Boston Celtics í úrslitin: „Við erum allt annað lið núna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2024 06:31 Jaylen Brown fékk Larry Bird bikarinn sem besti leikmaður úrslita Austurdeildarinnar. Hér fagnar hann því með félögum sínum í Boston Celtics. AP/Michael Conroy Boston Celtics sópaði liði Indiana Pacers út úr úrslitum Austurdeildarinnar í nótt og er fyrir vikið komið alla leið í úrslitaeinvígið um NBA meistaratitilinn í körfubolta. Boston vann leikinn þó naumt, 105-102, og aðeins eftir góðan endasprett þar sem liðið vann síðustu sex mínúturnar 15-4. Pacers hafði unnið alla sex heimaleiki sína í úrslitakeppninni fyrir einvígið á móti Boston en tapaði síðustu tveimur heimaleikjum sínum á leiktíðinni. Það gerði þeim lífið vissulega mun erfiðara að þurfa að spila án Tyrese Haliburton í báðum þessum leikjum. Boston, sem hefur unnið sjö leiki í röð í úrslitakeppninni og alla sex útileiki sína, mætir annað hvort Dallas Mavericks eða Minnesota Timberwolves í lokaúrslitunum en staðan er 3-0 fyrir Dallas í því einvígi. Jaylen Brown skoraði 29 stig í leiknum og Jayson Tatum var með 26 sitg 13 fráköst og 8 stoðsendingar. Brown fékk Larry Bird bikarinn sem besti leikmaður úrslitaeinvígis Austurdeildarinnar. „Ég var ekki að búast við þessu. Ég vinna aldrei neitt,“ sagði Brown sem komst ekki í neitt úrvalslið í vetur. Hann svaraði því með frábæru einvígi á móti Indiana þar sem hann var með 29,8 stig í leik og nýtti 52 prósent skota sinna. Boston hafði verið í úrslitum Austurdeildarinnar fimm sinnum á síðustu sjö árum fyrir tímabilið í ár en aðeins einu sinni komist alla leið í úrslitin. Liðið hefur enn fremur ekki unnið NBA-titilinn síðan 2008. „Við erum með allt annað lið núna heldur en liðið í fyrra og árin þar á undan,“ sagði Brown. „Ég veit að allir vilja rifja upp hvað gerðist fyrir okkur á síðustu árum en liðið okkar hefur breyst á hverju ári. Við erum búnir að vera með þrjá þjálfara á síðustu fimm árum. Samt vilja allir segja að þetta alltaf það sama. Tíminn hefur liðið, við höfum náð okkur í reynslu og erum tilbúnir að sýna okkar besta í úrslitunum,“ sagði Brown. Andrew Nembhard var atkvæðamestur hjá Indiana með 24 stig, 10 stoðsendingar og 6 fráköst. Pascal Siakam var með 19 stig og 10 fráköst. NBA Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Í beinni: Everton - Chelsea | Hvað fá nýju eigendurnir að sjá? Enski boltinn Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum Sjá meira
Boston vann leikinn þó naumt, 105-102, og aðeins eftir góðan endasprett þar sem liðið vann síðustu sex mínúturnar 15-4. Pacers hafði unnið alla sex heimaleiki sína í úrslitakeppninni fyrir einvígið á móti Boston en tapaði síðustu tveimur heimaleikjum sínum á leiktíðinni. Það gerði þeim lífið vissulega mun erfiðara að þurfa að spila án Tyrese Haliburton í báðum þessum leikjum. Boston, sem hefur unnið sjö leiki í röð í úrslitakeppninni og alla sex útileiki sína, mætir annað hvort Dallas Mavericks eða Minnesota Timberwolves í lokaúrslitunum en staðan er 3-0 fyrir Dallas í því einvígi. Jaylen Brown skoraði 29 stig í leiknum og Jayson Tatum var með 26 sitg 13 fráköst og 8 stoðsendingar. Brown fékk Larry Bird bikarinn sem besti leikmaður úrslitaeinvígis Austurdeildarinnar. „Ég var ekki að búast við þessu. Ég vinna aldrei neitt,“ sagði Brown sem komst ekki í neitt úrvalslið í vetur. Hann svaraði því með frábæru einvígi á móti Indiana þar sem hann var með 29,8 stig í leik og nýtti 52 prósent skota sinna. Boston hafði verið í úrslitum Austurdeildarinnar fimm sinnum á síðustu sjö árum fyrir tímabilið í ár en aðeins einu sinni komist alla leið í úrslitin. Liðið hefur enn fremur ekki unnið NBA-titilinn síðan 2008. „Við erum með allt annað lið núna heldur en liðið í fyrra og árin þar á undan,“ sagði Brown. „Ég veit að allir vilja rifja upp hvað gerðist fyrir okkur á síðustu árum en liðið okkar hefur breyst á hverju ári. Við erum búnir að vera með þrjá þjálfara á síðustu fimm árum. Samt vilja allir segja að þetta alltaf það sama. Tíminn hefur liðið, við höfum náð okkur í reynslu og erum tilbúnir að sýna okkar besta í úrslitunum,“ sagði Brown. Andrew Nembhard var atkvæðamestur hjá Indiana með 24 stig, 10 stoðsendingar og 6 fráköst. Pascal Siakam var með 19 stig og 10 fráköst.
NBA Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Í beinni: Everton - Chelsea | Hvað fá nýju eigendurnir að sjá? Enski boltinn Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum