Nýjasti rafvirki landsins fimmtug með ofurkrafta Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 28. maí 2024 08:00 Andrea segist hiklaust hvetja alla sem dreymir að fara aftur í nám að láta slag standa. Andrea Margrét Þorvaldsdóttir var á meðal þeirra sem útskrifuðust úr rafvirkjanámi við VMA síðastliðinn laugardag við hátíðlega athöfn. Hún skar sig úr nemendahópnum að því leyti að hún var orðin 47 ára gömul þegar hún hóf námið. Hún segir ADHD gefa henni ofurkrafta til að komast yfir allt sem hún þarf að gera. Andrea flutti ræðu fyrir hönd útskriftarnema þar sem skilaboðin voru einföld og skýr: Eltið draumana og ekki bíða, því lífið bíður ekki eftir ykkur. Lærði að vinna í sveitinni Andrea er Akureyringur í húð og hár og ólst upp ásamt þremur bræðrum hjá bestu foreldrum í heimi, eins og hún orðar það. „Ég var alltaf rosalega orkumikill og duglegur krakki. Þegar ég var átta ára fór ég í sveit til Signýjar, systur pabba sem bjó inni í firði og eftir það vildi ég hvergi annars staðar vera. Mér leið alltaf best í sveitinni, af því að þar var agi og regla. Þar fékk ég verkefni, bar ábyrgð og hafði mínar skyldur sem ég þurfti að sinna. Þarna lærði maður að vinna,“ segir hún og bætir við að mikið af verkunnáttunni sem hún búi að í dag sé sveitavistinni að þakka. Andrea var í sveit sem krakki og segir það hafa haft mótandi áhrif.Aðsend Það þarf ekki að eyða löngum tíma með Andreu til að sjá að hún er gífurlega orkumikil og athafnasöm og virðist hafa fleiri klukkutíma í sólarhringnum en flestir. Hún kann skýringu á því. „Ég er með ADHD, sem var að vísu ekki greint hjá fyrr en á seinasta ári. Ég lít á það sem minn ofurkraft. Ég sef sjaldnast meira en fimm til sex tíma á nóttunni. Það vegur upp á móti að ég er með rosalega mikla fullkomnunar- og skipulagsáráttu og það ræður yfir ADHD-inu hjá mér. Ef ég væri ekki með ADHD þá væri ég ekki að gera allt sem ég er að gera.“ Skólagöngunni lauk í 9.bekk Á veturna gekk Andrea í gagnfræðaskólann á Akureyri. „Mér fannst aldrei gaman að vera í skóla. Mér gekk að vísu vel í fögum eins og íslensku og mannkynssögu og fékk einu sinni 14 í einkunn fyrir ritgerð í mannkynssögu. Ég man að ég spurði kennarann út í þessa einkunn af því að ég hélt þetta væri ritvilla eða eitthvað og hann svaraði að þetta væri svo góð ritlist að 10 væri einfaldlega ekki nóg. Það var hins vegar allt annað þegar kom að stærðfræðinni, ég gat bara ekki lært hana. Fyrir mér var stærðfræðin algjörlega óyfirstíganlegur þröskuldur.“ Hún rifjar upp atvik úr 9.bekk, sem í dag er 10.bekkur. Atvik sem átti eftir að sitja í henni í mörg ár. „Við vorum með stærðfræðikennara sem hafði þann vana að skrifa dæmin á töfluna og stroka þau út jafnóðum. Þegar hann gerði það í þriðja eða fjórða timanum þarna um haustið þá spurði ég hann út í dæmið og sagðist ekki vera að ná þessu. Hann leit á mig, alveg ískaldur og sagði við mig: „Andrea, ef þú nærð þessu ekki þá ertu bara of heimsk til að læra stærðfræði.“ Verandi eins þrjósk og skapmikil og ég er þá svaraði ég honum fullum hálsi og sagði: Nú jæja, þá hef ég bara ekkert hér að gera.” Ég pakkaði síðan saman dótinu mínu, labbaði út úr stofunni og mætti ekki í fleiri stærðfræðitíma. Veturinn endaði síðan þannig að ég féll á samræmdu prófunum og ég var endanlega sannfærð um að ég gæti aldrei lært stærðfræði. Ég útskrifaðist þess vegna aldrei úr grunnskóla.“ Barþjónn hjá diskókeðju Andrea fór aftur í sveitina og vann síðan um tíma í fiskvinnslu. Hugurinn leitaði út fyrir landsteinana en svo gripu örlögin í taumana. „Ég hafði fengið vinnu sem barþjónn hjá breskri diskókeðju á Benidorm og var á leiðinni þangað um sumarið 1992. En svo varð ólétt af syni mínum, Atla Signari. Mjög óvænt og ekki planað en það er samt það stórkostlegasta sem hefur komið fyrir mig.“ Hún endaði síðan í námi í kvöldskóla Skrifstofuskóla Stjórnunarfélagsins og Nýherja veturinn 1994 til 1995, þá orðin einstæð móðir. Kenndi sér tækniteiknun „Svo vann ég í ígulkeravinnslu á daginn. Ég er svo heppin að eiga bestu foreldra í heimi og þau pössuðu strákinn minn á þessum tíma. Án þeirra veit ég ekki hvernig ég hefði komist af.“ Andrea fór síðan að vinna á skrifstofu Símans á Akureyri og svo starfaði hún um tíma hjá 118 og við upplýsinganúmer Símans 8007000 fyrir sunnan. Hún kom svo aftur heim til Akureyrar; var verslunarstjóri og síðar innheimtustjóri í verslun Símans þar í bæ og starfaði á hönnunardeild Mílu á Akureyri við að tækniteikna og hanna símalínur. „Ég var hjá Símanum alveg til ársins 2008, og fór síðan að vinna hjá Raftákni á Akureyri, þar sem ég var meðal annars að vinna að ljósnetsvæðingunni á Norðurlandi. Ég kenndi síðan sjálfri mér tækniteiknun, í gegnum Youtube og Google og fór í kjölfarið að tækniteikna hjá Raftákni. Árið 2019 gerðist ég síðan þjónustustjóri fyrir Vaðlaheiðargöng og hef haldið áfram að sinna því starfi að hluta til með fram náminu.“ Lét slag standa Hún segist alltaf hafa verið heilluð af rafmagni. „Ég er svona týpa sem þarf alltaf að skilja orsök og afleiðingu, af hverju hlutirnir eru eins og þeir eru. Mér fannst alltaf svo magnað og ótrúlegt að það væri hægt að ýta á takka einhvers staðar og það kviknaði ljós annars staðar. Og mér finnst það enn í dag, jafnvel þó að nú þekki ég fræðin á bak við þetta allt saman.“ Andrea segir að sig hafi alla tíð dreymt um að bæta við sig menntun, en hún hafi einfaldlega ekki haft kjark í það. Hún hafi verið brunnin af reynslu sinni úr grunnskóla, þá ekki síst stærðfræðinni. „Ég var alltaf að vinna með svo flottu og kláru fólki sem var vel menntað. En öll þau fög sem mig langaði að læra kölluðu á kunnáttu í stærðfræði.“ Dag einn árið 2021 rak hún augun í auglýsingu um laus nemendapláss í rafvirkjun og húsasmíði í VMA. Vægast sagt léleg umsókn „Og þarna hugsaði ég með mér: Ókei Andrea, nú ert þú búin að vera með þennan draum í maganum í þrjátíu ár, að fara aftur í skóla og læra. Hvenær ætlaru eiginlega að láta verða af því? Að lokum ákvað ég að henda bara inn umsókn, ég ætti örugglega eftir að fá synjun en ég gæti þá allavega hakað í þetta box og sagt við sjálfa mig að ég hefði að minnsta kosti reynt. Umsóknin mín var vægast sagt léleg, enda hafði ég ekki lokið grunnskóla og hafði nákvæmlega engar forsendur til að komast inn í skólann. Ég ætlaði þess vegna ekki að trúa því þegar Baldvin Ringsted sviðsstjóri VMA hringdi í mig og bauð mér skólavist. Hann bætti því við að ég þyrfti helst að svara samdægurs hvort ég vildi þiggja það eða ekki, og ég svaraði strax já. Mér skilst að þetta hafi verið í fyrsta sinn í fimm eða sex ár sem að eldri nemendur voru teknir inn í VMA.“ Horfðist í augu við stærðfræðióttann Í náminu í VMA var nemendahópurinn í kringum fimmtán manns; sá yngsti var 15 ára og Andrea var elst. Arndís Helgadóttir, sem fædd er árið 1989, var önnur konan í hópnum auk Andreu og hafa þær stöllur staðið þétt við bakið á hvor annarri í gegnum námið. „Mér var strax tekið afskaplega vel, bæði af kennurunum og nemendum. Ég varð aldrei vör við neitt kynslóðabil. Ævar, yngsti nemandinn og annar strákur, hann Atli Dagur tóku mig til dæmis að sér í stærðfræðinni og hjálpuðu mér. Við hjálpuðum öll hvort öðru. Sumir af strákunum sem voru að byrja þarna á fyrstu önninni kunnu til dæmis ekki á skrúfvél eða hin og þessi verkfæri og þar get ég komið þeim til aðstoðar. Ég hafði gríðarlega mikinn metnað gagnvart náminu, mig langaði að sýna öðrum og ekki síst sjálfri mér að ég gæti gert þetta, og ég gæti gert þetta vel.“ Andrea sér svo sannarlega ekki eftir því að hafa látið slag standa og skráð sig í nám á sínum tíma.Aðsend Andrea viðurkennir að það hafi verið allt annað en auðvelt að setjast aftur á skólabekk eftir tæplega þriggja áratuga hlé. Fyrsta önnin var ansi strembin. Metnaðurinn, og þráin til að sanna sig hafi þó náð að „trompa“ það. Þar sem hún var í 50 prósent vinnu meðfram náminu, og með mörg önnur járn í eldinum þá þurfti hún að skipuleggja sig vel og nýta hverja mínútu. „Vinnudagurinn minn byrjaði klukkan 6 á morgnana; frá 6 til 8 vann ég fyrir Vaðlaheiðargöng, svaraði fyrirspurnum, sendi reikninga og ýmislegt fleira. Tíminn milli klukkan 8 og 4 á daginn var síðan helgaður skólanum. Ef það voru eyður í töflunni eða forföll hjá kennurunum þá nýtti ég tímann til að sinna vinnunni. Þetta var ófrávíkjanleg regla hjá mér, ég fór aldrei heim að leggja mig inn á milli tími eða eitthvað slíkt. Og þannig gat ég látið allt saman ganga upp. Ég var yfirleitt fyrst að skila inn öllum verkefnum og í gegnum allt námið fór meðaleinkunnin aldrei undir átta.“ Í náminu þurfti Andrea að læra stærðfræði í tengslum við rafmagnsfræðina, og þá var ekki um annað að velja en að horfast í augu við gamla óttann. Hún segist eiga Hilmari Friðjónssyni stærðfræðikennara mikið að þakka en hann tók hana í aukatíma fyrir lokaprófið og opnaði augu hennar fyrir stærðfræðinni eins og hún orðar það. „Og ég gleymi ekki því sem hann sagði við mig: „Þegar þú skilur stærðfræði þá er ekki til neitt einfaldara fag.“ Ég fékk einhverja hugljómun. Ég fékk síðan 7,3 á lokaprófinu og fyrir mér var þetta bara eins og vinna Ólympíuleikana!“ Þegar Andrea var á annarri önn í náminu komst hún á samning hjá Trausta Hákonarsyni rafvirkja og hefur unnið með honum meðfram skólanum og öðrum störfum. Þannig hefur hún náð að klára áskilinn starfstíma í ýmsum greinum rafvirkjunar sem þarf til að geta tekið sveinsprófið að lokinni útskrift. Þessa dagana undirbýr Andrea sig fyrir sveinspróf í rafvirkjun, hún er ennþá að starfa hjá Trausta Hákonarsyni rafvirkja og hefur auk þess umsjón með tólf sumarhúsum í Fögruvík, þar sem nóg er gera og græja. Frá og með 1.júní ætlar hún að segja skilið við Raftákn og snúa sér alfarið að rafvirkjuninni, og hefur sett stefnuna á meistaraskólann í rafvirkjun í VMA. „Mig langar rosalega mikið að taka kennsluréttindin líka,“ segir hún en þess ber að geta að allir kennararnir hennar í náminu í VMA voru karlkyns. Besta ákvörðun ævinnar Það var mikið um dýrðir við útskriftarathöfn VMA síðastliðinn laugardag þegar Andrea og samnemendur hennar settu upp húfurnar. Einungis viku áður, þann 17.maí síðastliðinn fagnaði hún öðrum stóráfanga; fimmtugsafmælinu. Það kom í hlut Andreu að flytja ræðu fyrir hönd útskriftarnemanna. Andrea ásamt bróður sínum Þorvaldi við útskriftarathöfnina.Aðsend Í ræðunni hvatti hún samnemendur sína til að elta drauma sína og fylgja eigin sannfæringu: „Ég er sennilega elsti nemandinn sem er að útskrifast hér í dag. Allavega í efri skalanum. Ég var 47 ára þegar ég ákvað að sækja um skólavist í Verkmenntaskólanum og varð fimmtug 17. maí síðastliðinn. Einn góður vinur minn sagði að það væri ótrúlegt að það væri fréttnæmt að ég,fimmtug kjerlingin, væri að útskrifast út Verkmenntaskólanum og bæri sennilega góðan vott um gáfnafar mitt þar sem flestir klára þetta í kringum 19 ára aldurinn. Ég var haldin mikilli skólafælni en ákvað að stíga út fyrir þægindarammann og skella mér í þetta frábæra nám. Það var áskorun að byrja að læra að læra aftur. En með ákveðni, þrjósku, eljusemi og gríðarlegum metnaði þá tókst þetta og ég er að klára núna með prýðilega góðar einkunnir.“ Á öðrum stað í ræðunni sagði Andrea: „Ég hvet ykkur öll til að elta draumana ykkar, ekki taka pásu frá náminu sé þess nokkur kostur. Það getur verið gríðarlega erfitt að byrja aftur í skóla. Ef þið fetið braut sem á ekki við ykkur þá breytið þið bara til og farið aðra leið í náminu. Við erum ekki tré og getum fært okkur til eins og þurfa þykir. Þið sem eldri eruð hér í salnum og eruð að velta því fyrir ykkur hvort þið eigið að fara í eitthvað nám, þá segi ég hiklaust við ykkur, ekki spurning! Skellið ykkur, það er enginn tími betri en annar og lífið bíður svo sannarlega ekki eftir okkur.“ Líkt og Andrea bendir á þá eru eldri nemendur að stunda nám á öðrum forsendum en á yngri árum. Hinir eldri eru fyrst og fremst að læra fyrir sjálfa sig, ekki foreldra sína. Hún segist hiklaust hvetja alla sem dreymir að fara aftur í nám að láta slag standa. „Að kýla á það og fara aftur í skóla er einfaldlega besta ákvörðun sem ég hef tekið.“ Skóla- og menntamál Akureyri Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Andrea flutti ræðu fyrir hönd útskriftarnema þar sem skilaboðin voru einföld og skýr: Eltið draumana og ekki bíða, því lífið bíður ekki eftir ykkur. Lærði að vinna í sveitinni Andrea er Akureyringur í húð og hár og ólst upp ásamt þremur bræðrum hjá bestu foreldrum í heimi, eins og hún orðar það. „Ég var alltaf rosalega orkumikill og duglegur krakki. Þegar ég var átta ára fór ég í sveit til Signýjar, systur pabba sem bjó inni í firði og eftir það vildi ég hvergi annars staðar vera. Mér leið alltaf best í sveitinni, af því að þar var agi og regla. Þar fékk ég verkefni, bar ábyrgð og hafði mínar skyldur sem ég þurfti að sinna. Þarna lærði maður að vinna,“ segir hún og bætir við að mikið af verkunnáttunni sem hún búi að í dag sé sveitavistinni að þakka. Andrea var í sveit sem krakki og segir það hafa haft mótandi áhrif.Aðsend Það þarf ekki að eyða löngum tíma með Andreu til að sjá að hún er gífurlega orkumikil og athafnasöm og virðist hafa fleiri klukkutíma í sólarhringnum en flestir. Hún kann skýringu á því. „Ég er með ADHD, sem var að vísu ekki greint hjá fyrr en á seinasta ári. Ég lít á það sem minn ofurkraft. Ég sef sjaldnast meira en fimm til sex tíma á nóttunni. Það vegur upp á móti að ég er með rosalega mikla fullkomnunar- og skipulagsáráttu og það ræður yfir ADHD-inu hjá mér. Ef ég væri ekki með ADHD þá væri ég ekki að gera allt sem ég er að gera.“ Skólagöngunni lauk í 9.bekk Á veturna gekk Andrea í gagnfræðaskólann á Akureyri. „Mér fannst aldrei gaman að vera í skóla. Mér gekk að vísu vel í fögum eins og íslensku og mannkynssögu og fékk einu sinni 14 í einkunn fyrir ritgerð í mannkynssögu. Ég man að ég spurði kennarann út í þessa einkunn af því að ég hélt þetta væri ritvilla eða eitthvað og hann svaraði að þetta væri svo góð ritlist að 10 væri einfaldlega ekki nóg. Það var hins vegar allt annað þegar kom að stærðfræðinni, ég gat bara ekki lært hana. Fyrir mér var stærðfræðin algjörlega óyfirstíganlegur þröskuldur.“ Hún rifjar upp atvik úr 9.bekk, sem í dag er 10.bekkur. Atvik sem átti eftir að sitja í henni í mörg ár. „Við vorum með stærðfræðikennara sem hafði þann vana að skrifa dæmin á töfluna og stroka þau út jafnóðum. Þegar hann gerði það í þriðja eða fjórða timanum þarna um haustið þá spurði ég hann út í dæmið og sagðist ekki vera að ná þessu. Hann leit á mig, alveg ískaldur og sagði við mig: „Andrea, ef þú nærð þessu ekki þá ertu bara of heimsk til að læra stærðfræði.“ Verandi eins þrjósk og skapmikil og ég er þá svaraði ég honum fullum hálsi og sagði: Nú jæja, þá hef ég bara ekkert hér að gera.” Ég pakkaði síðan saman dótinu mínu, labbaði út úr stofunni og mætti ekki í fleiri stærðfræðitíma. Veturinn endaði síðan þannig að ég féll á samræmdu prófunum og ég var endanlega sannfærð um að ég gæti aldrei lært stærðfræði. Ég útskrifaðist þess vegna aldrei úr grunnskóla.“ Barþjónn hjá diskókeðju Andrea fór aftur í sveitina og vann síðan um tíma í fiskvinnslu. Hugurinn leitaði út fyrir landsteinana en svo gripu örlögin í taumana. „Ég hafði fengið vinnu sem barþjónn hjá breskri diskókeðju á Benidorm og var á leiðinni þangað um sumarið 1992. En svo varð ólétt af syni mínum, Atla Signari. Mjög óvænt og ekki planað en það er samt það stórkostlegasta sem hefur komið fyrir mig.“ Hún endaði síðan í námi í kvöldskóla Skrifstofuskóla Stjórnunarfélagsins og Nýherja veturinn 1994 til 1995, þá orðin einstæð móðir. Kenndi sér tækniteiknun „Svo vann ég í ígulkeravinnslu á daginn. Ég er svo heppin að eiga bestu foreldra í heimi og þau pössuðu strákinn minn á þessum tíma. Án þeirra veit ég ekki hvernig ég hefði komist af.“ Andrea fór síðan að vinna á skrifstofu Símans á Akureyri og svo starfaði hún um tíma hjá 118 og við upplýsinganúmer Símans 8007000 fyrir sunnan. Hún kom svo aftur heim til Akureyrar; var verslunarstjóri og síðar innheimtustjóri í verslun Símans þar í bæ og starfaði á hönnunardeild Mílu á Akureyri við að tækniteikna og hanna símalínur. „Ég var hjá Símanum alveg til ársins 2008, og fór síðan að vinna hjá Raftákni á Akureyri, þar sem ég var meðal annars að vinna að ljósnetsvæðingunni á Norðurlandi. Ég kenndi síðan sjálfri mér tækniteiknun, í gegnum Youtube og Google og fór í kjölfarið að tækniteikna hjá Raftákni. Árið 2019 gerðist ég síðan þjónustustjóri fyrir Vaðlaheiðargöng og hef haldið áfram að sinna því starfi að hluta til með fram náminu.“ Lét slag standa Hún segist alltaf hafa verið heilluð af rafmagni. „Ég er svona týpa sem þarf alltaf að skilja orsök og afleiðingu, af hverju hlutirnir eru eins og þeir eru. Mér fannst alltaf svo magnað og ótrúlegt að það væri hægt að ýta á takka einhvers staðar og það kviknaði ljós annars staðar. Og mér finnst það enn í dag, jafnvel þó að nú þekki ég fræðin á bak við þetta allt saman.