„Ég er ekki kraftaverkamaður“ Aron Guðmundsson skrifar 28. maí 2024 08:00 Freyr Alexandersson tókst hið ómögulega. Aftur. Isosport/Getty Images „Ég get ekki tekið annað svona ár,“ segir knattspyrnuþjálfarinn Freyr Alexandersson sem vann mikið afrek með liði Kortrijk í belgísku úrvalsdeildinni. Afrek sem gerir Frey að afar eftirsóttum þjálfara og á hann mikilvægan fund í dag með stjórn félagsins. Freyr segist ekki vera kraftaverkamaður eins og margir halda fram. Kortrijk bjargaði sér á ævintýralegan hátt frá falli í belgísku úrvalsdeildinni með sigri í framlengdum leik gegn Lommel á dögunum. Um mikið afrek að ræða fyrir liðið og rós í hnappagat Freys sem tók við þjálfun Kortrijk í upphafi árs og var staðan þá mjög svört. Ertu kraftaverkamaður Freyr? „Nei. Ég er vinnusamur, heiðarlegur og duglegur,“ svarar Freyr. „Ég er ekki kraftaverkamaður. Ég er mjög stoltur af því sem ég hef náð að afreka, því sem að ég hef gert. Ég held ég kunni bara að vinna. Ég held það sé það sem ég er.“ Hefur ekki áhuga á frekari fallbaráttu Freyr er með samning hjá Kortrijk til ársins 2026 og hefur hann öll tromp á hendi sér. En er útséð með að hann verði áfram innan raða félagsins? „Ég á fund með stjórn félagsins í fyrramálið áður en ég held svo til Danmerkur,“ segir Freyr í viðtali sem tekið var í gær. Fundurinn mikilvægi því að fara eiga sér stað í dag. Freyr Alexandersson tók til hjá Kortrijk og hélt þeim uppi í úrvalsdeild, sem virtist útilokað er hann tók við starfinu.Getty/Nico Vereecken „Planið er að vera hér áfram en eðli málsins samkvæmt er nafn mitt heitt í Evrópu akkúrat núna. Ég átti fund með umboðsmanninum mínum áðan því ég hef haldið öllum þessum málum frá mér upp á síðkastið. Ég mun setjast niður með stjórn Kortrijk og er með mjög skýr skilaboð til þeirra varðandi það hvað ég vil gera hér. Þau skilaboð hafa verið skýr lengi. Ég vil að við göngum frá þeim málum svo við getum byggt ofan á þetta verkefni. Ef það er ekki gert þá verður liðið aftur í fallbaráttu. Ég hef ekki áhuga á því. Við þurfum því að spýta í lófana ef við ætlum okkur að byggja ofan á það sem við höfum verið að gera síðastliðna fimm mánuði.“ Þarf að hlusta þegar maður er bragð mánaðarins Freyr finnur fyrir áhuga á sínum kröftum. „Það er gott og gaman að fólk hafi áhuga á því sem að maður er að gera. Svo þarf maður bara að vinna vinnuna sína. Það sem á að gerast gerist bara. Ég er hins vegar mjög ánægður þar sem að ég er. Þetta er skemmtilegt verkefni hérna hjá Kortrijk. Mér þykir vænt um þetta félag og fólkið hér í kring. Það er fullt af tækifærum hérna. Í dag er ég þjálfari Kortrijk og einbeiti mér að því. En þegar að maður er bragð mánaðarins þá þarf maður allavegana að hlusta.“ Freyr tók við þjálfun Kortrijk í erfiðri stöðu í janúar.Kortrijk Getur ekki tekið annað svona ár Eftir að hafa háð fallbaráttuslagi og staðið uppi sem sigurvegari, bæði hjá Lyngby og nú Kortrijk, er Freyr kominn með nóg af þeirri baráttu. „Ég vil helst bara fá að komast úr þessum fallbaráttuslag núna. Ég get ekki tekið annað svona ár. Ég geng fram af mér. Ég hef prófað að vera í liði sem á að vinna titla. Ég gerði það á upphafsárum ferilsins sem þjálfari kvennaliðs Vals. Það var skemmtileg pressa sem að fylgdi því. Skemmtileg reynsla. Það tók líka á en á allt öðruvísi hátt. Í þeirri stöðu ertu alltaf að fá jákvæða orku inn í leikmannahópinn. Inn í þig sjálfan. Ég er alveg til í að fara takast á við eitthvað svoleiðis fljótlega aftur.“ Belgíski boltinn Mest lesið Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Körfubolti Fleiri fréttir „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Sjá meira
Kortrijk bjargaði sér á ævintýralegan hátt frá falli í belgísku úrvalsdeildinni með sigri í framlengdum leik gegn Lommel á dögunum. Um mikið afrek að ræða fyrir liðið og rós í hnappagat Freys sem tók við þjálfun Kortrijk í upphafi árs og var staðan þá mjög svört. Ertu kraftaverkamaður Freyr? „Nei. Ég er vinnusamur, heiðarlegur og duglegur,“ svarar Freyr. „Ég er ekki kraftaverkamaður. Ég er mjög stoltur af því sem ég hef náð að afreka, því sem að ég hef gert. Ég held ég kunni bara að vinna. Ég held það sé það sem ég er.“ Hefur ekki áhuga á frekari fallbaráttu Freyr er með samning hjá Kortrijk til ársins 2026 og hefur hann öll tromp á hendi sér. En er útséð með að hann verði áfram innan raða félagsins? „Ég á fund með stjórn félagsins í fyrramálið áður en ég held svo til Danmerkur,“ segir Freyr í viðtali sem tekið var í gær. Fundurinn mikilvægi því að fara eiga sér stað í dag. Freyr Alexandersson tók til hjá Kortrijk og hélt þeim uppi í úrvalsdeild, sem virtist útilokað er hann tók við starfinu.Getty/Nico Vereecken „Planið er að vera hér áfram en eðli málsins samkvæmt er nafn mitt heitt í Evrópu akkúrat núna. Ég átti fund með umboðsmanninum mínum áðan því ég hef haldið öllum þessum málum frá mér upp á síðkastið. Ég mun setjast niður með stjórn Kortrijk og er með mjög skýr skilaboð til þeirra varðandi það hvað ég vil gera hér. Þau skilaboð hafa verið skýr lengi. Ég vil að við göngum frá þeim málum svo við getum byggt ofan á þetta verkefni. Ef það er ekki gert þá verður liðið aftur í fallbaráttu. Ég hef ekki áhuga á því. Við þurfum því að spýta í lófana ef við ætlum okkur að byggja ofan á það sem við höfum verið að gera síðastliðna fimm mánuði.“ Þarf að hlusta þegar maður er bragð mánaðarins Freyr finnur fyrir áhuga á sínum kröftum. „Það er gott og gaman að fólk hafi áhuga á því sem að maður er að gera. Svo þarf maður bara að vinna vinnuna sína. Það sem á að gerast gerist bara. Ég er hins vegar mjög ánægður þar sem að ég er. Þetta er skemmtilegt verkefni hérna hjá Kortrijk. Mér þykir vænt um þetta félag og fólkið hér í kring. Það er fullt af tækifærum hérna. Í dag er ég þjálfari Kortrijk og einbeiti mér að því. En þegar að maður er bragð mánaðarins þá þarf maður allavegana að hlusta.“ Freyr tók við þjálfun Kortrijk í erfiðri stöðu í janúar.Kortrijk Getur ekki tekið annað svona ár Eftir að hafa háð fallbaráttuslagi og staðið uppi sem sigurvegari, bæði hjá Lyngby og nú Kortrijk, er Freyr kominn með nóg af þeirri baráttu. „Ég vil helst bara fá að komast úr þessum fallbaráttuslag núna. Ég get ekki tekið annað svona ár. Ég geng fram af mér. Ég hef prófað að vera í liði sem á að vinna titla. Ég gerði það á upphafsárum ferilsins sem þjálfari kvennaliðs Vals. Það var skemmtileg pressa sem að fylgdi því. Skemmtileg reynsla. Það tók líka á en á allt öðruvísi hátt. Í þeirri stöðu ertu alltaf að fá jákvæða orku inn í leikmannahópinn. Inn í þig sjálfan. Ég er alveg til í að fara takast á við eitthvað svoleiðis fljótlega aftur.“
Belgíski boltinn Mest lesið Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Körfubolti Fleiri fréttir „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Sjá meira