og kvaðmenn. Tiltölulega stutt er síðan Emmanuel Macron, forseti Frakklands, viðraði þá skoðun sína að ráðamenn á Vesturlöndum ættu ekki að setja sjálfum sér rauðar línur fyrir Rússa og ekki útiloka að senda hermenn til Úkraínu. Ráðamenn í Rússlandi brugðust reiðir við þessum ummælum og tilkynntu í kjölfarið nýjar heræfingar með svokölluð „taktísk kjarnorkuvopn“. Þær æfingar voru haldnar í síðustu viku. Sjá einnig: Æfa notkun „taktískra“ kjarnorkuvopna Le Monde sagði frá því í vikunni að Macron vildi mynda hóp Evrópuríkja sem myndu saman senda nokkur hundruð hermenn til Úkraínu til að þjálfa hermenn þar. Ekkert hafi þó verið slegið á fast í þeim efnum enn. Hingað til hafa úkraínskir nýliðar og kvaðmenn verið sendir til herbúða í Þýskalandi þar sem hermenn frá Bandaríkjunum og öðrum Vesturlöndum hafa þjálfað þá í hernaði og í notkun vestrænna vopna sem senda hafa verið til Úkraínu. Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þýskalands, heilsar upp á úkraínska hermenn sem eru að fá þjálfun frá þýskum hermönnum á Patriot loftvarnarkerfið.AP/Bernd Wuestneck Rússar gera sjaldan árásir á vesturhluta Úkraínu en það gerist þó. Fari svo að bakhjarlar Úkraínu sendi hermenn til landsins vekur það upp spurningar um möguleg viðbrögð við því að einhverjir þeirra hermanna falli í árásum Rússa. Hvar endar þetta? Næstum því öll stríð enda við samningaborðið og þetta mun að öllum líkindum gera það einnig. Enn sem komið er virðist samningavilji þó lítill hjá báðum fylkingum. Ráðamenn í Rússlandi telja sig geta hernumið stærra landsvæði í Úkraínu og Úkraínumenn vilja reka Rússa á brott, eða í það minnsta styrkja samningastöðu sína fyrir mögulegar viðræður. Í augum Úkraínumanna getur stríðinu ekki lokið án tryggra öryggisráðstafana, eins og mögulegri inngöngu í Atlantshafsbandalagið. Án þess muni Rússar að endingu ráðast aftur á landið og þeir séu í mun betri aðstöðu til að byggja herafla sinn upp að nýju en Úkraínumenn. Ráðamenn í ríkjum Austur-Evrópu óttast sigur Rússa í Úkraínu og að Rússar myndu ekki láta staðar numið þar. Til marks um það hafa ríkisstjórnir Póllands og Eystrasaltsríkjanna ákveðið að fara í umfangsmiklar varnarvirkjagerð á landamærum þeirra og Rússlands og Belarús. Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, sagði frá því um síðustu helgi að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefði sagt við sig að Úkraína væri ekki sjálfstætt ríki og að það og einnig Belarús væru hluti af Rússlandi. Scholz sagði Pútín telja sig geta breytt landamærum Evrópu með vopnavaldi. Í grein sem hann skrifaði á vef Economist í vikunni sagði Scholz Pútín vilja endurvekja forna dýrð Rússlands með því að gera bæði Úkraínu og Belarús að leppríkjum. Enginn, nema kannski Pútín sjálfur, vissi hvar heimsvaldastefna hans endaði. „En við vitum öll að hann hikar ekki við að úthella blóði í öðru landi.“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Hernaður Belgía Bandaríkin Bretland Pólland Belarús Þýskaland Íran Fréttaskýringar Joe Biden NATO Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent
Útlit er fyrir að mesti krafturinn sé farinn úr sókn Rússa í Karkív-héraði í norðausturhluta Úkraínu. Í það minnsta í bili. Eftir að þeir sóttu fram upphaflega, hefur hægt verulega á framgöngu þeirra. Hörð átök eiga sér þó enn stað víða í Karkívhéraði, eins og annarsstaðar í austurhluta Úkraínu. The face of the russian world. These are the footage of Vovchansk in the Kharkiv region. Our warriors continue the fight for the city.📹: 501st Marine Battalion pic.twitter.com/1349j2dYdB— Defense of Ukraine (@DefenceU) May 28, 2024 Þó framsókn Rússa í austri hafi verið stöðug undanfarna mánuði hefur hún verið mjög hæg og er talin hafa verið mjög kostnaðarsöm hvað varðar hermenn og hergögn. Rússar leggja mikla áherslu á að reyna að ná borg sem kallast Chasiv Yar. Hún er mikilvæg vegna staðsetningar hennar vestur af Bakmút og myndi hernám hennar opna leiðir fyrir Rússa lengra inn í Úkraínu og þá sérstaklega að fleiri borgum Dónetsk-héraðs. Með Luhanskhéraði mynda þau Donbas-svæðið svokallaða sem Rússar vilja innlima að fullu. Russia fully destroyed the “Channel” quarter of #ChassivYar – and is still unable to control it on the ground. Bombings continue ... pic.twitter.com/8rSuuQUjiM— Julian Röpcke🇺🇦 (@JulianRoepcke) May 30, 2024 Mest hafa Rússar sótt fram vestur af Avdíka, sunnar í Dónetskhéraði. Sjá má helstu átakasvæðin í Úkraínu á meðfylgjandi kortum frá bandarísku hugveitunni Institute for the study of war. pic.twitter.com/qM5OcqBSrU— Institute for the Study of War (@TheStudyofWar) May 30, 2024 Staðan fyrir Úkraínumenn er að mörgu leyti erfið. Úkraínskir hermenn segjast verulega þreyttir og hafa áhyggjur stöðunni. Þeir sögðust þó ekki ætla að hætta að berjast, því nauðsynlegt væri að stöðva Rússa. Bandaríkjamenn birtu í desember greiningu leyniþjónustusamfélagsins þar í landi þar sem áætlað var að um 315 þúsund rússneskir hermenn hefðu fallið eða særst í Úkraínu. Úkraínumenn telja að þrátt fyrir það hafi Rússar um hálfa milljón manna manna í Úkraínu. Áætlað er að úkraínskir hermenn séu um átta hundruð þúsund talsins en eins og í öllum herjum heims tekur einungis hluti þeirra beinan þátt í átökum á víglínunni. Rússar hafa gert umfangnsmiklar árásir á Karkívborg úr lofti á undanförnum vikum.EPA/SERGEY KOZLOV „Verra en helvíti“ Blaðamenn Reuters fóru víða um víglínuna og ræddu við marga hermenn, fótgönguliða, stórskotalið og drónaflugmenn, og flestir þeirra sögðust þreyttir eftir langvarandi átök. Mannekla í úkraínska hernum hefur gert leiðtogum hans erfitt með að hvíla hermenn í þó nokkra mánuði. Hermennirnir sögðust enn skorta skotfæri og að gífurlega mikilvægt væri að fylla í raðir herdeilda þeirra. Ráðamenn í Úkraínu samþykktu á árinu nýtt frumvarp um herkvaðningu þar sem lágmarksaldur herkvaðningar var lækkaður úr 27 árum í 25 og var yfirvöldum einnig gert auðveldar að kveðja menn í herinn. Sjá einnig: Samþykktu loks frumvarp um herkvaðningu Samþykkt frumvarpsins hafði tafist um langt skeið og er óljóst hvenær það mun skila árangri í formi nýrra hermanna á víglínunni. Það veltur að miklu leyti á því hve mikla þjálfun þeir munu fá. Frá þjálfun úkraínskra hermanna á skriðdreka.Getty/Diego Herrera Carcedo Viktor, einn hermannanna sem Reuters ræddi við, sagði frá því hvernig hann endaði á víglínunni í Dónetsk skömmu eftir innrás Rússa með litla sem enga þjálfun. Frá því hefur hann tekið þátt í hörðum bardögum, við mjög erfiðar aðstæður. „Þetta er ekki eins og þetta lítur út á korti, með allar þessar fallegu línur og örvar. Ég sé vini mína, hvað hefur komið fyrir þá, hverju við erum að berjast gegn,“ sagði Viktor. „Þetta er helvíti. Þetta er verra en helvíti.“ Viktor hefur varið mánuðum á víglínunni, án mikillar hvíldar. Þegar hann vaknaði einn daginn í febrúar fékk hann möguelga taugaáfall og gat ekki hreyft sig úr rekkju. Þrátt fyrir mikla manneklu sendi yfirmaður Viktors hann af víglínunni og gaf honum tíma til að ræða við sálfræðing. Viktor segir það hafa bjargað sér og gert honum kleift að sætta sig betur við hættuna sem hann er í. Sjá einnig: Hafa engin varnarvirki til að hörfa í Hann hafi fyrir stríðið hugsað um dauðann sem fjarstætt hugtak. „En í stríði ertu algerlega óvarinn. Dauðinn getur komið hvenær sem er,“ sagði Viktor. Í miðju viðtali lenda tvær sprengikúlur skammt frá Viktori og blaðamanni Reuters, svo þeir þurfa að skutla sér ofan í skotgröf. Nokkru síðar heyra þau hermann kalla eftir hjálp í talstöðinni. Varðstöð hans var nokkur hundruð metra frá skotgröf Viktors og hermennirnir þar höfðu orðið fyrir rússneskum sjálfsprengidróna. Einn hermaður féll og þrír særðust en ekki var hægt að koma þeim til bjargar fyrr en sólin hafði sest, átta klukkustundum síðar. Í millitíðinni gerðu Rússar áfram drónaárásir á hermennina. Dónar eru mikið notaðir af bæði Rússum og Úkraínumönnum.Getty/Yan Dobronosov Drónar verða sífellt mikilvægari Drónar skipta sífellt meira máli í stríðinu í Úkraínu, bæði í lofti og á sjó, og hefur notkun dróna af öllum stærðum og gerðum aukist stöðugt frá því stríðið hófst. Bæði Úkraínumenn og Rússar keppast við að þróa og framleiða nýja dróna í massavís. Sjá einnig: Sökktu enn einu herskipinu Drónar þessir geta verið margskonar. Sumir eru smáir og hraðskreiðir og eru hannaðir þannig að hægt sé að fljúga þeim á bryn- og skriðdreka, eða inn í skotgrafir og neðanjarðarbyrgi. Aðrir eru hannaðir til eftirlits eða til þess að varpa sprengjum úr lofti. Drone pilots from the 92nd Assauld Brigade continue their hunt. This time, they destroyed a tank, an artillery system, and other weapons of the russian army. pic.twitter.com/tLwyh1hMBO— Defense of Ukraine (@DefenceU) May 30, 2024 Ráðamenn í Úkraínu segjast vonasst til þess að framleiða milljón smáa sjálfsprengidróna á þessu ári en hermenn segjast þurfa að minnsta kosti tvöfallt fleiri en það til að halda í við notkun Rússa á drónum. Hér að neðan má sjá myndband sem sýnir hvernig rússneskir hermenn reyndu að skjóta niður eftirlitsdróna Úkraínumanna. Strax í kjölfarið flaug annar drónaflugmaður sjálfsprengidróna á staðinn og grandaði loftvarnarkerfinu. Destruction of a Russian short-range air defense system "Strela-10" in the Donetsk region by units of the 10th Mountain Assault Brigade. The Strela-10 tried to hit the drone observing it, but failed. An FPV finished the job. pic.twitter.com/JtjKGhQtyQ— NOELREPORTS 🇪🇺 🇺🇦 (@NOELreports) May 30, 2024 Svo eru stærri sjálfsprengidrónar eins og Shaded-drónarnir sem Rússar fengu frá Íran og drónar sem Úkraínumenn hafa notað til árása í Rússlandi. Ein slík árás Úkraínumanna beindist að staðnum þar sem Rússar framleiða Shaded-dróna og hafa lagt mikið á sig til að auka framleiðslu þeirra til muna. Sú árás var gerð í byrjun Apríl, á heimavist háskóla í Alabuga í Rússlandi. Þar vinna nemendur og aðrir að því að setja saman Shahed-dróna sem notaðir eru til árása í Úkraínu. Samkvæmt úkraínska hernum hafa Rússar notað rúmlega fjögur þúsund slíka dróna í Úkraínu. ⚡️Unknown drones have targeted the special economic zone "Alabuga" in #Tatarstan, where Russia has established production of drones.Alleged videos and photos are circulating on Telegram channels. Local authorities claim that the technological process was purportedly unaffected. pic.twitter.com/OjkNfsYTQg— KyivPost (@KyivPost) April 2, 2024 Rússar kaupa íhluti í drónanna frá Kína og Íran og hafa ráðið fjölda fólks frá Austur-Afríku til að setja drónana saman, samkvæmt frétt Wall Street Journal þar sem kafað var í saumana á framleiðslunni. Shahed-drónar eru tiltölulega ódýrir í framleiðslu og þurfa Úkraínumenn oft að skjóta þá niður með mun dýrari flugskeytum. Myndaðar hafa verið sérstakar sveitir manna sem fara um að hraðskreiðum farartækjum búnum loftvarnarbyssum, vélbyssum og ljóskösturum, sem hafa eingöngu það hlutverk að skjóta niður þessa dróna. Í fyrstu fengu Rússar drónana frá Íran en í lok árs 2022, flugu rússneskir auðjöfrar til Teheran og gerðu þar samkomulag um að greiða 1,7 milljarð dala, að hluta til í gullstöngum, fyrir leyfi til að reisa verksmiðju í suðurhluta Rússlands þar sem Rússar gætu framleitt sína eigin dróna. Sú verksmiðja reis í Alabuga við Dóná og ætla Rússar sé að framleiða um sex þúsund Shahed-dróna á ári, auk sambærilegra eftirlitsdróna. Ukrainian FPV drone chases and targets Russian reconnaissance UAVhttps://t.co/XHvlcOcz2u pic.twitter.com/qrttAdaPlx— Special Kherson Cat 🐈🇺🇦 (@bayraktar_1love) May 30, 2024 Til að framleiða alla þessa dróna þurfti fólk og beindu áðurnefndir auðjöfrar sjónum sínum að Austur-Afríku. Hópur þeirra fór til Úganda þar sem þær ræddu við ungar konur í háskólum þar. Þeir buðu þrefallt hærri laun en þær fá í heimalandi sínu, frítt húsnæði og háskólagráðu, í skiptum fyrir nám í Alabuga og vinnu við að setja saman dróna. Embættismenn í Úganda segja að rúmlega þúsund konur frá Austur-Afríku hafi farið til Rússlands. Þurftu leyfi til árása í Rússlandi Úkraínumenn hafa lagt mikla áherslu á að reyna að fá leyfi frá bakhjörlum sínum til að nota vopn frá þeim til árása í Rússlandi að undanförnu. Þær kröfur hafa að miklu leyti beinst að Bandaríkjunum sem hafa útvegað Úkraínumönnum langdræg vopn eins og HIMARS-eldflaugakerfi eða ATACMS eldflaugar. Þeim vopnum hafa Úkraínumenn ekki fengið að beita innan landamæra Rússlands en fregnir bárust af því í gær að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hafi á dögunum hljóðlega veitt Úkraínumönnum leyfi til að nota bandarísk vopn í Rússlandi en þó eingöngu í nærri Karkív. Úkraínumenn segja Rússa hafa hagnast á þessum takmörkunum sem þeir hafa verið beittir og þá sérstaklega í átökunum í Karkív. Karkívborg, sú næst stærsta í Úkraínu, er einungis þrjátíu kílómetra frá landamærum Rússlands og Rússar hafa komið vopnum fyrir þeirra megin við landamærin og notað þau til að gera árásir á Úkraínumenn. Rustem Umerov, varnarmálráðherra Úkraínu, sagði frá því í vikunni að hann hefði rætt við Lloyd Austin, kollega sinn í Bandaríkjunum, og hann hafi meðal annars ítrekað við Austin að Úkraínumenn hefðu rétt á því að gera árásir í Rússlandi. Today, I had my weekly phone conversation with US @SecDef Lloyd Austin.We discussed the current situation at the front.Commander-in-Chief Syrskyi reported in detail about the situation on the battlefield.I separately informed my American colleague about the mobilization…— Rustem Umerov (@rustem_umerov) May 29, 2024 Úkraínumenn vilja einnig nota bandarísk vopn til árása á rússneskar hernaðarinnviði og olíuvinnslur. Fregnir hafa borist af því að ráðamenn í Bandaríkjunum hafi það til skoðunar að leyfa Úkraínumönnum að nota vopnin hömlulaust en fregnir gærdagsins gefa til kynna að það verði ekki leyft að svo stöddu. Einn heimildarmaður Politico í Bandaríkjunum sagði stefnuna um langdræg vopn frá Bandaríkjunum og árásir í Rússlandi vera óbreytta. Sjá einnig: Skoða að leyfa árásir í Rússlandi með bandarískum vopnum Bandaríkjamenn hafa áhyggjur af drónaárásum Úkraínumanna gegn ratsjám sem eru hluti af vörnum Rússa gegn kjarnorkuárásum. Þær eru einnig hluti af hefðbundnu loftvarna- og eftirlitskerfi Rússa. Minnst tvær slíkar árásir hafa verið reyndar á undandförnum dögum. Úkraínskur hermaður með sprengikúlu.Getty/Diego Herrera Carcedo Samkvæmt frétt Washington Post óttast ráðamenn í Bandaríkjunum að Rússar telji að verið sé að grafa undan vörnum þeirra gegn kjarnorkuárásum. Embættismenn í Úkraínu segja hins vegar að ratsjárnar séu notaðar af Rússum til að vakta lofthelgi Úkraínu og fylgjast með notkun þeirra á drónum og eld- og stýriflaugum. Þeir segja markmið árásanna vera að draga úr getu Rússa til að vakta aðgerðir Úkraínumanna í suðri. Good step in the right direction. Hopefully the lifting of the sanctuary around Kharkiv is the first in a series of changes to allow Ukraine to strike all substantial military targets supporting Russia's invasion of Ukraine.Many airfields & known military objects are in range. pic.twitter.com/m4gBa6I2Zz— George Barros (@georgewbarros) May 30, 2024 Töluverður þrýstingur Þrýstingurinn um að leyfa Úkraínumönnum að gera árásir í Rússlandi hefur verið nokkuð mikill að undanförnu. Aðrir bakhjarlar Úkraínu en Bandaríkjamenn höfðu fyrir gærdaginn margir tekið það skref að heimila Úkraínumönnum að nota vopn þeirra til árása í Rússlandi. Bretar, Svíar, Finnar, Danir, Eystrasaltsríkin, Pólverjar, Tékkar og Frakkar eru meðal þeirra. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði á blaðamannafundi í Þýskalandi í vikunni, þar sem hann var með Olaf Scholz, kanslara Þýkalands, að eðlilegt væri að heimila Úkraínumönnum að ráðast á staði þar sem Rússar væru að skjóta eldflaugum og jafnvel sprengikúlum að Úkraínu. Hann sagði þó að þeir mættu ekki ráðast á önnur skotmörk í Rússlandi. Macron kallaði eftir því að aðrir bakhjarlar Úkraínu hefðu sama viðhorf. Scholz gekk ekki eins langt, samkvæmt frétt DW, en sagðist ekki mótfallinn því sem Macron sagði. Hann hefur þó ekki heimilað notkun á þýskum vopnum innan Rússlands. Uppfært: Ríkisstjórn Þýskalands heimilaði notkun á vopnum frá þeim í Rússlandi í morgun. Ukraine should be allowed to "neutralize" Russian military bases from where Moscow is firing missiles, says France's President Emmanuel Macron. pic.twitter.com/jZ8RMJ6BT7— DW Politics (@dw_politics) May 28, 2024 Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, sagði í gær að nú þyrftu ráðamenn þeirra aðildarríkja sem heimila Úkraínumönnum ekki árásir í Rússlandi með vopnum þeirra að endurskoða þá stefnu. Reyna að bæta loftvarnir Úkraínumenn hafa lagt mikla áherslu á að bæta loftvarnir sínar undanfarna mánuði. Þannig vilja þeir draga úr langtímaáhrifum af ítrekuðum eld- og stýriflaugaárásum Rússa og jafnvel reyna að stöðva svifsprengjuárásir. Yfirvöld í Svíþjóð tilkynntu í vikunni umfangsmikinn hergagnapakka til Úkraínu en hann inniheldur meðal annars skotfæri fyrir loftvarnarkerfi og tvær eftirlitsvélar sem búnar eru ratsjám og annars konar eftirlitsbúnaði. Sjá einnig: Gefa Úkraínumönnum eftirlitsflugvélar Þessar flugvélar eiga að veita Úkraínumönnum mun betri getu til að fylgjast með háloftunum yfir víglínunni og er hægt að nota þær í samfloti með F-16 orrustuþotum sem Úkraínumenn eiga von á á árinu. Úkraínumenn eiga einnig von á fleiri loftvarnarkerfum á næstunni. Fá margar F-16 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, og Alexander De Croo, forsætisráðherra Belgíu, skrifuðu á dögunum undir öryggissamkomulag sem felur meðal annars í sér að Belgar ætla að senda þrjátíu F-16 orrustuþotur til Úkraínu og þær fyrstu eiga að berast á þessu ári. Orrustuþotunum munu þó fylgja þær takmarkanir að úkraínskir flugmenn megi ekki fljúga þeim inn fyrir landamæri Rússlands, samkvæmt frétt Politico. Selenskí og Croo skoðuðu í vikunni F-16 þotur í Belgíu. Ukranians continue to be killed by the Russian invader every day.Dear @ZelenskyyUa, these F-16 will be yours to help you protect your citizens.Ukraine can only push back Russia with more and better arms, delivered at a faster pace. pic.twitter.com/YVHydmTGPw— Alexander De Croo 🇧🇪🇪🇺 (@alexanderdecroo) May 28, 2024 Ráðamenn annarra ríkja hafa ákveðið að senda Úkraínumönnum F-16 orrustuþotur. Þær hafa lengi verið í notkun víða um heim og eru taldar mikilvægur liður í því að bæta loftvarnir Úkraínumanna Umfangsmikil notkun svifsprengja veldur enn usla í Úkraínu. Þar er um að ræða gamlar og stórar „heimskar“ sprengjur sem Rússar hafa sett vængi á og staðsetningarbúnað. Sprengjunum er svo varpað frá herþotum úr mikilli hæð, þar sem þoturnar eru öruggar frá loftvörnum á jörðu niðri. Sprengjurnar geta svo svifið allt að hundrað kílómetra í átt að skotmörkum sínum. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði nýverið að Rússar vörpuðu um 3.200 slíkum sprengjum í á Úkraínu í hverjum mánuði. Hér má sjá myndband af fjórum slíkum sprengjum lenda við skotgrafir úkraínskra hermanna í Karkívhéraði á dögunum. Hermennirnir eru sagðir hafa staðið af sér árás rússneskra hermanna sem fylgdi loftárásunum. Video of four accurate Russian UMPK glide bombs hitting a Ukrainian position in a tree line near Liptsi. Butusov says the Ukrainian soldiers then withstood a Russian assault supported by UAVs dropping grenades. https://t.co/vRnvw6t2Oghttps://t.co/vo1NBnL1s8 pic.twitter.com/PVfypgzMzz— Rob Lee (@RALee85) May 27, 2024 Rússar eiga mikið magn sprengja sem þeir geta breytt í svifsprengjur frá tímum Sovétríkjanna. Skoða að senda evrópska hermenn til Úkraínu Olexander Sirskí, yfirmaður herafla Úkraínu, lýsti því yfir fyrr í vikunni að franskir hermenn væru á leið til Úkraínu. Hann sagðist hafa skrifað undir reglugerð sem sneri