“ Andrea segir að sig hafi alla tíð dreymt um að bæta við sig menntun, en hún hafi einfaldlega ekki haft kjark í það. Hún hafi verið brunnin af reynslu sinni úr grunnskóla, þá ekki síst stærðfræðinni. „Ég var alltaf að vinna með svo flottu og kláru fólki sem var vel menntað. En öll þau fög sem mig langaði að læra kölluðu á kunnáttu í stærðfræði.“ Dag einn árið 2021 rak hún augun í auglýsingu um laus nemendapláss í rafvirkjun og húsasmíði í VMA. Vægast sagt léleg umsókn „Og þarna hugsaði ég með mér: Ókei Andrea, nú ert þú búin að vera með þennan draum í maganum í þrjátíu ár, að fara aftur í skóla og læra. Hvenær ætlaru eiginlega að láta verða af því? Að lokum ákvað ég að henda bara inn umsókn, ég ætti örugglega eftir að fá synjun en ég gæti þá allavega hakað í þetta box og sagt við sjálfa mig að ég hefði að minnsta kosti reynt. Umsóknin mín var vægast sagt léleg, enda hafði ég ekki lokið grunnskóla og hafði nákvæmlega engar forsendur til að komast inn í skólann. Ég ætlaði þess vegna ekki að trúa því þegar Baldvin Ringsted sviðsstjóri VMA hringdi í mig og bauð mér skólavist. Hann bætti því við að ég þyrfti helst að svara samdægurs hvort ég vildi þiggja það eða ekki, og ég svaraði strax já. Mér skilst að þetta hafi verið í fyrsta sinn í fimm eða sex ár sem að eldri nemendur voru teknir inn í VMA.“ Horfðist í augu við stærðfræðióttann Í náminu í VMA var nemendahópurinn í kringum fimmtán manns; sá yngsti var 15 ára og Andrea var elst. Arndís Helgadóttir, sem fædd er árið 1989, var önnur konan í hópnum auk Andreu og hafa þær stöllur staðið þétt við bakið á hvor annarri í gegnum námið. „Mér var strax tekið afskaplega vel, bæði af kennurunum og nemendum. Ég varð aldrei vör við neitt kynslóðabil. Ævar, yngsti nemandinn og annar strákur, hann Atli Dagur tóku mig til dæmis að sér í stærðfræðinni og hjálpuðu mér. Við hjálpuðum öll hvort öðru. Sumir af strákunum sem voru að byrja þarna á fyrstu önninni kunnu til dæmis ekki á skrúfvél eða hin og þessi verkfæri og þar get ég komið þeim til aðstoðar. Ég hafði gríðarlega mikinn metnað gagnvart náminu, mig langaði að sýna öðrum og ekki síst sjálfri mér að ég gæti gert þetta, og ég gæti gert þetta vel.“ Andrea sér svo sannarlega ekki eftir því að hafa látið slag standa og skráð sig í nám á sínum tíma.Aðsend Andrea viðurkennir að það hafi verið allt annað en auðvelt að setjast aftur á skólabekk eftir tæplega þriggja áratuga hlé. Fyrsta önnin var ansi strembin. Metnaðurinn, og þráin til að sanna sig hafi þó náð að „trompa“ það. Þar sem hún var í 50 prósent vinnu meðfram náminu, og með mörg önnur járn í eldinum þá þurfti hún að skipuleggja sig vel og nýta hverja mínútu. „Vinnudagurinn minn byrjaði klukkan 6 á morgnana; frá 6 til 8 vann ég fyrir Vaðlaheiðargöng, svaraði fyrirspurnum, sendi reikninga og ýmislegt fleira. Tíminn milli klukkan 8 og 4 á daginn var síðan helgaður skólanum. Ef það voru eyður í töflunni eða forföll hjá kennurunum þá nýtti ég tímann til að sinna vinnunni. Þetta var ófrávíkjanleg regla hjá mér, ég fór aldrei heim að leggja mig inn á milli tími eða eitthvað slíkt. Og þannig gat ég látið allt saman ganga upp. Ég var yfirleitt fyrst að skila inn öllum verkefnum og í gegnum allt námið fór meðaleinkunnin aldrei undir átta.