að því að franskir hermenn megi nú fara til Úkraínu og virða fyrir sér aðstæður þar. Sjá einnig: Segja Frakka ætla að senda hermenn til Úkraínu Óljóst er hvort franskir hermenn séu í raun á leið til Úkraínu en það hefur verið til umræðu í Frakklandi og líka í Bandaríkjunum. Sú umræða snýr að því að senda hermenn til vesturhluta Úkraínu þar sem þeir eiga að koma að því að þjálfa úkraínska sjálfboðaliða og kvaðmenn. Tiltölulega stutt er síðan Emmanuel Macron, forseti Frakklands, viðraði þá skoðun sína að ráðamenn á Vesturlöndum ættu ekki að setja sjálfum sér rauðar línur fyrir Rússa og ekki útiloka að senda hermenn til Úkraínu. Ráðamenn í Rússlandi brugðust reiðir við þessum ummælum og tilkynntu í kjölfarið nýjar heræfingar með svokölluð „taktísk kjarnorkuvopn“. Þær æfingar voru haldnar í síðustu viku. Sjá einnig: Æfa notkun „taktískra“ kjarnorkuvopna Le Monde sagði frá því í vikunni að Macron vildi mynda hóp Evrópuríkja sem myndu saman senda nokkur hundruð hermenn til Úkraínu til að þjálfa hermenn þar. Ekkert hafi þó verið slegið á fast í þeim efnum enn. Hingað til hafa úkraínskir nýliðar og kvaðmenn verið sendir til herbúða í Þýskalandi þar sem hermenn frá Bandaríkjunum og öðrum Vesturlöndum hafa þjálfað þá í hernaði og í notkun vestrænna vopna sem senda hafa verið til Úkraínu. Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þýskalands, heilsar upp á úkraínska hermenn sem eru að fá þjálfun frá þýskum hermönnum á Patriot loftvarnarkerfið.AP/Bernd Wuestneck Rússar gera sjaldan árásir á vesturhluta Úkraínu en það gerist þó. Fari svo að bakhjarlar Úkraínu sendi hermenn til landsins vekur það upp spurningar um möguleg viðbrögð við því að einhverjir þeirra hermanna falli í árásum Rússa. Hvar endar þetta? Næstum því öll stríð enda við samningaborðið og þetta mun að öllum líkindum gera það einnig. Enn sem komið er virðist samningavilji þó lítill hjá báðum fylkingum. Ráðamenn í Rússlandi telja sig geta hernumið stærra landsvæði í Úkraínu og Úkraínumenn vilja reka Rússa á brott, eða í það minnsta styrkja samningastöðu sína fyrir mögulegar viðræður. Í augum Úkraínumanna getur stríðinu ekki lokið án tryggra öryggisráðstafana, eins og mögulegri inngöngu í Atlantshafsbandalagið. Án þess muni Rússar að endingu ráðast aftur á landið og þeir séu í mun betri aðstöðu til að byggja herafla sinn upp að nýju en Úkraínumenn. Ráðamenn í ríkjum Austur-Evrópu óttast sigur Rússa í Úkraínu og að Rússar myndu ekki láta staðar numið þar. Til marks um það hafa ríkisstjórnir Póllands og Eystrasaltsríkjanna ákveðið að fara í umfangsmiklar varnarvirkjagerð á landamærum þeirra og Rússlands og Belarús. Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, sagði frá því um síðustu helgi að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefði sagt við sig að Úkraína væri ekki sjálfstætt ríki og að það og einnig Belarús væru hluti af Rússlandi. Scholz sagði Pútín telja sig geta breytt landamærum Evrópu með vopnavaldi. Í grein sem hann skrifaði á vef Economist í vikunni sagði Scholz Pútín vilja endurvekja forna dýrð Rússlands með því að gera bæði Úkraínu og Belarús að leppríkjum. Enginn, nema kannski Pútín sjálfur, vissi hvar heimsvaldastefna hans endaði. „En við vitum öll að hann hikar ekki við að úthella blóði í öðru landi.“