“ Í náminu þurfti Andrea að læra stærðfræði í tengslum við rafmagnsfræðina, og þá var ekki um annað að velja en að horfast í augu við gamla óttann. Hún segist eiga Hilmari Friðjónssyni stærðfræðikennara mikið að þakka en hann tók hana í aukatíma fyrir lokaprófið og opnaði augu hennar fyrir stærðfræðinni eins og hún orðar það. „Og ég gleymi ekki því sem hann sagði við mig: „Þegar þú skilur stærðfræði þá er ekki til neitt einfaldara fag.“ Ég fékk einhverja hugljómun. Ég fékk síðan 7,3 á lokaprófinu og fyrir mér var þetta bara eins og vinna Ólympíuleikana!“ Þegar Andrea var á annarri önn í náminu komst hún á samning hjá Trausta Hákonarsyni rafvirkja og hefur unnið með honum meðfram skólanum og öðrum störfum. Þannig hefur hún náð að klára áskilinn starfstíma í ýmsum greinum rafvirkjunar sem þarf til að geta tekið sveinsprófið að lokinni útskrift. Þessa dagana undirbýr Andrea sig fyrir sveinspróf í rafvirkjun, hún er ennþá að starfa hjá Trausta Hákonarsyni rafvirkja og hefur auk þess umsjón með tólf sumarhúsum í Fögruvík, þar sem nóg er gera og græja. Frá og með 1.júní ætlar hún að segja skilið við Raftákn og snúa sér alfarið að rafvirkjuninni, og hefur sett stefnuna á meistaraskólann í rafvirkjun í VMA. „Mig langar rosalega mikið að taka kennsluréttindin líka,“ segir hún en þess ber að geta að allir kennararnir hennar í náminu í VMA voru karlkyns. Besta ákvörðun ævinnar Það var mikið um dýrðir við útskriftarathöfn VMA síðastliðinn laugardag þegar Andrea og samnemendur hennar settu upp húfurnar. Einungis viku áður, þann 17.maí síðastliðinn fagnaði hún öðrum stóráfanga; fimmtugsafmælinu. Það kom í hlut Andreu að flytja ræðu fyrir hönd útskriftarnemanna. Andrea ásamt bróður sínum Þorvaldi við útskriftarathöfnina.Aðsend Í ræðunni hvatti hún samnemendur sína til að elta drauma sína og fylgja eigin sannfæringu: „Ég er sennilega elsti nemandinn sem er að útskrifast hér í dag. Allavega í efri skalanum. Ég var 47 ára þegar ég ákvað að sækja um skólavist í Verkmenntaskólanum og varð fimmtug 17. maí síðastliðinn. Einn góður vinur minn sagði að það væri ótrúlegt að það væri fréttnæmt að ég,fimmtug kjerlingin, væri að útskrifast út Verkmenntaskólanum og bæri sennilega góðan vott um gáfnafar mitt þar sem flestir klára þetta í kringum 19 ára aldurinn. Ég var haldin mikilli skólafælni en ákvað að stíga út fyrir þægindarammann og skella mér í þetta frábæra nám. Það var áskorun að byrja að læra að læra aftur. En með ákveðni, þrjósku, eljusemi og gríðarlegum metnaði þá tókst þetta og ég er að klára núna með prýðilega góðar einkunnir.“ Á öðrum stað í ræðunni sagði Andrea: „Ég hvet ykkur öll til að elta draumana ykkar, ekki taka pásu frá náminu sé þess nokkur kostur. Það getur verið gríðarlega erfitt að byrja aftur í skóla. Ef þið fetið braut sem á ekki við ykkur þá breytið þið bara til og farið aðra leið í náminu. Við erum ekki tré og getum fært okkur til eins og þurfa þykir. Þið sem eldri eruð hér í salnum og eruð að velta því fyrir ykkur hvort þið eigið að fara í eitthvað nám, þá segi ég hiklaust við ykkur, ekki spurning! Skellið ykkur, það er enginn tími betri en annar og lífið bíður svo sannarlega ekki eftir okkur.“ Líkt og Andrea bendir á þá eru eldri nemendur að stunda nám á öðrum forsendum en á yngri árum. Hinir eldri eru fyrst og fremst að læra fyrir sjálfa sig, ekki foreldra sína. Hún segist hiklaust hvetja alla sem dreymir að fara aftur í nám að láta slag standa. „Að kýla á það og fara aftur í skóla er einfaldlega besta ákvörðun sem ég hef tekið.“
Skóla- og menntamál Akureyri Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira